CHILLI CON CARNE AÐ HÆTTI BJARGAR
Björg Helen Andrésdóttir er með föstudagsuppskriftina þessa vikuna:
Stundum langar manni í eitthvað gott ! Eitthvað djúsí með sósu! Kannastu við það?
Best er ef það er eitthvað sem maður getur eldað allt á einni pönnu eða potti. Það þarf líka að vera fljótlegt að elda réttinn, ekki of mikið stúss. Djúsí matur sem bragð er af!
Ef þú ert að leita af einum slíkum þá ættir þú að prufa þennan! Ég er ekki að grínast hann er ekki bara góður og djúsí heldur er hann líka meinhollur.
CHILLI CON CARNE AÐ HÆTTI BJARGAR
– með guacamole, grískri jógúrt og lime
INNIHALDSEFNI:
1 rauð paprika
1 meðalstór hvítur laukur
2-3 hvítlauksrif
2-3 msk Cajun-krydd – Kryddhúsið
2 msk Paprikukrydd – Kryddhúsið
1 msk Sítrónupipar – Kryddhúsið
Olía
1 rauður chili með fræjunum (má sleppa fræjunum)
Cayanne pipar ef þið viðjið hafa réttinn sterkari
himalajsalt eftir smekk
500 gr nautahakk
1 dós svartar baunir frá Biona
1 eða 1 1/2 dós kóskosmjólk frá Biona, eftir smekk
AÐFERÐ:
1 – Skerið paprikuna, laukinn og hvítlaukinn niður og steikið á pönnu. Notið 2-3 msk.af góðri olíu á pönnuna til að steikja upp úr.
2 – Stráið Cajun- og Paprikukryddinu yfir grænmetið ásamt Sítrónupiparnum og saltinu. Steikið saman í smá tíma. Bætið síðan einum niðurskornum chilli út í og svo hakkinu.
3 – Steikið allt saman þar til hráefnin eru nokkurn veginn fullsteikt.
4 – Mér finnst alltaf gott að eiga lífrænar baunir í dós og grípa til, en leggið endilega baunir í bleyti ef þið hafið tíma til þess og notið þær.
5 – Hellið baununum í sigti og skolið vökvann af þeim og látið standa þar til mesta vatnið er runnið af þeim. Bætið þeim síðan út í réttinn.
6 – Hellið síðan 1-1 1/2 dós af kókosmjólk út í og hrærið saman við. Látið réttinn malla á pönnunni í 5-10 mínútur.
GUACAMOLE
1-2 hvítlauksrif eftir smekk
kóríander, notið endilega stilkana líka
3 avókadó
1 lime
himalajasalt
svartur pipar
AÐFERÐ:
1 – Setjið kóríander og hvítlauksrifin í matvinnsluvél og látið ganga þar til allt er smátt saxað.
2 – Bætið við avakadó, salti, pipar og safanum úr einni lime. Takið „lime-ið“ og rúllið því aðeins á borðinu því þá er auðveldara að kreista safann úr því.
3 – Blandið þessu öllu saman í matvinnsluvélinni. Nammi, namm!
Það er dásamlegt að borða réttinn með grískri jógúrt, guacamole, niðurskornum chilli (fyrir þá sem treysta sér í það) og síðast en ekki síst að kreista limesafa yfir allt saman !
Verði ykkur að góðu!
Myndir: Björg Helen Andrésdóttir
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar7. desember, 2024MARS Á FERÐ AFTUR Á BAK
- Greinar28. nóvember, 2024LÉTT YFIR NÝJU TUNGLI Í BOGMANNI
- Greinar31. október, 2024MAGNAÐAR PLÁNETUAFSTÖÐUR Í NÓVEMBER
- Greinar21. október, 2024SÓLIN Í SPORÐDREKA