RISARÆKJUR Í HVÍTLAUK, CHILLI OG LIME

Matarbloggari síðunnar hún Björg Helen
er með uppskrift að geggjuðum rétti
með risarækjum, sem hentar vel
í vinaboð eða á brunch borðið.
Spennandi réttur til að prófa
um helgina.


Kæri lesandi!

Eitt get ég verið viss um þegar ég býð vinum heim í mat. Ef ég geri rétt með risarækjum slær hann alltaf í gegn. Þessi réttur er dásamlega góður, einfaldur og tekur lítinn tíma að útbúa.

Það er gaman er að hafa hann með öðrum smáréttum eða borða hann einan og sér með góðu brauði sem getur drukkið í sig dásamlegu hvítlauks-olíu/smjörsósuna. Tilvalinn réttur til að hafa á brunch borðinu.

Með dásamlegri matarkveðju
Björg Helen

 

 

 

RISARÆKJUR
– í hvítlauk, chilli, klettasalati og lime

1 poki risarækjur skellausar um 26-30 stk.

1 rauður chilli

1 lúka klettasalat

2-3 stórir kringlóttir hvítlaukar

1-1 1/2 msk Agave síróp dökkt eða hunang

flögusalt

svartur pipar Kryddhúsið

70-100 gr íslenskt smjör

¾ dl góð ólífuolía eða meira, eftir smekk

lime

gott brauð (má sleppa)

 

Það sem mér finnst best að gera er að útbúa löginn sem rækjurnar eru  steiktar upp úr svolítið áður þannig að hann sé búinn að taka í sig allt bragð áður en ég steiki upp úr honum.

LÖGURINN:

1 – Setjið smjörið og olíuna á pönnuna bræðið saman við lágan hita.

2 – Rífið hvítlaukinn á fíngerðu rifjárni og bætið út á pönnuna, ásamt smátt skornu chilliinu.

3- Takið lúku af klettasalati og skerið mjög smátt og setjið einnig út í. Saltið vel og piprið. Að lokum er Agave sírópi bætt út í.

4 – Nú má hækka hitann í 2-3 mínútur en síðan er slökkt undir pönnunni og hún tekin af hellunni. Ég læt þetta stundum standa á pönnunni í 1-5 tíma áður en ég steiki rækjurnar.

SVONA ER RÆKJURNAR STEIKTAR:

1 – Afþýðið rækjurnar og þurrkið vel af þeim allann vökva (ég kaupa mínar rækjur í Fiska en þær fást víða).

2 -Hitið upp löginn á pönnunni og setjið rækjurnar út í. Rækjurnar eru gráar þegar þær eru hráar en verða appelsínugular þegar þær eru orðnar steiktar. Þær þurfa ekki langa eldun þannig að passið að ofelda þær ekki.

Berið fram með með góðu brauði og lime bátum, en gott er að kreista safann úr þeim yfir rækjurnar.   

Myndir: Björg Helen Andrésdóttir

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 502 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?