Bleikja með nípumauki og grænkáls-kínóa

Hér kemur enn ein frábær uppskrift frá þátttakanda á HREINT MATARÆÐI námskeiði hjá mér. Í þetta sinn er það Bergljót Björk sem deilir með okkur uppskrift að bleikju með nípumauki og grænkáls-kínóa.

FISKURINN:

Bleikjuflök
Sítrónubörkur rifinn
Olífuolía
Himalajasalt og pipar

1 – Þurrkið flökin og rífið sítrónubörkinn yfir þau.
2 – Kryddið með fínu himalajasalti og pipar.
3 – Hellið nokkrum dropum af ólífuolíu yfir.

Bakað í ofni við 180°-200° gráður í um 15 mínútur

NÍPUMAUK:

3 litlar nípur afhýddar og skornar í bita

1 – Sjóðið í vatni með smá salti þar til mjúkar.
2 – Hellið vatninu af og maukið með töfrasprota.
3 – Setjið í lokin tæpa matskeið af cashew paste og hrærið saman (ekki setja of mikið því þá verður áferðin límkennd).

GRÆNKÁLS-KÍNÓA

3 vænir grænkálsstönglar
2 dl kínóa

1 – Skolið kínóað úr köldu vatni og sjóðið með grænmetiskrafti frá Naturata um 10  mín.
2 – Leyfið því að kólna.

Meðan kínóað sýður, má skera grænkálið frá stilknum og svo í ræmur.
1 – Útbúið dressingu úr 1 tsk ósættu dijon sinnepi + 2 msk sítrónusafi + 3 msk olíu + salt.
2 – Setjið þetta í krukku eða hristiglas og hristið vandlega.
3 – Hellið dressinguna yfir grænkálið og „nuddið“ það vandlega með fingrunum svo dressingin mýki grænkálið.
4 – Látið bíða meðan kónóað sýður og kólnar.

Blandið kínóanu saman við grænkálið og berið fram með fiskinum og nýpumaukinu.

Mynd af réttinum: Bergljót Björk
Aðrar myndir: Can Stock Photo / karaidel

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 518 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?