ÞEKKIRÐU ÞORSKALÆKNINN?

ÞEKKIRÐU ÞORSKALÆKNINN?

Lestrartími: 2 mínútur og 20 sekúndur

Líklegt er að þú hafir ekki heyrt um hann, jafnvel þótt hann hafi verið að gera góða hluti fyrir heilsu fólks undanfarin ár. Hann starfar hvorki á heilsugæslum né sjúkrahúsum, heldur er hægt að ná sér í viðtal við hann í ýmsum verslunum.

Þorskalæknirinn er mín íslenska þýðing á orðinu CodDoc, en Doc er stytting fyrir Doctor og Cod er auðvitað þorskur – svo útkoman er Þorskalæknir.

ÞORSKUR AF ÍSLANDSMIÐUM

Manstu eftir Pensíminu™? Það var uppfinning Jóns Braga Bjarnasonar heitins, sem þróaði pensímið úr ensímum sem finnast í maga þorsksins. Hann á líka hugmyndina að baki CodDoc sem framleitt er eftir hans uppfinningu úr þorski veiddum á Íslandlandsmiðum.

Í Pensíminu™ eru 250 einingar af þorskaensímum í hverjum 100 grömmum, en í CodDoc eru 400 einingar af þorskaensímum í hverjum 100 grömmum, sem gera Þorskalækninn mun öflugri.

HVAÐ GERIR ÞORSKALÆKNIRINN?

Þorskalæknirinn dregur úr verkjum og virkar liðkandi á auma liði og mýkir vöðva. CodDoc virkar einnig vel á ýmis íþróttatengd meiðsl eins og tognanir, mar eða tennisolnboga. Auk þess getur CodDoc virkað eins og staðdeifing sé ensímvökvanum úðað yfir aum svæði eða meiðsl og nuddað létt inn í húðina.

CodDoc hefur líka græðandi áhrif á sár og ýmis húðvandamál og hefur meðal annars virkað vel gegn sprungnum hælum, en það er vandamál sem mörgum gengur illa að græða.

CODDOC VIÐ ÞVAGBLÖÐRUGIGT

Þegar ég var í verslun að forvitnast um virkni CodDoc kom inn kona, sem bað um þrjá brúsa. Hún sagðist vera að fara í frí og ætlaði sko ekki að vera án Þorskalæknisins í fríinu. Ég varð forvitin og spurði hana af hverju CodDoc væri henni svona mikilvægt.

Hún sagðist vera með þvagblöðrugigt, en ég þekki af eigin raun að henni geta fylgt nánast óbærilegir stöðugir verkir. Hún sagði mér að þegar hún fengi verkjaköst úðaði hún CodDoc yfir neðsta hluta kviðar, nuddaði ensímvökvanum vel inn í húðina, setti þunnt handklæði eða bómullarstykki yfir og svo hitapoka til að ensímin gengju enn betur inn í húðina – og að þetta virkaði eins og undur fyrir hana. Slær á alla verki og bólgur.

MÍN REYNSLA AF ÞORSKALÆKNINUM

Ég ákvað í framhaldi af þessu samtali að prófa CodDoc vegna þess að ég sneri mig á ökkla fyrir nokkrum árum og hef ekki náð að losna alveg við bólgu úr honum, þrátt fyrir tilraunir með ýmis efni. Ég byrjaði á að bera CodDoc á ökklann einu sinni á dag og sá ekki mikinn árangur eftir þriggja vikna notkun.

En þá gripu forlögin inn í og ég hitti af tilviljun mann sem hafði mikla reynslu af notkun á CodDoc. Hann ráðlagði mér að bera CodDoc samviskusamlega á ökklann þrisvar á dag og nudda ensímúðanum vel inn í húðina. Nú eftir rúmlega viku er Þorskalæknirinn farinn að skila mér árangri og ökklinn er aftur að verða eins og hann var áður en ég sneri mig.

Neytendaupplýsingar: Listinn yfir verslanir sem selja Þorskalækninn er langur, en  þú finnur þær allar með því að SMELLA HÉR.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.

Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN minn til að fá reglulega sendar greinar um sjálfsrækt, andleg málefni, stjörnuspeki og náttúrulegar leiðir til að styrkja heilsuna.

Þér er líka velkomið að fylgja mér á FACEBOOK eða INSTAGRAM 

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
Deila áfram