ALLT TEKUR SINN TÍMA

ALLT TEKUR SINN TÍMA

Lestrartími: 2 mín 10 sek

Í þessum hraða heimi sem við búum í vill fólk gjarnan fá skyndilausnir við heilsufarsvandamálum sínum. Í mörgum tilvikum skilur það ekki að það hefur tekið mörg ár fyrir vandann að verða til og því getur tekið langan tíma að vinda ofan af honum. Í því tilviki kemur mér oft í hug orðatiltækið: „Góðir hlutir sem gerðir eru aftur og aftur skila frábærum árangri!“

ÞUMALPUTTAREGLAN

Þumalputtareglan sem Hallgrímur heitinn Magnússon læknir kenndi mér var að þegar tekin eru inn bætiefni, þarf að taka þau inn samfellt í minnst 3-4 mánuði, til að þau skili viðvarandi árangri. Það dugir ekki að taka bætiefnin inn annað slagið eftir minni, heldur þarf að gera það daglega.

Þessari þumalputtareglu hef ég sjálf fylgt og deilt með öðrum. Það tekur nefnilega tíma að byggja upp birgðir af efnum sem líkaminn er snauður af. Magnesíum er reyndar eitt af þeim bætiefnum sem við ættum alltaf að taka, vegna þess að undir streituálagi skolar líkaminn því út.

STREITAN SKAÐAR LÍKAMANN

Miðað við samfélag nútímans, þar sem allir eru að flýta sér og margir með allt of mörg verkefni á sínum herðum, eru allir meira og minna of stressaðir. Það er ekkert að því að stressast annað slagið, en það er mikilvægt að ná að slaka á inn á milli.

Með slökun er oft hægt að koma jafnvægi á líkamann – en með viðvarandi stressi – myndast oxun í líkamanum sem hefur skaðleg áhrif á hann. Þess vegna tekur maður inn andoxunarefni til að vinna á móti oxuninni sem streita og ýmislegt annað veldur. Slökun þarf líka í flestum tilvikum að vera hluti af öllu bataferli.

BATA EKKI NÁÐ ÞÓTT EINKENNI HVERFI

Fyrir mörgum árum sat ég miðilsfund hjá Michael miðlinum José Stevens. Spurt var um heilun líkamans og í svarinu kom fram að líkaminn færi í gegnum sjö áfanga til að ná heilun. Í fyrsta eða öðrum áfanga hverfa einkennin, en batanum er samt ekki náð, heldur þarf að vinna áfram að honum.

Í þessu tilviki kemur mér í hug heilræði sem ég fékk hjá Ástu heitinni Einarsdóttur grasalækni. Hún sagði mér eitt sinn að brunasár séu alls ekki gróin þótt ysta lag húðarinnar hafi jafnað sig. Bruninn sé enn í gangi í neðri lögum húðarinnar. Brunasár eru nefnilega lengi að gróa alveg og ef þeim er ekki sinnt í marga mánuði eftir brunann, jafnvel þótt ysta lag húðarinnar líti út fyrir að vera búið að ná sér, byrjar húðin að verpast og ljót ör geta myndast.

SÁRAGALDUR ALLTAF Í ÍSSKÁPNUM

Þar sem Ásta heitin er löngu horfin á braut, hef ég fundið mér annan grænan áburð til að bera á sár og brunabletti. Ég passa því að eiga alltaf til dós af SáraGaldri frá Villimey en allar vörur frá Villimeyjunni eru lífrænt vottaðar. Ég geymi minn áburð í ísskápnum, svo hann sé kaldur og kæli fljótt brunasár og eykur gróanda í þeim og öðrum sárum.  

Það getur verið gott að fjárfesta í dós af SáraGaldri fyrir jólahátíðina. Þá er gjarnan verið með kerti um allt og svo er verið að stússast með stórsteikur í bakaraofninum. Því er meiri hætta á að fá brunasár þá en á öðrum árstímum.

Neytendaupplýsingar: SáraGaldur og aðrir dásamlegir áburðir fást á www.villimey.is og svo er hægt að finna aðra sölustaði með því að SMELLA HÉR!

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum

Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN minn til að fá reglulega sendar greinar um sjálfsrækt, andleg málefni, stjörnuspeki og náttúrulegar leiðir til að styrkja heilsuna.

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 589 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram