CBD ÁBURÐUR FYRIR VÖÐVA OG LIÐI

CBD ÁBURÐUR FYRIR VÖÐVA OG LIÐI

Lestrartími: 2 mínútur

Fyrir nokkru skrifaði ég greinina ERTU MEÐ TAUGAVERKI? þar sem ég fjallaði um um góða reynslu mína af CBD olíu til að vinna á þrálátum taugaverkjum og taugakrampa sem ég hef lengi verið með og leitt hafa úr hægri mjöðm og niður í fótlegg vegna klemmdrar taugar.

Ég hélt í framhaldi af því áfram að prófa aðrar CBD vörur og fór að nota samhliða olíunni CBD áburð frá Dr. Kent sem framleiddur er af Pharma Hemp. Hann á að virka vel á liðamót og bandvef, þar sem í honum er bæði Glucosamine og Chondrotin.

Ég bar hann á verkjuðustu svæðin og saman hafa CBD olían og áburðurinn skilað mér frábærum árangri.

EKKI LENGUR MEÐ TAUGAKRAMPA

Ég fæ ekki lengur taugakrampaköst, hvorki að nóttu til né degi. Ég er hins vegar áfram með væga taugaverki í mjöðm og fótlegg, svo ég held áfram að bera áburðinn á þau svæði.

Verkir hafa hins vegar snarminnkað, svo ég er kannski að bera CBD áburðinn frá Dr. Kent á þessi svæði einu sinni til tvisvar á dag en ekki þrisvar eða fjórum sinnum eins og ég gerði til að byrja með.

Ég hef líka minnkað skammtinn af CBD olíunni og set bara 2-3 dropa undir tunguna á morgana og á kvöldin. Þeir draga úr bólgum, hafa róandi áhrif á taugakerfið og inntaka fyrir nóttina hjálpar mér líka að ná betri djúpsvefni.

INNIHALDSEFNI Í ÁBURÐINUM

Kannabis-sativa

Til upprifjunar vil ég taka það fram að til eru tvær tegundir af kannabis eða hamp plöntum. Önnur er kannabis-sativa sem er iðnaðarhampur ræktaður meðal annars til framleiðslu á CBD olíu, sem annað hvort er með einangruðum kannabínóðum eða heilvirkum kannabínóðum, það er að segja öllum 130 kannabínóðunum.

Við framleiðslu á CBD olíum og áburðum notar Pharma Hemp einungis sinn eigin lífrænt ræktaða hamp, sem ræktaður er í Slóveníu og Króatíu. Efnin eru unnin úr blómum og laufum plöntunnar og eru með öllum 130 kannabínóðunum, en minna en 0,05% af THC, en það er leyfilegt magn innan Evrópu.

Hin tegundin heitir kannabis-indica og er betur þekkt sem marijúana. Í henni er meira THC, en það er skammstöfun á efninu sem veitir vímuáhrifin.

Auk þykknis úr kannabis-sativa plöntunni eru í Dr. Kent áburðinum Glucosamin, Chondrotin og MSM. Glucosamin og Chondrotin eru samsett efni sem stuðla að heilbrigðum liðum og bandvef og fara vel með húðina. Í áburðinum eru hvorki paraben, né tilbúin ilmefni.

Eina sem þarf að vara sig á er að áburðinn þarf að nudda vel inn í húðina, svo hann liti ekki ljósan fatnað, því liturinn í kannabis-sativa plöntunni er sterkur.

Neytendaupplýsingar: CBD áburðurinn frá Dr. Kent fæst í verslun Hemp Living, Urriðaholtsstræti 16 og á vefsíðunni hempliving.is, svo og á vefsíðunni gottcbd.is – Ég hef líka séð hann í Mamma Veit Best, Fjarðarkaup, Hagkaup, Lyfju og í Lyf og Heilsa – og hef heyrt að hann fáist líka í ýmsum sjálfstæðum apótekum á höfuðborgarsvæðinu.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum!

Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN hjá mér til að fá reglulega sendar greinar um andlega mál, stjörnuspeki og náttúrulegar leiðir til að stuðla að betri heilsu líkamans.

Myndir: CanStockPhoto / OlegMalyshev

Heimildir: https://pharma-hemp.co.uk/collections/dr-kent

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 586 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram