LEXÍUR TENGDAR FULLU OFURTUNGLI
Tunglinu sem varð fullt í gær, þann 17. október fylgja ýmsar persónulegar lexíur ef vel er að gáð. Þetta er þriðja Ofurtunglið í röð, það öflugasta um nokkura árabila skeið og er það Tungl sem næst kemur Jörðu. Því lýst vel upp allt það sem falið hefur verið. Á þessu Ofurtungli mynduðu pláneturnar Stórkross í Kardinálamerkjum: Tunglið á 24 gráðum í Hrút, Sólin á 24 gráðum í Vog, en Sól og Tungl eru alltaf í 180 gráðu andstöðu á fullu Tungli. Sól og Tungl eru svo í 90 gráðu spennuafstöðu við Mars á 22 gráðum í Krabba og Plútó á 29 gráðum í Steingeit.

MÖGNUÐ SPENNA
Stórkross í Kardinálamerkjum myndar magnaða spennu, sem krefst samstundis aðgerða eða viðbragða. Þetta fulla Ofurtungl var því hlaðið háspennuorku. Næstu daga eftir fyllingu Tunglsins verða margar kröftugar spennuafstöður milli plánetanna svo áhrifanna frá svona öflgu ofurtungli getur gætt í langan tíma.
Til að auka enn á spennuna, þá er fulla Tunglið í samstöðu við Chiron sem dregur upp hjá okkur veikleika, vanmátt og gömul sár, sem við þurfum að horfast í augu við og heila (Hrúturinn). Allar pláneturnar sem tengjast þessu fulla Ofurtungli eru í Kardinálamerkjum og krefja okkur um viðbrögð við þessum frumkröftum.
STÓRKROSSINN SNERTIR SÁLRÆNA HVATA
- TUNGLIÐ: Vanabundin hegðun okkar og viðbrögð
- SÓLIN: Skilgreining okkar á okkur sjálfum og tilgangi okkar
- MARS: Hvað ýtir við okkur og setur okkur í framkvæmdastöðu
- CHIRON: Sárin okkar, sem þegar ýtt er við þeim, valda því að við drögum okkur annað hvort inn í skelina okkar eða berjum frá okkur
- PLÚTÓ: Skriðdýrs- eða frumheilinn okkar, miðja hinnar innbyggðu eðlishvatar
Með þessum spennutengdu stjörnuspekilegu afstöðum, ýtir fulla Tunglið í Hrút við okkur öllum á marga mismunandi vegu. Hvatinn til að bregðast við af eðlishvöt – út frá frumheila okkar – er því mjög sterkur.
FRUMHEILINN
Frumheilinn er myndlíking gamllar uppbyggingar eðlishvatarinnar. Þessi hluti heilans er miðstöð þeirra eðlishvata sem eru hvað fastastar í taugakerfi okkar – ósjálfráðra viðbragða, kynhvatar og þess hvort við berjumst, frjósum eða flýjum undir álagi eða ógn – og ræður því hvort við lifum af eða ekki sem tegund.
Við höfum öll þessa eðlishvöt í frumum okkar og hún hefur fluttst frá frá einni kynslóð til annarrar í gegnum tíðina, því Plútó vill að við búum yfir hæfileikum til að geta lifað af sem tegund. En hvað gerist þegar frumheili okkar er virkjaður? Þá er ýtt á “eðlishvatar” takkann okkar og við dettum sjálfkrafa inn í ósjálfráð viðbrögð (Mars í spennuafstöðu við Plútó) og við annað hvort berjumst, frjósum eða flýjum.
ÞEGAR EÐLISHVÖTIN KVEIKNAR
Það fyrsta sem þarf að gera er að viðurkenna að eðlishvötin sé til staðar. Þar sem Tunglið er í Hrút, tekur aðeins á að halda aftur af sér, því Hrúturinn er vanur að bregðast fljótt við – og berjast. Eyðileggjandi viðbrögð eru þó ekki svarið, heldur þurfum við að skilja hvað ýtti svona við okkur.
- Er það reiði yfir því að grundvallarþörfum okkar sé ekki mætt (Mars í Krabba)
- Er það skömm, af því að okkur finnst við einskis virði og að aðrir geti hafnað okkur (Chiron í Hrút)
- Er það ótti sem á rætur sínar að rekja til þeirri sannfæringar okkar að heimurinn sé hættulegur staður og að við getum ekki tekist á við áskoranir hans (Plútó í Steingeit)
- Eða viljum við helst að losna undan tilfinningalegum óþægindum og koma ábyrgðinni yfir á aðra (Sól í Vog).
NEISTINN INNRA MEÐ OKKUR
Þetta fulla Ofurtungl er að hvetja okkur til að tengjast þeim neista innra með okkur, þeim hluta af okkur sem veit. Þessum Hrútslega innri neista sem getur með innsæinu leitt okkur í átt að sannleikanum.
Þetta fulla Ofurtungl gefur okkur tækifæri til að tengjst eða endurtengjast þessum neista, jafnvel þótt því fylgi djúpstæð viðkvæmni (Chiron).
Fyrir hverju erum við að berjast? Af hverju erum við að vinna að því sem við erum að vinna að? Hver er tilgangur okkar? Og hvað er það sem er svo mikilvægt að við teljum það þessa virði að gera, jafnvel þótt ekki sé fyrirfram vitað hvort það gangi upp?
ATH! Til að skilja betur hvaða áhrif þessar afstöður eru að hafa á líf þitt þarftu að eiga stjörnukort og bera afstöðurnar saman við kortið þitt. Ef þú átt ekki stjörnukort geturðu pantar þér kort með því að SMELLA HÉR
Heimild: Grein frá Astro Butterfly
Mynd: Shutterstock.c0m
Um höfund

- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
Greinar9. febrúar, 2025FULLT TUNGL Í LJÓNI 2025
Greinar26. janúar, 2025KÍNVERSKA ÁR SNÁKSINS
Greinar19. janúar, 2025FYRSTA NÝJA TUNGL ÁRSINS 2025
Greinar16. janúar, 2025HVER STJÓRNAR ÞÍNUM LÍKAMA?