Matarbloggari vefsíðunnar hún Björg Helen Andrésdóttir
er þessa vikuna með uppskrift að bleikju með
púrrulaukssósu sem á örugglega eftir
að verða vinsæl.
BLEIKJA MEÐ PÚRRULAUKSSÓSU
Sá fiskur sem verður hvað oftast fyrir valinu hjá mér er bleikja. Hún er ekki bara góð heldur tekur lítinn tíma að elda hana. Ég gerði þessa púrrulaukssósu um daginn í fyrsta skiptið og sló hún algjörlega í gegn. Ekki skemmir fyrir að tekur enga stund að gera hana. Ef þið notið 1 dós af kókosmjólk ætti hún að duga fyrir ca 3-4.
Nú er bara að njóta!
Með dásamlegri matarkveðju
Björg Helen
BLEIKJA MEÐ PÚRRULAUKSSÓSU
INNIHALDSEFNI:
4 bleikjuflök
olía
sítróna
Asískt fiskikrydd Kryddhúsið
Sítrónupipar Kryddhúsið
Kóríanderduft má sleppa
salt
PÚRRULAUKSSÓSA
1 púrrulaukur
½ – 1 dós kókosmjólk frá Gron balance (þarf að vera þykk)
1 tsk Gyros krydd Kryddhúsið
sítrónusafi úr ½ sítrónu eða eftir smekk
1 tsk dökkt Agave síróp
smjör
AÐFERÐ:
Mér finnst gott að byrja á því að gera púrrulaukssósuna þannig að kryddin náð að taka sig aðeins áður en hún er borin fram.
1 -Setjið smjör á pönnu og steikið smátt saxaðann púrrulaukinn í smjörinu. Ekki hafa of mikinn hita á, laukurinn á ekki að brúnast.
2 – Þegar laukurinn er orðinn vel mjúkur blandið þá Gyros kryddinu saman við ásamt saltinu og hrærið þessu saman í um 2 mínútur.
3 – Hellið þá þykkri kókosmjólkinni saman við. Að lokum kreistið safann úr sítrónunni og setjið Agave sírópið saman við og hrærið í smá stund.
Mér finnst síðan gott að leyfa þessu að standa á pönnunni og hita aðeins upp þegar fiskurinn er að verða tilbúinn.
BLEIKJAN
1 – Eftir að hafa þvegið bleikjuflökin og þerrað, setjið þau þá í eldfast mót sem búið er að smyrja í botninn með smá olíu.
2 – Setjið olíu í litla skál og blandið saman við hana Asíska fiskikryddinu og sítrónupiparnum. Gott er að leyfa kryddinu að standa í olíunni í 2-3 mínútur og pensla henni síðan á flökin og strá síðan salti yfir þau.
3 – Skerið sítrónusneiðarnar í þunnar skífur og raðið ofan á bleikjuflökin.
4 – Setjið eldfasta mótið inn í 180 gr heitan ofn í ca 10-12 mínútur. Passið að elda fiskinn ekki of mikið.
Ég bar bleikjuna fram með rauðu kínóa og kartöflum, en gott og matar mikið salat hentar líka sem meðlæti.
Myndir: Björg Helen Andrésdóttir
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar19. janúar, 2025FYRSTA NÝJA TUNGL ÁRSINS 2025
- Greinar16. janúar, 2025HVER STJÓRNAR ÞÍNUM LÍKAMA?
- Greinar13. janúar, 2025FULLT TUNGL Í DAG
- Greinar11. janúar, 2025YFIRLIT YFIR ÁRIÐ 2025