PAKKAÐU LÉTT MEÐ ÞESSUM FIMM

PAKKAÐU LÉTT MEÐ ÞESSUM FIMM

Ferðasumarið íslenska fer að nálgast og jörð að þorna, svo þeir sem ferðast innanlands geta farið að tjalda eða koma tjaldvagninum fyrir án þess að hann sökkvi í blautan jarðveginn – og þá er um að gera að pakka létt.

Þeir sem huga á ferð til annarra landa eru gjarnan að ferðast einungis með handfarangur og þá henta litlar umbúðir sérlega vel.

MINNI UMBÚÐIR – MEIRA PLÁSS

Með því að nýta sér minni umbúðir fáum við meira rými fyrir farangurinn sem við þurfum að taka með, því hann virðist jafn mikill hvort sem farið er í einn dag eða marga daga. Hér er hugmynd að fimm hlutum sem eru í litlum pakkningum og í frábærum gæðum.

ACURE SPF 30

Dagkremið frá Acure er unnið úr jurtum og hefur endurnýjandi og örvandi áhrif á húðina. Í því er SPF 30 sólarvörn, svo það er allt í einu – gott fyrir húðina og ver hana fyrir sólarskemmdum.

TANNKREMIÐ FRÁ DR BRONNER’S

Þetta frábæra tannkrem fæst ekki bara í stórum túpum, heldur litlum og handhægum túpum, sem henta til dæmis vel í handfarangur sé för heiti til annarra landa.

HANDHREINSIR FRÁ DR BRONNER’S

Þessi handhreinsir er í handhægum litlum úðabrúsa, nægilega litlum til að komast í gegnum öryggisleit á flugvöllum og henta í handtösku yfir daginn – og hann er unninn úr lífrænum efnum.

ALLT Í EINU SÁPAN FRÁ DR BRONNER’S

Þessi sápa er frábær, því hana má nota bæði fyrir hár og húð – og svo má líka nota hana til að þrífa upp bletti eða þvo vaska og gólf sé ferðast í fellihýsi eða hjólhýsi.

LÍFRÆNI TÖFRAÁBURÐURINN

Þessi Organic Magic Balm eða lífræni töfraáburðurinn, er líka frá Dr. Bronner’s. Hann er nauðsynlegur með í för ef ganga á mikið um götur og stræti eða klífa fjöll og fyrnindi. Aumir vöðvar elska þennan áburð, því hann dregur úr bólgum og mildar alla verki.

Neytendaupplýsingar: Þú finnur þessar vörur hjá MAMMA VEIT BEST á horni Auðbrekku og Dalbrekku í Kópavogi.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.

Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN minn til að fá reglulega sendar greinar um sjálfsrækt, andleg málefni, stjörnuspeki og náttúrulegar leiðir til að styrkja heilsuna.

Mynd: Guðrún Bergmann

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 589 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram