Á HVAÐA LEIÐ ERTU?

Á HVAÐA LEIÐ ERTU?

Lestrartími:  3 mínútur

Í fyrrahaust gaf ég út bókina LEIÐ HJARTANS. Hún er tuttugasta bókin sem kemur út eftir mig og í henni fjalla ég um þá andlegu og vitundarlegu vakningu sem er að verða í heiminum. Auk þess að fjalla um umbreytinguna og það ferli sem er að valda henni, fjalla ég í bókinni um mikilvægi þess að velja leið hjartans eða leið kærleikans þegar stefnt er inn í framtíðina.

HVERNIG HÖFUM VIÐ RATAÐ?

Það er svo áhugavert að skoða hvað við höfum notað sem viðmið í gegnum tíðina, þegar við viljum rata frá einum stað til annars. Frumbyggjar Ástralíu sungu sig í gegnum landið, þannig að um landið sem var að mestu eyðimörk, nema meðfram ströndunum á þessari risaeyju sem telst heil heimsálfa í dag, lágu sönglínur sem þeir rötuðu eftir. Hvergi var kennileiti að finna nema stjörnur himinsins og þeir sungu sig eftir þeim.

Stjörnur himinsins hafa lengi leiðbeint mönnum, en svo komu kort og merkingar og það varð auðveldara að rata um slóðir Jarðarinnar. Í framhaldi af kortunum komu svo staðsetningartæki eða GPS-tæki og undanfarin ár hefur fólk notað þau í bílum sínum og símum, til að rata þangað sem það vill fara.

TRAUSTIÐ ER MIKILVÆGT

Þegar við setjum inn áfangastað okkar í staðsetningartækin hvarflar ekki að okkur annað en að tækið – og gervihnettirnir utan við Jörðina – muni í sameiningu leiða okkur á réttan stað. Við treystum því og fylgjum fyrirmælum um að beygja til hægri eða vinstri eða skipta um akgrein eins og við á, þar til áfangastað er náð.

En hvað ef við settum sömu skilaboð inn í hjarta okkar og treystum því til þess að leiða okkur áfram inn í betri framtíð með kærleiksorkunni einni saman? Eru ekki allar líkur á að með traustinu á kærleikann myndum við lenda á réttum stað?

ANDLEGT STRÍÐ Í HEIMINUM

Þótt margir séu meðvitaðir um stríðsátök hér og þar í heiminum í dag, eru kannski færri sem gera sér grein fyrir hinu andlega stríði sem geisar á milli hins góða og illa. Djöfladýrkendur eru hættir að fela sig eða kannski er LJÓSIÐ að afhjúpa þá.

Þeir halda sínar seremóníur opinberlega á stöðum eins og opnunarhátíðum Ólympíuleikanna, á Superbowl í Bandaríkjunum og nú síðast á Grammy verðlaunahátíðinni bandarísku – en Grammy hátíðin var styrkt af lyfjarisanum Pfizer.

Guð hefur verið lagður til hliðar á flestum stöðum í samfélaginu, þótt hann hafi skapað okkur í sinni mynd á sínum tíma. Það er almennt talið hallærislegt að minnast mikið á hann, að ég tali nú ekki um að segjast trúa á hann.

Samt er sú kærleiksorka sem kemur frá hinni Guðlegu vitund og Jesú reyndi að endurvekja hjá fólki fyrir rúmum tvö þúsund árum síðan, hluti af þeim friðsama og kærleiksríka heimi sem við eru sífellt að óska eftir.

STILLUM OKKAR INNRA GPS TÆKI

Ég held að við gætum búið til mun kærleiksríkari heim, ef við tækjum ákvörðun um að fylgja LEIÐ HJARTANS og stilla okkar innra GPS tæki á kærleiksorkuna. Hjarta okkar er með fimm þúsund sinnum stærra segulsvið en heili okkar og er því sannkallaður hjartaheili.

Hjartað veit alltaf svarið ef við bara treystum því. Svarið sem hjartað veitir er oft betra, en þegar við hlustum bara á heilann, svo það er mikilvægt að spyrja hjartað. Í hjartanu er að finna yfir fjörutíu þúsund taugafrumur, sem senda stöðugt frá sér boð og geta starfað sjálfstætt án nokkurra áhrifa frá heilanum.

Væntanlega hefur þú eins og svo margir aðrir heyrt fólk segja: „Ég vissi það í hjarta mínu….“ Eitthvað sem það væntanlega sagði vegna þess að það treysti hjartanu sem hinu innra staðsetningar- eða GPS-tæki.

KÆRLEIKSRÍKARI HEIMUR

Ef við viljum búa í kærleiksríkari heimi þurfum við öll að leggja okkar af mörkum til að svo megi verða. Það framlag er öflugast ef við veljum að lifa alla daga í kærleiksorkunni og senda hana frá okkur til annarra í kringum okkur. Þannig höfum við mest áhrif og getum mótað kærleiksríkara umhverfi í heimi okkar.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.

Nánar má lesa um þær umbreytingar sem við erum að fara í gegnum í bók minni LEIÐ HJARTANS

Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN minn til að fá reglulega sendar greinar um sjálfsrækt, andleg málefni, stjörnuspeki og náttúrulegar leiðir til að styrkja heilsuna.

Myndir:  Myndvinnsla með Canva.com

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 589 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram