GERJAÐ EPLAEDIK OG CAYENNE PIPAR

GERJAÐ EPLAEDIK OG CAYENNE PIPAR

Stundum fáum við einföld og frábær ráð fyrir heilsuna, förum eftir þeim í smá tíma og svo detta þau úr rútínu hjá okkur og eitthvað nýtt tekur við. Hjá mér er eplaedik eitt af þessum frábæru ráðum. Ég byrjaði að taka það inn um tvítugsaldurinn og hef aftur og aftur tekið kúra af því, en edikið sjálft (með vatni, ekki hunangi) fer ekki sérlega vel í magann á mér.

Ég fékk fyrir nokkru síðan magnaða verki í annað nýrað og við myndatöku kom í ljós að í því var steinn sem er 8mm í þvermál. Samhliða þessum verkjum fylgdi svo mikill líkamskuldi að ég var „frosin inn að beini“ innandyra.

Tími hjá þvagfærasjúkdómasérfræðingi sem ætti að sprengja steininn með hljóðbylgjum er ekki í boði fyrr en rétt fyrir jól. Ég valdi því þann kostinn að taka inn eplaedik og cayenne pipar í hylkum til að brjóta steininn niður, en eplaedik er talið eitt besta náttúruefnið til að brjóta niður nýrnasteina.

Ég sé auðvitað ekki inn í nýrað, en verkirnir hafa nánast horfið og hiti er aftur að koma í líkamann, svo ég held að árangurinn sé að skila sér.

HEILBRIGÐ EFNASKIPTI

Í gegnum tíðina hafa eplaedik og cayenne pipar verið eitt af best geymdu leyndarmálunum þegar kemur að heilbrigðum efnaskiptum, auk þess sem edikið og piparinn hafa hjálpað líkamanum að viðhalda insúlínnæmi eftir kolvetnaríkar máltíðir og dregið úr hungri.

Eplaedik hefur lengi verið þekkt fyrir að vera hitamyndandi efni. Hitamyndunarferlið hjálpar líkamanum að brenna fitu til að auka líkamshitann. Vísindamenn hafa komist að raun um að sýran í eplaedikinu:

  • Getur komið í veg fyrir að flókin kolvetni meltist fullkomlega.
  • Getur örvað gen sem gefa líkamanum merki um að safna minni fitu.
  • Getur aukið saðningstilfinningu og valdið því að minna sé borðað ef hylkin eru tekin inn fyrir máltíð.
  • Getur aukið upptöku líkamans á mikilvægum steinefnum úr því sem neytt er.
  • Getur aukið sýru í maganum sem stuðlar að niðurbroti og flutningi á því sem neytt er í gegnum meltingarveginn.

Cayenne er krydd sem er oft notað til að gera matinn sterkari og heitari, en það inniheldur efni sem kallast capsaicin. Capsaicin virkar sem örvandi efni í líkamanum, hraðar efnaskiptum og getur stuðlað að auknum bruna á þeim kaloríum sem neytt er.

 

STYÐUR VIÐ KETÓ MATARÆÐI

Organic Fermented Apple Cider Vinegar and Cayenne frá Mercola – eða Lífrænt, gerjað eplaedik og cayenne pipar – er unnið úr gerjuðu lífrænt ræktuðu eplaediksdufti og gerjuðum lífrænt ræktuðum cayenne pipar. Það er gott stuðningsefni fyrir líkamann og tilvalið fyrir þá sem eru á ketó mataræði og vilja auka brennslu líkamans.

Forgerjun þessara efni gerir það að verkum að líkaminn á auðveldar með upptöku og nýtingu á eplaedikinu og cayenne piparnum. Gerjaður cayenne pipar er líka mildari í maga en hefðbundinn cayenne pipar.

EPLAEDIK OG CAYENNE Í HYLKJUM

Í hverju hylki af Organic Fermented Apple Cider Vinegar and Cayenne frá Dr. Mercola er jafnmikið magn af eplaediki og í ¼ bolla af fljótandi eplaediki með 5% sýrustyrk, auk þess sem allur ávinningurinn af eplaedikinu heldur sér.

Neytendaupplýsingar: Organic Fermented Apple Vinegar and Cayenne í hylkjum fæst í Mamma Veit Best á horni Auðbrekku og Dalbrekku í Kópavogi og á mammaveitbest.is

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum.

Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN minn til að fá reglulega sendar greinar um sjálfsrækt, andleg málefni, stjörnuspeki og náttúrulegar leiðir til að styrkja heilsuna.

Myndir: CanStockPhoto / oilslo / af vef mercolamarket.com

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 582 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram