HUMMUSINN HENNAR ELÍSU
ágúst 8, 2019 - 9:33 e.h.

Allir eiga sér sína uppáhaldsuppskrift þegar kemur að hummus. Þessi uppskrift hennar Elísu Guðnadóttur barnasálfræðings er með nokkuð skemmtilegu tvisti og því skiljanlegt að þessi hummus sé í miklu uppáhaldi hjá henni. Elísa er einmitt ein af þeim sem sótt hefur HREINT MATARÆÐI námskeið.
INNIHALDSEFNI:
2 krukkur soðnar kjúklingabaunir t.d. frá Himneskri hollustu, vökvi sigtaður frá
1/2-1 dl extra virgin (jómfrúar) ólífuolía
rúmlega 1/2 dl vatn
safi úr 1/2 sítrónu
1 til 2 tsk karrý
1/2 til 1 tsk himalajasalt
pipar eftir smekk
3 msk gróft kókosmjöl
2-3 hvítlauksrif
3-6 dropar stevía
AÐFERÐ:
Allt sett í matvinnsluvél og blandað þar til áferðin er mjúk.
Geymist í kæli í lokuðu íláti í um 7 daga.
Myndir: Elísa Guðnadóttir
Deila áfram:
Um höfund

- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
Greinar2023.02.05ÞRJÁR CBD VÖRUR SEM VIRKA VEL
Greinar2023.02.02FULLT TUNGL Í LJÓNSMERKINU
Greinar2023.01.26ER HEILSUFRELSI OKKAR Í HÆTTU?
Greinar2023.01.22MAGNESÍUM ER ALLTAF MIKILVÆGT