BOLLAKÖKUR ÚR MÖNDLUMJÖLI

Matarbloggari vefsíðunnar hún Björg Helen Andrésdóttir
er þessa vikuna með uppskrift að bollakökum úr möndlumjöli.
Flott að gleðja sig og aðra með svona bollakökum, bæði í
sumarbústaðnum og heima – einkum ef rignir.


Þessar bollakökur eru bæði hollar og mjög góðar. Frábærar fyrir þá sem eru að hvíla sig á eða þola illa að borða hveiti.

Bollakökurnar má borða með allskonar áleggi eins og smjöri, osti, sultum, salati eða grískri jógúrt. Það er um að gera að prufa sig áfram.

Dásamleg matarkveðja
Björg Helen

 

BOLLAKÖKUR ÚR MÖNDLUMJÖLI

INNIHALDSEFNI:

2 stór egg
85 gr.möndlumjöl
1 tsk vínsteinslyftiduft
7-10 dropar French vanilla stevia (eftir smekk)
Salt

AÐFERÐ: 

1 – Blandið öllum hráefnunum saman og hrærið vel.
2 – Látið standa í um 10 mínútur áður en þið setjið í formið en munið að bera fitu inn í það áður.
3 – Bakið við 180 gráður í 20 mínútur.
4 – Kælið á bökunargrind ef bakstur

Ég fékk 4 stk. úr þessari uppskrift en hana er síðan hægt að margfalda eftir þörfum.

OFAN Á BOLLAKÖKURNAR:

Grísk jógúrt
Ristaðar kókosflögur
Síróp eða hunang
Börkur af lime

Til að gera bollakökurnar glæsilegar og spennandi er hægt að setja gríska jógúrt ofan á þær, ásamt ristuðum kókosflögum, rifnum berki af lime og uppáhalds sírópinu þínu eða hunangi.

Myndir: Björg Helen Andrésdóttir

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
Deila áfram