PORTOBELLOBORGARAR

Þessi uppskrift er úr bókinni minni HREINN LÍFSSTÍLL. Ég hef aðeins aðlagað hana,
svo það sé einfaldara að að útbúa hana en
þetta er ein af mínum uppáhalds-
uppskriftum
úr bókinni.
Uppskriftin er frekar

stór en það er ekkert
mál
að minnka hana
um helming.


Kæri lesandi!

Ég er í A-blóðflokki og því henta baunir ágætlega fyrir mig og minn matarsmekk. Svartar baunir er saðsamar og fara almennt vel í maga, þótt fólk fái stundum loft af þeim. 

Ég borða mína baunaborgara ekki með brauði, heldur annað hvort með sætkartöflusneið undir eða með gulróta- eða sætum frönskum – en allir geta auðvitað valið sitt meðlæti. Treysti því að þið sem prófið njótið vel.

Kærleikskveðja
Guðrún

 

PORTOBELLOBORGARAR

Þessi uppskrift tekur ekki mjög langan tíma í undirbúningi ef notaðar eru baunir úr dós, en því lengur sem deigið bíður, þeim mun meira nær það að taka í sig bragð af öllum kryddum og innihaldsefnum. Við það verða borgararnir bragðmeiri.

INNIHALDSEFNI:

2 bollar smátt saxaðir portobellosveppir
800 gr soðnar svartar baunir, allt vatn sigtað frá
eða tvær 400 gr dósir, allt vatn sigtað frá
1 bolli spergilkálsblóm (brokkolí) smátt söxuð
½ bolli smátt saxaður rauðlaukur
2-3 stór egg, þeytt saman (gott að byrja með tvö)
¾ bollar glútenlaust rasp búið til úr muldum
Chestnut-brauðþynnum frá Les Pain des Fleur
(líka hægt að nota annars konar rasp t.d. úr hrísgrjónum)
1- 1 ½ msk GYROS kryddið frá Kryddhúsinu
2 msk pressaður hvítlaukur
1 ½ tesk bleikt himalajasalt (eða eftir smekk)
¾ bolli rifinn geitaostur eða ostur að eigin vali
olía til steikingar

AÐFERÐ:

1 – Setjið helminginn af svörtu baununum í stóra skál og maukið þær með kartöflustappara eða gaffli. Þetta verður ekki jöfn blanda en það er í lagi.

2 – Bætið í skálina sveppum, hinum helmingnum af baununum, spergilkáli, hvítlauk, lauk og kryddinu.

3 – Blandið allt saman með stapparanum eða gaffli

4 – Bætið eggjunum sem hafa verið þeytt saman út í skálina, svo og rifna ostinum og raspinu. Hrærið varlega í með sleif þar til allt er vel blandað saman.

5 – Látið deigið standa í minnst 15 mínútur – helst lengur, svo það taki í sig bragð af kryddi og lauknum og þéttist aðeins. Ef deigið er of blautt er gott að bæta við aðeins meira raspi.

6 – Gott er að væta aðeins hendurnar úr köldu vatni eða nota einnota hanska meðan mótaðir eru borgarar úr deiginu. Byrjið á að gera kúlu og pressið hana svo niður, svo úr verði flatur kringlóttur borgari. Raðið borgurunum á bökunarpappír svo þeir séu tilbúnir til steikingar.

6 – Hitið húðaða pönnu að rúmlega meðalhita með 2 msk af olíu.

7 – Þegar olían er orðin heit (eftir 1-2 mínútur) raðið þá borgurunum á pönnuna og steikið þá í 3-5 mínútur á hvorri hlið, þar til myndast hefur dálítil skorpa á þeim.

MEÐLÆTI:

Í bókinni minni var ég með „franskar“ úr gulrótum, en það er líka hægt að gera franskar úr sætum kartöflum – eða baka eða grilla eina sneið af sætri kartöflu og setja borgarann ofan á hana. Það fást líka frosnar „franskar“ úr sætum kartöflum.

Notið sósur að eigin vali, en sriracha-vegan majónes er sterkt og bragðgott með svona borgara.

Myndir: Árni Sæberg / Kryddhús.is / CanStockPhoto/creatista

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 503 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?