DÖÐLUMOLAR MEÐ RISTUÐUM FURUHNETUM

Þessa vikuna býður matarbloggari vefsíðunnar
hún Björg Helen Andrésdóttir okkur upp
á uppskrift að hollum og bragðgóðum
sætindamolum sem gott er að eiga
til að grípa til þegar löngun í
eitthvað sætt hellist yfir mann.
Kæri lesandi!
Þegar grípur mig sykurlöngun, finnst mér dásamlegt að eiga döðlumola í frystinum. Það er svo gott að geta fengið sér einn og einn mola með kaffi- eða tebollanum eða bara að eiga þá til að bjóða gestum og gangandi upp á.
Best er að geyma molana í frysti en þótt þeir frjósi verða þeir ekki glerharðir heldur meira svona eins og seigir. Ég get lofað ykkur því að þessir döðlumolar eru mjög góðir, eiginlega hættulega góðir.
Með dásamlegri matarkveðja
Björg Helen
DÖÐLUMOLAR MEÐ RISTUÐUM FURUHNETUM
INNIHALDSEFNI:
20-25 döðlur frá Muna
(því þær eru yfirleitt frekar mjúkar)
4-5 msk ristaðar furuhnetur
1 msk kókosolía
salt
hnetukurl
kókosmjöl
kakó – t.d. Green & Black`s organic
AÐFERÐ:
1 – Byrjið á því að rista furuhneturnar og kælið þær síðan.
2 – Setjið svo döðlurnar, fururhneturnar, smá salt og að lokum brædda kókosolíuna í matvinnsluvél . Kveikið á vélinni og látið hana saxa þetta smátt niður.
3 – Mótið síðan kúlur í höndunum úr „deiginu“ og setjið á smjörpappír.
4 – Veltið þeim síðan upp úr hnetukurli, kókosmjöli og kakói.
Ég mæli með því að þið notið kakóið frá Green & Black`s því það er svo dásamlega bragðgott. Ég keypti mitt í Krónunni.
Best er að geyma döðlumolana í frysti í vel einangruðu boxi.
Myndir: Björg Helen Andrésdóttir
Um höfund

- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
Greinar2023.06.01ALLT Í EINNI SKEIÐ
Greinar2023.05.24VERNDAÐU SJÓNINA
Greinar2023.05.23ÞRJÁR BRAGÐGÓÐAR GRILLSÓSUR!
Greinar2023.05.22PAKKAÐU LÉTT MEÐ ÞESSUM FIMM