FETAOSTA ÍDÝFA

Matarbloggari síðunnar hún Björg Helen
er með uppskrift að frábærr ídýfu, sem
nota má við hvers konar tækifæri – sem
forrétt eða sem meðlæti á hlaðborð
eða í brönsinn. Hann á líka örugglega
eftir að henta vel í sumó í sumar eða
í við útigrillið heimavið.


Kæri lesandi!

Ég gerði svo dásamlega góða fetaosta ídýfu um daginn sem sló algjörlega í gegn. Ég bar hana fram með Naan brauði sem ég keypti tilbúið. Stundum er nauðsynlegt að vera ekkert að flækja lífið og leyfa öðrum að sjá um að baka fyrir sig.

Þessi réttur er geggjaður með góðum drykk en ég bar hann fram sem forrétt. Hann er líka frábær á smárétta hlaðborðið, brönsinn eða bara eins og hver vill. Þið megið til með að prufa þessa uppskrift.

Með dásamlegri matarkveðju
Björg Helen

FETAOSTA ÍDÝFA með ristuðu Naan brauði

INNIHALDSEFNI FYRIR ÍDÝFUNA:

200 gr fetaostakubbur
170-200 gr rjómaostur Philadelphia
ferskur graslaukur
1 msk agave síróp dökkt
svartur pipar frá Kryddhúsinu
safi úr ½ sítrónu
1 hvítlauksrif

TIL SKREYTINGAR:

ólífuolía
ósaltaðar pistasíuhnetur
saxaður graslaukur
chilli flögur frá Kryddhúsinu

Borið fram með Naan brauði

AÐFERÐ:

1 – Setjið fetakubbinn og rjómaostinn í matvinnsluvél og hrærið þar til áferðin verður silkimjúk.

2 – Bætið þá út í vel af möluðum svörtum pipar (mæli með piparnum frá Kryddhúsinu því hann er svo bragðgóður), matskeið af sírópi, sítrónusafanum, smátt söxuðum hvítlauk og graslauk og blandið vel saman.

Ég var með fetaostakubb frá Kolios sem ég fékk í Nettó og fannst hann gefa það saltbragð sem þurfti. Ef ykkur finnst vanta salt, bætið því þá endilega út í blönduna.

Setjið blönduna á fallegan disk og dreifið úr henni. Gott er að renna matskeið í hringi á blöndunni þannig að það myndist fallegar hringlaga misfellur þannig að olían dreifist vel um flötinn þegar hún er sett á seinna.

Geymið í ísskáp í 1-2 tíma.

Áður en ég bar ídýfuna fram setti ég góða ólífuolíu yfir, saxaðan graslauk, muldar pistasíuhnetur og síðast en ekki síst chilli flögur.

Þetta bar ég fram með Naan brauði sem ég keypti í næstu stórverslun. Ég skar brauðið í litla þríhyrninga og ristaði það í brauðrist.

Kryddin frá Kryddhúsinu er hægt að fá í öllum helstu stórmörkuðum eins og Krónunni, Nettó, Hagkaup, Samkaup og Kjörbúðinni.

Einnig er hægt að panta þau í gegnum netverslun: https://www.kryddhus.is/

#kryddhusid #kryddhúsið #bjorghelenmataruppskriftir

Myndir: Björg Helen Andrésdóttir

 

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 502 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?