SÚKKULAÐI-AVÓKADÓ BÚÐINGUR

Ekki er víst að þeir sem smakka búðinginn án þessa að vita hver innihaldsefnin eru, fatti strax að eitt helsta innihaldsefnið sé avókadó, en það gefur búðingnum mjög kremkenda áferð. Ef þú vilt hafa meira prótín í þínum búðingi, geturðu alltaf bætt út í hann hálfri til einni skeið af hrísgrjónaprótíni frá NOW (Sprouted Brown Rice Protein).

Í búðingnum er fullt af hollum fitum, sem gefa líkamanum orku og örva meltinguna. Hrákakóið er fullt af flavóníðum, en það eru andoxandi efni, sem geta komið jafnvægi á og dregið úr virkni frjálsa stakeinda, dregið úr hættu á hjartasjúkdómum og haft góð áhrif á heilastarfsemina

INNIHALDSEFNI:

2 vel þroskuð avókadó – helst lífrænt ræktuð, en ef þau eru lítið þarf að nota 3 stk.
1/4 bolli kókosnektar (sætuefni)
1/2 bolli hrákakó frá Himneskri hollustu
1-2 msk kókosolía frá Himneskri hollustu (gott að byrja með 1 tsk)
1 tsk vanilla (má nota dropa eða nokkra dropa af stevíu með vanillubragði, en minnka þá kókosnektarinn)
örlítið af fínu himalajasalti
til skreytingar má nota myntulauf eða rifnar kókosflögur

AÐFERÐ:
Blandið öllum innihaldsefnunum saman í matvinnsluvél, þar til búðingurinn verður kremkenndur. Best er að hafa hann frekar þykkan, eða þannig að ef matvinnsluvélarskálinni er snúið á hvolf þá renni hann ekki úr skálinni.

Ef búðingurinn verður ekki nógu kremkenndur gæti þurft að bæta út í hann örlitlu af möndlu- eða kókosmjólk til að fá á hann betri áferð.

Búðingurinn er tilvalinn í nestisboxið, en hann geymist líka vel í lokuðu íláti í ísskáp í 3-4 daga.

Mynd: CanStockPhoto / Ibinova

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 582 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram