5 MERKI UM AÐ ÓNÆMISKERFIÐ ÞURFI STUÐNING
Ónæmiskerfið er þetta sjálfvirka kerfi í líkamanum sem sér um að vernda hann gegn sjúkdómum, hjálpa til við að heila sár og vinna á bólgum. Segja má að þetta kerfi sér alltaf í fullri vinnu, því stöðugt þarf að einhverju að hyggja.
Við getum öll styrkt þetta kerfi okkar með mataræði, bætiefnum, lífsstíl og hreyfingu. En hvenær þarf kerfið á stuðningi að halda? Það þarf þess þegar eitthvað af eftirfarandi á við um þig og þína heilsu.
#1-ÞÚ ERT UNDIR STÖÐUGU STREITUÁLAGI
Færðu oft kvef eða mikið nefrennsli eftir að hafa lokið stóru verkefni í vinnunni eða farið í gegnum tilfinningaleg vandamál heima? Undirliggjandi ástæða þess gæti verið streita, en hún er þekktur þáttur í veikum ónæmisviðbrögðum.
Streita og sú bylgja af hormóna- og lífeðlisfræðilegum breytingum sem hún veldur í líkamanum, tengist minna magni af eitilfrumum, eða hvítum blóðfrumum sem vinna á sýkingum. Skortur á þeim eykur möguleikann á að þú fáir frekar kvef eða flensuvírusa.
Því er mikilvægt fyrir heilsuna að finna leiðir til að slaka á, hugleiða eða hlusta á róandi tónlist. Smelltu HÉR til að ná þér í ókeypis morgunhugleiðslu á síðunni minni.
#2-ÞÚ ERT MEÐ MELTINGARVANDAMÁL
Rannsóknir benda til þess að allt að 80% af ónæmiskerfi okkar sé að finna í meltingarveginum. Þarmarnir eru því heimahöfn ónæmiskerfis líkamans ef svo má að orði komast.
Á öllum þarmaveggjunum eru góðgerlar og örverur sem verja þarmana fyrir sýkingu og stuðla að virkni ónæmiskerfisins, þar með talið framleiðslu hvítra blóðfrumna. Aðrar frumur sjá um að nema sjúkdómsvalda og láta ónæmiskerfið vita að það þurfi að bregðast við.
Þegar ekki er nægilega mikið af góðgerlum eða góðum bakteríum á þarmaveggjunum, taka slæmar bakteríur yfir (candida sveppur, mygla o.fl.) og trufla virkni ónæmiskerfisins í þörmunum. Við það skapast meiri hætta á sýkingum og sjálfsónæmissjúkdómum.
Ef þú ert með mikið af meltingarvandamálum, lélega losun á úrgangi vegna harðlífis eða mikið loft í þörmum og þaninn kvið eru það merki um að lítið sé af góðgerlum í þörmunum og að þú þurfir að birgja þig upp af þeim.
#3-ÞÚ ERT MEÐ SÍÞREYTUEINKENNI
Ef þú ert alltaf þreytt/þreyttur, jafnvel þegar þú vaknar eftir langan nætursvefn, telst þreytan vera viðvörunarmerki frá ónæmiskerfinu. Rannsóknir sýna að þegar ónæmiskerfið er í vanda statt, reynir líkaminn að senda meiri orku til þess til að auka virkni þess.
Við það verðurðu orkulausari og þreyttari. Ef þú ert algerlega orkulaus, er mikilvægt að staldra við, meta hverju þarf að breyta í eigin lífsstíl og mataræði og hvort taka þurfi inn bætiefni eins og góð andoxunarefni. Þau veita ónæmiskerfinu styrk og auka virkni þess.
#4-ÞÚ BORÐAR MIKIÐ AF SYKRI
Ef þú borðar of mikið af sykraðri fæðu eða drekkur mikið af sykruðum vökva, slær það á starfsemi ónæmiskerfinsins. Við það falla hvítu blóðfrumurnar í nokkurs konar dá (coma) eins og vísindamenn lýsa því.
Ef þú vilt að ónæmiskerfið þitt sé öflugt og starfi vel, þarftu að draga úr eða hætta sykurneyslunni alveg og neyta fæðu sem styrkir kerfið. Hana er meðal annars að finna í ávöxtum og grænmeti, sem eru rík af andoxandi vítamínum eins og A, C og E. Þau er meðal annars að finna í berjum, sítrusávöxtum, eplum, rauðum vínberjum, grænkáli, lauk, spínatkáli, sætum kartöflum og gulrótum.
Hvítlaukur er líka góður fyrir ónæmiskerfið, því hann inniheldur efni sem ráðast á vírusa og bakteríur. Shitake sveppir geta líka styrkt ónæmiskerfið.
Bætiefni sem styrkja ónæmiskerfið og starfsemi líkamans eru meðal annars D-3 vítamín, C-vítamín, Sink, Magnesíum, Astaxanthin og Glutathione og svo auðvitað Omega-3.
#5-SÁR TAKA LANGAN TÍMA AÐ GRÓA
Ef þú skerð þig eða færð skrámu á hné eða hendur, sendir líkaminn næringarríkt blóð beint á staðinn til að byrja að heila og græða húðina. Til að það takist þarf heilbrigðar ónæmisfrumur.
Ef sár og skrámur gróa seint og illa gæti það verið merki um lélegar ónæmisvarnir, hugsanlega vegna undirliggjandi sykursýki. Ef þetta kemur fyrir hjá þér, hafðu þá samband við lækni og láttu kanna blóðsykurinn.
FÁTT ER SVO MEÐ ÖLLU ILLT
Í Covid ástandinu hefur umræðan beinst meira að mikilvægi ónæmiskerfisins og öllu því sem við getum gert til að efla það.
Með því að styrkja ónæmiskerfi líkamans eru meiri líkur á að okkur takist að viðhalda heilbrigðum og sterkum líkama og njótum meiri og betri lífsgæða sem lengst.
Skráðu þig að PÓSTLISTANN til að fá reglulega pósta með greinum og upplýsingum um náttúrulegar leiðir til að efla og styrkja heilsuna – og deildu þessari grein endilega ef þér finnst hún áhugaverð.
Mynd:
Heimildir: Womenshealthnetwork.com
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar7. desember, 2024MARS Á FERÐ AFTUR Á BAK
- Greinar28. nóvember, 2024LÉTT YFIR NÝJU TUNGLI Í BOGMANNI
- Greinar31. október, 2024MAGNAÐAR PLÁNETUAFSTÖÐUR Í NÓVEMBER
- Greinar21. október, 2024SÓLIN Í SPORÐDREKA