TÍMI TIL AÐ NÆRA OKKUR SJÁLF

TÍMI TIL AÐ NÆRA OKKUR SJÁLF

Lestrartími: 2 mínútur

Ég er búin að vera í miklu næringarferli með sjálfa mig undanfarna næstum þrjá mánuði. Ég tók mér meðvitað tveggja mánaða frí frá öllum fréttabréfaskrifum, þótt ég hafi einstaka sinnum rofið það, því mér „fannst“ svo mikilvægt að koma einhverjum ákveðnum fréttum frá mér. Að taka mér svona frí er eitthvað sem ég hef ekki gert í mörg ár.

Í ágúst hóf ég vinnu við stórt verkefni, sem ég deili meiri upplýsingum um síðar, svo ég felldi niður námskeið sem ég hafði planað að vera með – til að sinna þessu verkefni. Þrátt fyrir mikla vinnu við það hef ég notið þess að sitja úti í sólinni í hvíldarpásum, leika mér með barnabörnunum og sinna sjálfri mér vel. Það hefur verið sérlega nærandi, en einkum er það gott fyrir líkamann að sitja í síðdegissólinni.

ÓTTINN OG KÆRLEIKURINN

Tvær tilfinningar eru mikið áberandi þessa dagana. Margt sem er að gerast í heiminum rembist við að halda okkur í óttanum eða þriðju víddinni. Annað sem er að gerast í heiminum hvetur okkur til að æfa Hjartaöndun daglega og halda okkur í kærleikanum eða fimmtu víddinni, alla daga, en flestir eru að flakka eitthvað á milli þessara tveggja vídda – á meðan margir halda sig alveg í þeirri þriðju.

Því er mikilvægt að vera meðvitaður um hvenær við dettum í óttann og hvenær við erum í kærleikanum. Því oftar sem okkur tekst að vera í kærleikanum, gagnvart öllu og öllum, þeim mun betur tekst okkur að vera í fimmtu víddinni, en öll umbreyting tengd henni á sér stað innra með okkur.

Aukin kærleikskorka er mjög tengd okkar innri andlegu vinnu. Ég er svo heppin að leiða mjög yndislegan hóp af STJÖRNUM og saman erum við að vinna okkar andlegu vinnu. Hver og einn vinnur sína innri vinnu á sínum hraða, en allar erum við að vinna að því að halda okkur í hærri tíðni, efla ljóslíkamann og auka kærleikann í eigin lífi.

SÓLIN KOMIN Í MEYJUNA

Í gær fór Sólin inn í Meyjuna og sama dag hóf Merkúr, sem líka er í Meyju, afturábak ferli sitt, en hann verður í því ferli næstu þrjár vikurnar.  Meyjan skoðar smáatriðin og þar sem Mars er líka í Meyjunni, þá er líklegt að á næstunni verið kafað í smáatriðin og farið jafnvel frekar djúpt í þau. Meyjan sér allt „kusk“, hvar sem það er og vill koma skikkan á hlutina. Þessi tími framundan er því tilvalinn fyrir okkur til að næra okkur sjálf og skoða og meta allt sem snýr að líkamanum og gera okkur grein fyrir því hvar má betur gera til að næra hann sem best.

Þegar Merkúr er á ferð afturábak um sporbaug sinn er hann í nokkurs konar yfirlitsferð um það sem á undan hefur gengið og að kanna hvort það sé eitthvað sem þarf að vinna úr eða betrumbæta fyrir framtíðina. Merkúr, sem var sendiboði Guðanna í grískum goðsögnum, er líka tengdur rafmagni svo ekki örvænta þótt einhver raftæki bili á næstu þremur vikum. Það er einn þáttur í þessari ferð Merkúrs afturábak, auk þess sem það geta orðið tafir á flugi eða öðrum fararmáta þegar Merkúr er á þessari braut.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.

Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN minn til að fá reglulega sendar greinar um sjálfsrækt, andleg málefni, stjörnuspeki og náttúrulegar leiðir til að styrkja heilsuna.

ATH! Hægt er að fá bókin mína LEIÐ HJARTANS í netútgáfu á sérstöku tilboðsverði út mánuðinn – einungis 990 kr.

ATH! Um miðjan september hefst skráning á námskeið mitt FRÁBÆR EFTIR 50! Fylgstu með til að fá besta verðið!

Mynd: CanStockPhoto27889944

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram