SJÚKLEGA GOTT OFNBAKAÐ BLÓMKÁL

Ofnbakað kyrddað blómkál

SJÚKLEGA GOTT OFNBAKAÐ BLÓMKÁL

Þessi uppskrift kemur frá hjónunum Ólöfu Einarsdóttur og Omry Avraham í Kryddhúsinu. Þau eru listakokkar og segja að þetta ofnbakaða blómkál sé æði – eitt sér eða sem meðlæti með öllum mat.

Hentar einkar vel með grilluðu kjöti á flottum sólardögum. Það er frábært að bragðbæta það með Tahini-sósu.

AÐFERÐ OG INNIHALD:

1 stór (eða 2 litlir) blómkálshaus, settur á hvolfi í pott með sjóðandi heitu vatni. Soðið í a.m.k. 8 mín (fer eftri stærð blómkálsins). Blómkálið tekið upp úr vatninu eftir suðu og látið standa þannig að vatnið leki vel af því.

Flott kryddskel á blómkálinu

Blandið á meðan saman:

2-3 tsk Hawayij kryddblöndu Kryddhússins
1 msk af hunangi
u.þ.b. 4 msk ólífuolíu

Hrærið þetta vel saman og pennslið yfir blómkálið.

Saltið og piprið eftir smekk og setjið í 180 gráða heitan ofn í 30 mín eða þar til blómkálið er gyllt og stökkt.

Sem meðlæti er gott að hafa Tahini (sesam-smjör) með. Tahini er mjög næringarríkt, stútfullt af próteini og B vítamíni, E vítamíni, járni, steinefnum og fleiri næringarefnum.

Aðferð:

u.þ.b. 2 msk af Tahini
vatn, sítrónusafi og salt

Hrærið Tahinið út með vatni. Byrjið á að setja örlítið af vatni og hrærið það saman við. Bætið svo smátt og smátt meira vatni við, þar til þið hafið náð þeirri þykkt eða áferð sem þið kjósið. Þetta ferli tekur smá tíma.

Kreistið safa úr sítrónu út í og blandið vel saman við.

Saltið aðeins og smakkið til og bætið við sítrónusafa og/eða salti ef þarf.

Myndir: Ólöf Einarsdóttir

Neytendaupplýsingar: Kryddin frá Kryddhúsinu fást í Hagkaup, Fjarðarkaup og Nóatúni.

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 517 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?