ERTU MEÐ SÓRÍASIS?

ERTU MEÐ SÓRÍASIS?

Ertu með sóríasis eða þekkirðu einhvern sem er með sóríasis? Lestu þá endilega þessa grein og deildu henni áfram. Reyndar er það ekki skilyrði fyrir lestrinum að vera með sóríasis, því þessi áburður virkar vel á alla þurra og exemkennda bletti á húðinni.

Hann inniheldur besta iðnaðarhamp sem völ er á, auk þess sem í honum er Copiaba (ilmkjarnaolía) og Calendula (morgunfrú) og fleiri vel valdar ilmkjarnaolíur, enda er 98% af innihaldinu náttúruleg efni.

VIRKAR HANN?

Eins og alltaf vill ég deila með öðrum þegar ég finn einhverja náttúrulega vöru sem gefur góða raun. Ég hafði notað áburðinn á fótleggi mína, sem oft verða frekar þurrir og þar skilaði hann mér sérlega góðum árangri.

Þegar frænka mín fékk svo kláðabletti á húðina eftir vinnu úti í garði, lánaði ég henni áburðinn til að prófa hvort hann drægi úr kláðanum og rauðum þrotablettum sem honum fylgdu. Hún bar hann á að kvöldi og næsta morgun hafði dregið verulega úr, bæði kláða og þrota – og eftir nokkra daga var allt horfið.

FYRIR ÞÁ SEM ERU MEÐ SÓRÍASIS

Þar sem sóríasis er einhver erfiðasti húðsjúkdómur sem við er að eiga prófar fólk oft ótal áburði og olíur, auk lyfja til að takast á við hann með misjöfnum árangri.

Vinur minn einn sem er með sóríasis í lófunum bar sig upp við mig og var að spyrja hvað hann ætti að gera við lófana á sér, sem voru þrútnir og rauðir, með sóríasis blettum og hálf flagðnaðri húð. Ég benti honum á HEMP BALM frá Elixinol sem hann ákvað að prófa, einkum vegna þess að hann gengur vel inn í húðina, þar sem  áburðurinn er ekki feitur og nýtist því líka vel sem handáburður.

„SJÁÐU!“

Næst þegar við hittumst rétti hann bara fram hendurnar og sagði: „Sjáðu!“ Og hvílík breyting. Húðin var orðin ljós, þrotinn horfinn og hvergi neitt merki um sóríasis útbrot að sjá. Því miður á ég ekki myndir af höndum hans fyrir og eftir til að sýna muninn.

Í framhaldi af þessum gleðilegu fréttum hafði ég samband við eiganda HEMP LIVING og spurði hvort ekki væri hægt að fá afslátt fyrir lesendur mína.

Hann brást vel við og býður þeim sem fara inn á www.hempliving.is upp á 15% afslátt út á afsláttarkóðann gb23. Það besta er að afslátturinn gildir fyrir allar vörur á síðunni, svo nýttu þér endilega tækifærið og skoðaðu úrvalið af CBD vörunum.

Athugið! Hvorki skal bera áburðinn á andlitið, né á viðkvæma bletti húðarinnar. Áburðurinn er ekki ætlaður fyrir börn undir 3ja ára aldri. Berist á hreina húð.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.

Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN minn til að fá reglulega sendar greinar um sjálfsrækt, andleg málefni, stjörnuspeki og náttúrulegar leiðir til að styrkja heilsuna.

Myndir: CanStockPhoto / photopips og af vefsíðu Hemp Living

Heimildir:  Af vefsíðu Elixinol og eigin reynsla

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
Deila áfram