HREINT UM JÓLIN
Ég er ekki lengur sú ofurhreingerningarkona sem ég eitt sinn var, þótt ég hafi verið alin upp við hefðbundnar jólahreingerningar sem barn og unglingur. Þá var bókstaflega allt tekið í gegn, skipt um pappír í eldhússkápunum, því þeir voru hvorki plastlagðir né lakkaðir og gólf, veggir og loft þvegið um allt hús. Nú málar fólk frekar en stunda svona hreingerningar.
Hins vegar segi ég oft að ég sé þakklát fyrir jól, páska og gestaheimsóknir, því þá tek ég yfirleitt aðeins betur til en vanalega. Sú tiltekt felst þó mest í að gagna frá ýmis konar dóti sem hefur tilhneigingu til að safnast upp í kringum mig, eins og til dæmis bókum sem hafa ekki ratað aftur í hillurnar sínar.
VAL Á HREINSIVÖRUM
Með tilkomu trefjaklúta hefur aukist að hægt sé að þrífa nánast hvað sem er með vatni einu saman. Þótt frábært sé að nota trefjaklúta, nota ég alltaf einhver hreinsiefni og síðustu þrjátíu ár hef ég lagt áherslu á að nota einungis umhverfisvæn og vottuð hreinsi- og þvottaefni, bæði fyrir heimilið og þau fyrirtæki sem ég hef rekið á þessum árum.
Heilsan og umhverfið haldast nefnilega hönd í hönd, því það sem er skaðlegt fyrir Jörðina er líka skaðlegt fyrir líkamann. Því er mikilvægt að velja hreinsivörur sem innihalda hvorki efni sem skaðleg eru líkamanum við innöndun, né efni sem sem skaða ferskvatn eða sjó með mengandi innihaldsefnum.
Í nýjustu bók minni BETRA LÍF fyrir konur á besta aldri fjalla ég einmitt um þau áhrif sem ýmis skaðleg hreinsiefni geta haft á beinheilsuna.
SONETT HREINSIVÖRUR SKAÐA HVORKI HEILSU NÉ JÖRÐ
Undanfarin ár hef ég mest notað Sonett vörurnar og er sérlega hrifin af þeim. Við framleiðsluna þeirra eru hvorki notuð rotvarnarefni, ilmefni né kemísk litarefni. Vörurnar innihalda hvorki ensím né yfirborðsvirk efni og bleikiefnin eru án klórs. Vegna þessarar samsetningar á innihaldsefnum brotna Sonett vörurnar alveg 100% niður í náttúrunni.
Fljótandi þvottaefnin eru frábær, svo og handsápur, uppþvottalögur, uppþvottavélatöflur, gólfsápur og salernishreinsir, en allt þetta og meira til er að finna í Sonett vörulínunni.
VÖRN GEGN SVEPPAGRÓÐRI
Ef tekið er sérlega vel til fyrir jólin er flott að úða sótthreinsiúðanum frá Sonett í allar gluggakistur, ef ske kynni að þar væri einhver sveppagróður að búa um sig. Úðinn er framleiddur úr alkahóli og ilmkjarnaolíum og eyðir á áhrifaríkan hátt sveppa- og bakteríugróðri, salmonellu o.fl. Honum má úða á fleiri rök svæði en gluggakistur, meðal annars á svæði í kringum sturtuklefa í baðherbergjum, yfir rúmdýnur ef um mikinn nætursvita er að ræða og á aðra staði þar sem raki getur leynst.
Mynd: CanStockPhoto / photography33
Neytendaupplýsingar: Sonett hreinisvörurnar fást í Hagkaup, Melabúð, Blómaval og Fjarðarkaup.
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar19. janúar, 2025FYRSTA NÝJA TUNGL ÁRSINS 2025
- Greinar16. janúar, 2025HVER STJÓRNAR ÞÍNUM LÍKAMA?
- Greinar13. janúar, 2025FULLT TUNGL Í DAG
- Greinar11. janúar, 2025YFIRLIT YFIR ÁRIÐ 2025