ÞRETTÁN DAGAR JÓLA

ÞRETTÁN DAGAR JÓLA

Hérlendis og víða erlendis er talað um þrettán daga jóla. En það er bara  hér á landi sem við eigum líka þrettán jólasveina. Sá síðasti kemur til byggða á aðfangadag og síðan halda þeir einn af öðrum aftur til baka til fjalla frá jóladegi og fram á þrettándann.

Á norðurslóð eiga jólin sér ævaforna sögu, tengda vetrarsólhvörfum, þótt ekki sé vitað nákvæmlega hvenær jól voru haldin í heiðnum sið. Minn skilningur er sá að þá hafi menn verið að fagna endurkomu ljóssins, í framhaldi af dimmasta degi ársins.

Ekki eru til heimildir um það hvernig heiðin jól voru haldin, eru þó er vitað að þau voru „drukkin“ með matar- og ölveislum og héldu höfðingjar gjarnan fjölmennar jólaveislur.

JÓLAGJAFIR

Líkt og meðal margra annarra þjóða, sem tóku kristna trú, urðu aldagamlar skammdegishátíðir hér á landi að fæðingarhátíð frelsarans.

Jólagjafir í heiðnum sið voru algengar meðal höfðingja, en tíðkuðust ekki almennt hér á landi í kristnum sið fyrr en seint á 19. öld. Sumargjafir voru miklu útbreiddari.

TÍU DAGAR AF JÓLUM EFTIR

Ef við teljum jóladagana þrettán frá aðfangadegi, er 27. desember þriðji dagur jóla og enn eru tíu eftir.

Veisluhöld hinna heiðnu landnámsmanna hafa svo sannarlega verið endurvakin í flestum fjölskyldum. Ekki er öllum boðið á sama bæ eins og hjá höfðingum til forna, heldur eru veislur haldnar hjá hinum ýmsu fjölskyldumeðlimum meira og minna alla þrettán dagana.

Við „brennum“ síðan út jólin með álfabrennum á þrettándanum. Víða erlendis er 6. janúar hins vegar haldinn hátíðlegur sem dagur vitringanna. Þrettándinn er einnig kallaður Konungsdagur og á þeim degi skiptast margir á gjöfum.

EFTIR VEISLUHÖLDIN

Ef þú heldur að þú þurfir að „taka aðeins til“ í líkamanum eftir jóladagana þrettán, þá hefst fyrsta HREINT MATARÆÐI námskeið mitt á nýju ári 7. janúar.

Þessi 24ra daga hreinsikúr er frábær leið til að leggja grunn að góðri heilsu fyrir árið 2020.

Enn eru nokkur sæti laus. SMELLTU HÉR ef þú hefur áhuga á að skoða málið.

Heimildir: Vefur Þjóðminjasafnsins – Jólasiðir
Mynd: CanStockPhoto – viperagp

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 582 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram