ALLT Í EINNI SKEIÐ

ALLT Í EINNI SKEIÐ

Sama hvað við reynum, þá náum við fæst að borða ráðlagt magn af ávöxtum og grænmeti daglega, enda þyrftum við að borða svo mikið til að ná því. Þess vegna eru nýju næringarduftin frá Dr. Mercola með gerjuðu grænmeti og gerjuðum ávöxtum svo frábær.

Úr þeim er hægt að fá allt það magn sem þarf af grænmeti og ávöxtum í einni teskeið, einu sinni á dag.

GERJUNIN EYKUR UPPTÖKU

Við gerjun á ávöxtum og grænmeti verður til ákveðið niðurbrotsferli, sem gerir það að verkum að upptaka á næringarefnum verður auðveldari fyrir líkamann. Gerjunarferlið brýtur til dæmis niður náttúrulegan sykur í ávöxtunum, svo að í hverri teskeið eru 0 grömm af sykri.

Gerjunin gerir líka meltingarferlið auðveldara og þar með upptöku pólýfenól næringarefnanna sem í ávöxtum eru. Með þessu gerjaða ávaxtadufti er hægt að sleppa við það mikla magn af sykri sem vanalega er í ávöxtum.

GRÆNMETI ALDREI BRAGÐAST BETUR

Í grænmetinu brotnar hinn náttúrulegi sykur líka niður svo það eru 0 grömm af sykri í hverjum skammti sem er ein teskeið. Við niðurbrotið eykst upptakan á andoxunarefnum eins og bíóflavoníðum eða P-vítamíni, sem talið er hafa áhrif á styrk og gegndræpi háræða – svo og karótínóíða sem eru í gulu og rauðu grænmeti. 

Grænmetisblandan er aðeins sætt með lífrænt ræktaðri stevíu og plöntuefnum, sem gerir það að verkum að dagsskammtur af grænu grænmeti hefur aldrei bragðast jafn vel.

EINFALT Í NOTKUN

Þetta gerjaða ávaxta- og grænmetisduft frá Dr. Mercola er auðvelt í notkun. Eina sem þarf að gera er að blanda 1 teskeið eða 3 grömmum út í 250 ml (eitt vatnsglas) af köldu vatni, hræra saman og drekka. Með því höfum við neytt dagskammts af hvort heldur sem er ávöxtum eða grænmeti.

Neytendaupplýsingar: Þú færð grænmetis- og ávextaduftið frá Dr. Mercola í versluninni Mamma Veit Best á horni Auðbrekku og Dalbrekku í Kópavogi eða á vefsíðunni www.mammaveitbest.is

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.

Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN minn til að fá reglulega sendar greinar um sjálfsrækt, andleg málefni, stjörnuspeki og náttúrulegar leiðir til að styrkja heilsuna.

Myndir: Af vefsíðu MercolaMarket og CanStockPhoto.com / eskymaks

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 586 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram