HUMMUSINN HENNAR ELÍSU - Guðrún Bergmann

HUMMUSINN HENNAR ELÍSU

Allir eiga sér sína uppáhaldsuppskrift þegar kemur að hummus. Þessi uppskrift hennar Elísu Guðnadóttur barnasálfræðings er með nokkuð skemmtilegu tvisti og því skiljanlegt að þessi hummus sé í miklu uppáhaldi hjá henni. Elísa er einmitt ein af  þeim sem sótt hefur HREINT  MATARÆÐI námskeið.

INNIHALDSEFNI:

2 krukkur soðnar kjúklingabaunir t.d. frá Himneskri hollustu, vökvi sigtaður frá
1/2-1 dl extra virgin (jómfrúar) ólífuolía
rúmlega 1/2 dl vatn
safi úr 1/2 sítrónu
1 til 2 tsk karrý
1/2 til 1 tsk himalajasalt
pipar eftir smekk
3 msk gróft kókosmjöl
2-3 hvítlauksrif
3-6 dropar stevía

AÐFERÐ:

Allt sett í matvinnsluvél og blandað þar til áferðin er mjúk.
Geymist í kæli í lokuðu íláti í um 7 daga.

Myndir: Elísa Guðnadóttir
image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 325 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar