HUGLEIÐUM FYRIR HEIMINN 23.09.23

HUGLEIÐSLUGANGA FYRIR HEIMINN 23.09.23

Hér koma undirbúningsupplýsingar fyrir HUGLEIÐSLUGÖNGUNA FYRIR HEIMINN sem verður á morgun laugardaginn 23. september kl. 14:00 á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Sá dagur markar jafnframt Jafndægur á hausti

Nú þegar hafa meira en hundrað þúsund manns skráð sig til þátttöku í göngunni í 163 löndum. Þetta verður því magnað! Allar breytingar á tíðnisveiflu Jarðar – Schumann Resonance – verða mældar meðan á hugleiðslunni stendur af www.HeartMath.org.

HLAÐIÐ NIÐUR HUGLEIÐSLUNNI

Svona ferðu að því að ná í hugleiðsluna fyrir HUGLEIÐSLUGÖNGUNA á laugardaginn og hlaða henni niður í símann þinn. Ef þú ert með iPhone er best að nota Safari browser þegar þú skráir þig inn til að ná í hugleiðsluna.

Byrjaðu á að stofna þér reikning/aðgang á https://drjoedispenza.com/ . Svo sækirðu hugleiðsluna með því að fylgja eftirfarandi ferli:

  1. Skráðu þig inn á síðuna þína á Unlimited/Dr. Joe Dispenza.
  2. Ef þú hefur ekki þegar stofnað reikning, getur þú gert það um leið og þú helður hugleiðslunni niður.
  3. Bættu Walk for the World Meditation hugleiðslunni í körfuna þína, veldu “digital” útgáfu og “English” sem tungumál.
  4. Ljúktu kaupunum með því að fara í “checkout process”. Hugleiðslan kostar ekkert.
  5. Farðu síðan á “Dashboard” á reikningnum þínum og í “My Audio Library”.
  6. Smelltu á “view” takkann til að fara á streymis/niðurhals síðuna og opna hugleiðsluna.

Vertu búin að hlaða hugleiðslunni niður vel áður en gangan hefst. Hún er á ensku og ýmsum öðrum tungumálum, svo þú velur það sem hentar þér best. Ef þú skilur ensku vel er mælt með þeirri útgáfu, til að fá sem dýpsta upplifun í gegnum rödd Dr. Joe.

SMELLTU HÉR TIL AÐ HLAÐA HUGLEIÐSLUNNI NIÐUR!

STREYMI Á YOUTUBE RÁS DR. JOE

Þeir sem vilja geta líka náð sér í HUGLEIÐSLUNA inni á opinberri YouTube Rás Dr. Joe. Hins vegar er ráðlagt að hlusta frekar á hana með því að hlaða henni niður af síðunni hans. Ef þið ætlið hins vegar að streyma henni, tryggið þá að þið séuð með gott netsamband þar sem þið komið til með að ganga.

SMELLTU HÉR TIL AÐ TENGJAST YOUTUBE RÁSINNI

HAFIÐ ÞETTA Í HUGA FYRIR GÖNGUNA

Hugleiðslan er 55 mínútna löng. Hér eru því nokkur atriði sem gott er að hafa í huga til að reynslan verði sem ánægjulegust á laugardaginn.

  • Ef þú ert að ganga með skipulögðum hópi, er gott að mæta tímanlega og gera ráð fyrir að dvelja aðeins lengur á staðnum – eða á kaffihúsi í næsta nágrenni með vinum úr göngunni, eftir að hugleiðslu lýkur.
  • Mættu með þinn eigin síma og eyrnatól, þar sem ekki er mælt með því að fólk deili sama tæki.
  • Tryggðu að næg hleðsla sé á símanum þínum.
  • Slökktu á öllum tilkynningum til að forðast truflun meðan á hugleiðslunni stendur.
  • Skoðaðu verðurspá fyrir daginn og vertu klædd/-ur í samræmi við hana.
  • Vertu í þægilegum fötum og skóm.
  • Komdu með eigin vatnsflösku og bakpoka fyrir persónulega hluti.
  • Bjóddu fjölskyldu, vinum, nágrönnum, samstarfsmönnum eða öðrum sem þú þekkir að taka þátt með þér.
  • Taktu myndir fyrir og eftir gönguna og deildu þeim með #walkfortheworld á samfélagsmiðlum.
  • Vinsamlegast sýndu öðrum þátttakendum í göngunni virðingu og forðastu að trufla reynslu þeirra af göngunni.

Athugið: Ef þið þurfið á aukaaðstoð að halda, eruð í hjólastól eða þurfið aðstoðarmanneskju með ykkur – þurfið þið sjálf að tryggja slíkan stuðning áður en gangan hefst.

Snyrtingarnar á Víðistaðatúni, sem eru í umsjá skátafélagsins Hraunbúa verða opnar.

Allir geta tekið þátt í hugleiðslunni, líka þeir sem ekki eiga heimangengt eða búa úti á landi. Merkið þær myndir sem þið takið líka með #walkfortheworld og deilið á samfélagsmiðlum.

Vinsamlegast deildu þessari grein með öðrum, svo að sem flestir geti lagt sitt af mörkum til að breyta heiminum til betri vegar.

Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN minn til að fá reglulega sendar greinar um sjálfsrækt, andleg málefni, stjörnuspeki og náttúrulegar leiðir til að styrkja heilsuna. Nýir áskrifendur fá ókeypis vefeintak af bók minni LEIÐ HJARTANS þegar þeir skrá sig.

Myndir: CanStockPhoto / rachwal og af vefsíðu Dr. Joe Dispenza

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
Deila áfram