AFSTÖÐUR PLÁNETANNA Í KRINGUM OFURTUNGLIÐ

Guðrún Bergmann

AFSTÖÐUR PLÁNETANNA Í KRINGUM OFURTUNGLIÐ

Þann 1. ágúst þegar Ofurtunglið verður fullt í Vatnsbera kl. 18:31 að GMT tíma, verður Plútó á 28 gráðum í Steingeit, í 90 gráðu spennuafstöðu við Suðurnóðuna á 28 gráðum í Vog og Norðurnóðuna á 28 gráðum í Hrút. Þessi afstaða er því nákvæm upp á gráður, en hún var nákvæmlega upp á gráður og mínútur dagana 22.-25. og 28. júlí. Þessi afstaða mun haldast nákvæm út mestallt árið eða alla vega fram í nóvember.

Ofurtunglið er á 9 gráðum og 15 mínútum í Vatnsbera, en á fullu Tungli er Sólin alltaf í 180 gráðu spennuafstöðu við Tunglið, svo hún er á 9 gráðum og 15 mínútum í Ljóni. Við verðum því með töluvert af Vatnsberaorku á næstunni, því í upphafi næsta árs flytur Plútó sig yfir í Vatnsberann og verður þar í níu mánuði og svo í lok árs 2024 færist hann að fullu inn í Vatnsberann og verður þar næstu tuttugu árin.

ORKA VATNSBERANS

Orka Vatnsberans snýst um samfélög, samvinnu, um vöxt frá grasrótinni og upp, en ekki ofan frá og niður. Vatnsberinn er líka mjög tengdur æðri huga, vitsmunum og nýsköpun bæði í tæknivísindum og læknisfræði. Við getum því vænst þess að sú nýsköpun muni vaxa mjög hratt næstu tuttugu árin eða svo og þróunin á eftir að verða ótrúleg. Mikið af þessari tækni á eftir að vera mjög gagnleg, en tæknin getur líka falið í sér skuggahlið Vatnsberans, þá hlið snýr að AI eða gervigreind og alls konar vélmennum.  

Þar sem Vatnsberinn er tengdur huganum getur orka hans tengst geðsjúkdómum, einkum þegar það verður gríðarlegur tilfinningalegur aðskilnaður eða andleg sundrung þar sem fólki finnst það vera algjörlega tilfinningalega aðgreint frá öðru fólki. Slíkt getur leitt til geðsjúkdóma, og við gætum því miður farið að sjá mikið af slíku.

Sérhvert merki svo og sérhver pláneta hefur hefur sína skuggahlið, en Vatnsberinn er mjög tengdur huga og og vitsmunum, á meðan Sólin sem er núna í Ljóni er tengd Hjartaorkunni,  sem er táknræn fyrir raunverulega ást á lífinu, sem með gleði sinni, krafti og skapandi lífsorku vill láta LJÓS sitt skína og hjálpa öðrum.

Venus, sem er pláneta kærleikans er líka í Ljónsmerkinu – sjá nánar í greininni VENUS Í LJÓNI Á FERÐ AFTUR Á BAK – en á ferð aftur á bak er Venus að biðja okkur um að endurmeta samskipti okkar og skoða hvað virkar og hvað ekki út frá kærleikanum.

DVERGPLÁNETAN CHARIKLO

Annar yndislegur þáttur á þessu fulla Ofurtungli tengist Chariklo, en hún var í goðsögninni eiginkona Chiron. Hún hefur fallega orku og getur haldið hinu heilaga rými í þögn, og getur læknað fólk með því ástandi sem hún er í. Hún hefur þessa varanlegu Búddhísku innri kyrrð, sem við getum alltaf nálgast í okkur sjálfum. Hún er þekkt sem sálnaljósmóðirin sem er til staðar þegar umskipti verða frá lífi til dauða, en einnig á tímum meðvitundarumskipta, en það er auðvitað það sem við erum öll að ganga í gegnum núna.

NORÐURNÓÐAN OG ERIS

Norðurnóðan er núna í samstöðu við dvergplánetuna Eris og verður þar, það sem eftir er af þessu ári og fram í byrjun árs 2024. Samstaðan við Norðurnóðuna verður nákvæm í október og nóvember, en þið munið væntanlega að Eris er stríðsgyðja, systir Mars og er þekkt sem gyðja glundroða og sundrungar.

Hún er götubardagakonan, sem stendur fyrir sannleika, réttlæti og jafnrétti og því að á alla sé hlustað og hún er algjörlega ósveigjanleg í þeirri baráttu sinni. Hún vill ekki hætta baráttunni fyrr en sannleikurinn, réttlætið og jafnréttið er komið til að vera í samfélögum heims. Hún er merkileg birting kvenorkunnar og hún á eftir að vera mjög áberandi þar á næstunni, því við eigum eftir að sjá miklu meiri samfélagslega ólgu almennt, þegar sannleikurinn kemur í ljós.

Við þurfum ekki annað en að líta til Frakklands eins og ástandið er núna. Holland hefur líka gengið í gegnum mikla ólgu, og ólgan heldur áfram að vaxa í Þýskalandi. Þessi ólga er í hópum um allan heim. Fólk er að stíga inn í sinn eigin kraft og líklegt er að slíkt haldi áfram. Ef eitthvað er mun ólgan fara vaxandi í september og október, en þá er líka komið Myrkvatímabil, svo allt kann að verða magnaðra.

VARUNA OG DVERGPLÁNETURNAR

Sólin núna er í samstöðu við dvergplánetuna Varuna, sem er á sjö gráðum í Ljóni. Varuna er í indverskri goðsögn tengd hinum vedíska Guði vatnanna, svo það verður áhugavert, með tilliti til hvers kyns öfgafullra atburða á Jörðinni, að fylgjast með því sem kemur fram um vatn. Varuna er einnig tengd heilögum lögum og hún fylgir eftir kosmískum lögum sem er mjög merkilegt.

Allar þær dvergplánetur sem rannsakaðar hafa verið tengjast hinum Guðlegu kosmísku lögmálum og helgum lögum náttúrunnar. Þær tengjast aldrei hinum manngerðu lögum. Þær fara langt út fyrir það yfir í eitthvað sem er svo grundvallandi í okkar heimi.

Það er sérlega heillandi því þær eru með siðferðislega áttavitann sinn á réttum stað og þar sem Sólin er í samstöðu við Varuna, er hún að  beina skínandi ljósi sínu að sannleika Vatnsberans og á þennan skilning á helgum og kosmískum lögum sem Varuna er svo að fylgja eftir.

Hægt er að lesa meira um þá umbreytingu sem er að verða í heiminum í  LEIÐ HJARTANS – en henni fylgir FRÍ heimsending.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.

Ef þú vilt vinna betur með KÆRLEIKANN og LJÓSIÐ, þá er tilboðsverð á skráningu í STJÖRNUSKIN fram til 10. september. SMELLTU HÉR til að kynna þér málið nánar.

Þegar þú skráir þig á PÓSTLISTANN minn færðu ókeypis hugleiðslu. Í fréttabréfinu færðu svo  reglulega sendar greinar um sjálfsrækt, andleg málefni, stjörnuspeki og náttúrulegar leiðir til að styrkja heilsuna.

Mynd: 

Heimild: Útdráttur úr skýringum Pam Gregory stjörnuspekings á orkunni í kringum þetta fulla Ofurtungl. Skýringarnar í heild sinni má finna HÉR

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
Deila áfram