HUGSUM UM HÚÐINA
Mér finnst ég almennt hafa hugsað vel um andlitshúð mína í gegnum tíðina, þótt ég hafi bara sótt húðsnyrtistofur örsjaldan og ekki farið í aðrar tegundir andlitsmeðferða. Þegar ég var yngri notaði ég stundum hreinsikrem, en ég þurfti alltaf að þvo mér með heitu vatni á eftir. Sú þörf er enn fyrir hendi og ég þvæ þann litla farða sem ég nota nú til dags af mér með Bronner‘s sápukreminu.
Reyndar þvæ ég húðina tvisvar á dag með sápukremi, bæði kvölds og morgna áður en ég ber nokkuð á hana. Dýru kremin með öllum aukaefnunum eru löngu horfin úr hillunum hjá mér, því í meira en þrjátíu ár hef ég lagt áherslu á að húðvörurnar sem ég nota séu sem náttúrulegastar og án skaðlegra innihaldsefna.
HÚÐVÖRURNAR FRÁ ACURE
Fyrir rúmu ári síðan kynntist ég húðvörunum frá Acure og fór að prófa hvaða gerð af þeim myndi henta mér best. Eftir að hafa prófað nokkrar mismunandi gerðir dagkrema endaði ég á línunni sem hentar húð sem er aðeins í eldri kantinum, því hún hefur hressandi og yngjandi áhrif á hana.
Acure húðvörurnar eru til fyrir nokkrar mismunandi húðgerðir, kremin ganga vel inn í húðina og í þeim er hvorki að finna paraben, súlfat, steinefnaolíur, jarðefnaolíur né formaldehíð. Öll húðvörulínan er 100% vegan og á frábæru verði.
Í vetur notaði ég dagkrem án sólarvarnar, en nú þegar sólin er farin að hella sterkum geislum sínum yfir okkur hef ég fært mig yfir í krem með SPF30. Í því er túrmerik, ferul-sýra sem unnin er úr jurtum og C-vítamín, en öll þessi efni hafa andoxandi áhrif á húðina og hamla þeim öldrunaráhrifum sem umhverfið hefur á hana.
SERUM MEÐ MARULA OG AVOCADO
Flestir sem nota serum á andlitið eru vanir því í fljótandi formi. Í Acure vörulínunni er að finna þess háttar serum, er þar er líka að finna serum sem er í stifti. Hægt er að geyma serumsstiftið í ísskáp, því ef það er kalt hefur það frískandi og samandragandi áhrif þegar það er borið á húðina.
Í fyrsta sinn sem ég bar serumið á mig fann fyrir hinni öflugu virkni í því. Engu var líkara en húðin iðaði, því það var svo mikil virkni í henni. Kannski var það vegna þess að ég var full örlát og bar hressilega vel á mig í þessa fyrsta skipti.
Nú hef ég lært að minna er meira og þegar ég hef dregið stiftið yfir mest allt andlitið dreifi ég aðeins úr seruminu með fingurgómunum.
ÖRVANDI FYRIR ÞURRA HÚÐ
Serumið er mjög örvandi fyrir þurra og líflausa húð, en í því er blanda af marula- og avókadóolíu, sem eykur raka í húðinni og gefur henni geislandi yfirbragð. Í því er líka olía úr vínberjakjörnum, sem veitir andoxandi vörn, svo og rósarolía sem hefur bæði andoxandi og yngjandi áhrif á húðina.
Ég ber serumið á mig áður en ég set á mig dagkrem á morgnana og læt líða smá stund frá því að ég ber það á, þar til ég set kremið yfir. Á kvöldin læt ég duga að bera bara á mig serumið og er nokkuð sátt við árangurinn af því.
Neytendaupplýsingar: Þú finnur húðvörurnar frá Acura í Mamma Veit Best á horni Auðbrekku og Dalbrekku í Kópavogi eða á Njálsgötu 1 í Reykjavík.
Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni á endilega með öðrum.
Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN hjá mér og sækja þér ókeypis MORGUNHUGLEIÐSLU eða HEILSUFARSLISTA á vefsíðunni minni til að meta hvert heilsufarsástand þitt er.
Myndir: Af vef Acura og CanStockPhoto /michaeljung
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar7. desember, 2024MARS Á FERÐ AFTUR Á BAK
- Greinar28. nóvember, 2024LÉTT YFIR NÝJU TUNGLI Í BOGMANNI
- Greinar31. október, 2024MAGNAÐAR PLÁNETUAFSTÖÐUR Í NÓVEMBER
- Greinar21. október, 2024SÓLIN Í SPORÐDREKA