GRASKERSSÚPA MEÐ KÚRBÍTS SPAGHETTI

Matarbloggari vefsíðunnar hún Björg Helen
Andrésdóttir heldur áfram að töfra fram
spennandi uppskriftir. Nú er hún með
uppskrift spennandi og
matarmikilli
graskers
súpu með kúrbíts spaghetti.


Kæri lesandi!

Þegar lægðirnar skella á landinu hver á fætur annarri og myrkrið er hvað svartast þá er fátt betra en að skella í góða súpu. Eins og svo oft áður gerði ég súpu sem tók ekki langan tíma að útbúa. Ég gerði nóg af henni til að geta tekið með mér næsta dag í vinnuna og einng er tilvalið að frysta hluta af henni og eiga seinna meir.

Svo er náttúrulega ekki verra að borða hana úr fallegri skál. Æi, það verður allt svo miklu betra þannig. Ég var að kaupa mér dásamlegan grænmetisyddara sem ég á sannarlega eftir að nota mikið á næstunni. Það var svo gott að „ydda“ kúrbít út í súpuna, það gaf svo skemmtilegt bit og meiri fyllingu.

Njótið vel!

Með dásamlegri matarkveðju
Björg Helen

GRASKERSSÚPA MEÐ KÚRBÍTS SPAGHETTI

SÚPAN:

1 stórt „butternut squash“ grasker
2 laukar
3 stönglar sellerí
1 dós kókosmjólk
1 stór hvítlaukur eða 3-4 rif
2 grænmetisteningar Kallo
Chilli flögur Kryddhúsið (má sleppa)
1 ½ msk rótargrænmetiskrydd Kryddhúsið
1 msk dökkt agave síróp eða hunang
salt
svartur pipar

SETT ÚT Í SÚPUNA:

rifinn kúrbítur
ristaðar hnetur t.d. furu- og pekanhnetur
sítrónuolía frá Olitalia eða önnur góð
Grænmetisyddari fyrir kúrbítinn – fæst á Granólabarnum og í Heimkaup

AÐFERÐ:

1 – Skerið utan af graskerinu og hreinsið fræin úr. Skerið það síðan í bita ásamt lauknum og selleríinu.

2 – Setjið vel af olíu í botninn á potti og hitið. Setjið fyrst laukinn út í heita olíuna og síðan restina af grænmetinu.

3 – Steikið þetta í um 5 mínútur. Setjið vatn út í þannig að það fljóti aðeins yfir grænmetið. Bætið þá kryddunum við ásamt kókosmjólkinni og agave sírópinu.

4 – Leyfið súpunni að malla í 30-40 mínútur eða þangað til grænmetið er orðið mjúkt. Notið síðan töfrasprota til að mauka súpuna. Mér fannst gott að hafa hana ekki of þykka að þessu sinni en ef ykkur finnst hún vera það má alltaf bæta við vatni.

 

 

5 – Munið að smakka hana vel til. Ef ykkur finnst þurfa meira af einhverju kryddinu þá endilega bætið þið við. Það er alltaf betra að bæta við eftir á heldur en að setja of mikið í upphafi.

6 – Einnig langar mig að benda ykkur á salt dregur fram bragð þannig að verið óhrædd við að bæta við salti ef ykkur finnst þörf á.

SÚPAN BORIN FRAM:

Þegar súpan er komin í skálina „yddið“ þið kúrbítinn út í. Dreifið ristuðum hnetum yfir og setjið að lokum punktinn yfir i-ið en það er sítrónuolían. Hún er ómissandi.

Myndir: Björg Helen Andrésdóttir

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 518 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?