AVÓKADÓSALAT

Matarbloggari síðunnar hún Björg Helen
sendi okkur þessa uppskrift frá Noregi
þar sem hún er í fríi. Það útskýrir
reyndar af hverju við höfum ekki
séð mikið af uppskriftum frá
henni undanfarið – en hún
kemur brátt úr fríinu og 
bætir þá væntanlega úr því.


Kæri lesandi,

Ég á það til að kaupa nokkur avókadó sem ég ætla að nota næstu daga en er svo kannski lítið heima eða gleymi þeim. Þá er nú gott að nota þau í litríkt avókadósalat, sérstaklega á góðum sumardegi. Ég borða það eitt og sér eða með mat, bara það sem hentar hverju sinni.

Sendi ykkur dásamlega matarkveðju frá Noregi
Björg Helen

 

AVÓKADÓSALAT

 

3-4 stór avókadó
15 góðir smátómatar
pekanhnetur
basil eða kóríander, má sleppa
sjávarsalt
Chilli flögur Kryddhúsið
svartur pipar Kryddhúsið
1 lime
sítrónu- eða jómfrúarolíu

AÐFERÐ:

1 – Skerið avókadóin í „teninga“ og setjið í skál.

2 – Kreistið safa úr einu lime yfir og hrærið saman, en lime kemur í veg fyrir að avakadóið verði brúnt.

3 – Skerið síðan hvern tómat í ca. 4 bita og blandið saman við. Kryddið með svörtum pipar og sjávarsalti.

4 – Mér finnst alltaf gott að setja smávegis af sítrónuolíu eða aðra góða olíu yfir salatið.

5 – Stráið í lokin hnetunum yfir ásamt chilli flögunum. Ég notaði pecanhnetur af því ég átti þær til en endilega notið þær hnetur sem ykkur þykir góðar.

6 – Gott er síðan að strá yfir basil eða kóríander ef þið viljið.

Myndir: Björg Helen Andrésdóttir

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 503 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?