Matarbloggari síðunnar hún Björg Helen
er þessa vikuna með uppskrift að
sumarlegri súpu, því það er
auðvitað ekkert mál að
borða súpu þótt það
sé sumar!
Kæri lesandi!
Ekki hélt ég að mig myndi langa í súpu þegar sumarið stendur sem hæst. En jú, það er búið að vera allskonar veður, rigning eða skýjað með nokkrum sólarglennum annað slagið á höfuðborgarsvæðinu. Svona er þetta bara en sem betur fer kemur alltaf einn og einn góður dagur inn á milli.
Til að gera súpuna svolítið sumarlega notaði ég Madras karrý sem sannarlega færði birtu og yl í hana.
Með dásamlegri matarkveðju
Björg Helen
GULRÓTARSÚPA MEÐ MADRAS KARRÝ OG RÓSAPIPAR
1,5 kg gulrætur
1 stór gulur laukur
1 dós kókosmjólk
2 rauðar paprikur
1 heill hvítlaukur
1 rauður chilli má sleppa
10-20 basilíkulauf
1 ½ – 2 msk madras karrý
1-2 tsk rósapipar frá Kryddhúsinu
1 grænmetisteningur
salt eftir smekk
pipar eftir smekk
sítrónuolía
AÐFERÐ:
1 – Flysjið gulræturnar ef þarf. Skerið þær langsum ásamt paprikunni og skerið laukinn gróft niður og setjið allt ofnskúffu.
2 – Ef þið veljið að hafa ferskan rauðan chilli þá er gott að skera hann smátt niður, fræhreinsið hann ef þið viljið að hann sé ekki of sterkur og dreifið yfir.
3 – Skerið toppinn af hvítlauknum og setjið einnig í ofnskúffuna. Baðið grænmetið allt í góðri olífuolíu og sjávarsalti.
4 – Steikið í ofni við 190 gráður í 45-60 mínútur. Viðmiðið er að grænmetið sé farið að dökkna í jöðrunum og sé steikt í gegn.
5 – Þegar það er tilbúið setjið þá græmetið í pott. Takið hvítlaukinn og kreistið geirana út úr hýðinu. Haldið eftir nokkrum bitum af gulrótum og papriku eftir ef þið viljið skreyta diskinn ????.
6 – Hellið kókosmjólkinni út í pottinn ásamt 3 dósum af vatni (notið dósina undan kókosmjólkinni undir vatnið). Vatnsmagnið fer eftir því hvað þið viljið hafa súpuna þykka. Betra að bæta í frekar en að setja of mikið vatn. Setjið að lokum mardras karrýið, grænmetisteninginn, salt og rósapipar út í ásamt basilikunni.
7 – Látið suðuna koma upp og sjóðið í nokkrar mínútur og munið að þarna er grænmetið fulleldað. Maukið grænmetið í súpunni með töfrasprota þannig að áferðin verði silkimjúk.
Mér finnst voðalega gott að drippa sítrónuolíu yfir súpuna og strá nokkrum kúlum af rósapipar yfir því hann er svo góður.
Sjá frekari uppskriftir frá Björgu Helen á Björg Helen Mataruppskriftir á Facebook.
Er þér fannst þessi uppskrift áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum.
Neytendaupplýsingar: Kryddin frá Kryddhúsinu fást í Nettó, Krónunni, Hagkaup, Fjarðarkaup og í nokkrum fleiri verslunum, auk þess sem hægt er að panta þau á www.kryddhus.is
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar16. janúar, 2025HVER STJÓRNAR ÞÍNUM LÍKAMA?
- Greinar13. janúar, 2025FULLT TUNGL Í DAG
- Greinar11. janúar, 2025YFIRLIT YFIR ÁRIÐ 2025
- Stjörnuspeki30. desember, 2024NÝTT TUNGL Í STEINGEIT 30.12.24