BYRJAÐU ÁRIÐ MEÐ ÞESSUM ÞREMUR

BYRJAÐU ÁRIÐ MEÐ ÞESSUM ÞREMUR

Lestrartími: 2 1/2 mínútur 

Erfitt er að segja hvaða bætiefni af þeim þremur sem ég fjalla um í þessari grein sé mikilvægast fyrir líkamann. Mér finnst þau nefnilega öll jafn mikilvæg og tek þau daglega inn. Þau eiga það sameiginlegt að styrkja ónæmiskerfi líkamans, hvert á sinn hátt og þegar sveiflur og umbreytingar eru í veðurfari og kuldi í lofti er gott að taka þau inn, því ónæmiskerfið þarf á styrk að halda.

D-3 VÍTAMÍN

Þótt sól sé farin að hækka á lofti og daginn að lengja nær hún ekki að bæta okkur upp D-vítamín birgðir líkamans. D-vítamín er eitt af mikilvægustu bætiefnunum líkamans og rannsóknir hafa sýnt að við sem búum á norðurslóðum þurfum í raun að taka það inn állt árið.

D-3 vítamín er bæði næringarefni sem við tökum inn og hormón sem líkaminn framleiðir. Það er fituuppleysanlegt vítamín, sem hjálpar líkamanum við upptöku og geymslu á kalki og forfór, en bæði þessi efni eru nauðsynleg til uppbyggingar á beinum.

Fáar fæðutegundir innihalda D-vítamín, þótt sumar séu D-vítamínbættar. Þess vegna er best að taka D-3 vítamín inn sem bætiefni til að fá nægilega mikið magn af því. D-vítamín er til í tveimur gerðum. Annars vegar D-2 (ergocalciferol eða forvítamín D) og hins vegar D-3 (cholecalciferol).

Báðar þessar tegundir myndast á náttúrulegan máta þegar útfjólublárra (UVB) geisla sólar nýtur við. Marga skortir hins vegar D-3 vítamín, einkum þar sem  sólarljós er takmarkað yfir vetrartímann og fólk ver miklum tíma innandyra eins og flestir hér á landi gera. Eitt hylki á dag af D-3 vítamíninu frá Dr. Mercola er frábær leið til að viðhalda réttu D-3 vítamínmagni í líkamanum.

C-VÍTAMÍN

Líkamar okkar mynda ekki C-vítamín, svo það er nauðsynlegt að taka það inn ef við viljum styrkja ónæmiskerfi okkar. Það safnast heldur ekki upp í líkama okkar, því C-vítamín er vatnsuppleysanlegt bætiefni, svo allt það sem líkaminn getur ekki notað strax skolast úr líkamanum. Þess vegna þarf að taka það reglulega inn til að það sé stöðugt í líkamanum.

C-vítamín er hvað best þekkt fyrir að styrkja ónæmiskerfi líkamans með því að vinna gegn oxandi streitu, drepa örverur og bakteríur í líkamanum og draga úr mögulegum skaða á vefjum. Einnig hefur það sýnt sig að skortur á C-vítamíni leiði til aukinnar hættu á sýkingum.

Líkaminn treystir á C-vítamín til efnasamruna kollagens, en kollagen er mikilvægasta prótínið í líkamanum. Það er nauðsynlegt fyrir allan bandvef líkamans, svo og húð, hár og neglur, en þarf á C-vítamíni að halda til að kollagen framleiðsla geti átt sér stað. C-vítamínið frá Dr. Mercola er því alltaf með í daglega bætiefnaskammtinum mínum.

OMEGA-3

Omega-3 er eitt af þessum bætiefnum sem við ættum alltaf að taka inn, því það er einstaklega gott fyrir heila okkar.[i] Jafnframt hafa rannsóknir sýnt að Omega-3 getur styrkt augnheilsu okkar; dregið úr kvíða; haft góð áhrif á meltingarkerfið; unnið á sjálfsónæmissjúkdómum; styrkt bein og liðamót; bætt svefn og er auk þess gott fyrir húðina.

Ég nota alfarið Krill olíuna frá Dr. Mercola, sem bundin er fosfatíði og unnin úr ljósátu af Norður-Heimsskautssvæðinu. Olían er með vottun sem sjálfbær sjávarafurð frá MSC[ii]. Auk fjölómettuðu fitusýrunnar úr fosfatíðinu er líka Astaxanthin í Krill olíu hylkjunum.

Í Krill olíunni eru auk fjölómettuðu fitusýrunnar úr fosfatíðinu, hinar hefðbundnu EPA og DHA fjölómettuðu fitusýrurnar (O-3s), en líkaminn þarf á öllum þessum fitusýrum að halda nánast allt sitt líf til að starfa vel.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.

Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN minn til að fá reglulega sendar greinar um sjálfsrækt, andleg málefni, stjörnuspeki og náttúrulegar leiðir til að styrkja heilsuna.

Neytendaupplýsingar: Bætiefnin frá Dr. Mercola fást í Mamma Veit Best á horni Auðbrekku/Dalbrekku í Kópavogi og á www.mammaveitbest.is

Samsett mynd: Guðrún Bergmann

Heimildir:

[i] https://www.healthline.com/nutrition/17-health-benefits-of-omega-3#TOC_TITLE_HDR_17

[ii] www.msc.org

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 589 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram