SALAT MEÐ MOZZARELLA

Þessa vikuna er matarbloggari síðunnar
hún Björg Helen Andrésdóttir með
góða hugmynd að því hvernig við
getum nýtt ferska grænmeti-
afganga og búið til fína
máltíð úr þeim.

 


Kæri lesandi!

Stundum á ég smávegis af fersku grænmeti sem ég þarf að klára áður en það skemmist. Þá er gott að skella því saman í gott salat og gera einfalda og góða salatsósu með. Ekki er verra ef til er afgangur af kjúklingi eða góðum fiski sem má borða með.

Mér finnst alltaf voðalega gott að strá ristuðum hnetum yfir salatið og ef þið viljið gera slíkt hið sama,  notið þá endilega þær hnetur sem ykkur finnst góðar. Salatsósuna er hægt að geyma í ísskáp í nokkra daga. 

Þetta átti ég í salatið að þessu sinni sem má borða eitt og sér eða bera fram með örðum mat. Það er einfalt að bæta meira grænmeti í salatið, hnetum eða öðru sem þið eigið eða langar í.

Með dásamlegri matarkveðju
Björg Helen

 

SALAT MEÐ MOZZARELLA

INNIHALDSEFNI Í SALATIÐ

salatblanda eða annað gott salat
Mozzarellakúlur
tómatar
svartar ólífur
rauðlaukur
Pekanhnetur

Blandið grænmetinu, ostinum og hnetunum saman í skál.

SALATSÓSAN:

1 1/2 dl góð olía
1 – ½ tsk hvítvínsedik
1 hvítlauksrif
1-2 cm bútur af ferskum engifer
1 tsk Dijon sinnep
smá vatn

1 – Blandið saman olíu, sinnepi, salti og hvítvínsedik. Rífið hvítlauksrifin og engifer smátt og setjið út í ásamt t.d.2 msk af vatni eða eftir smekk.

2 – Mér finnst best að setja þetta allt saman í krukku og hrista vel. Geymist í nokkra daga inn í ísskáp.

Mynd: Björg Helen Andrésdóttir

 

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram