BEYGLUR MEÐ GRÍSKRI JÓGÚRT

Matarbloggari síðunnar hún Björg Helen
deilir hér með okkur uppskrift að
beyglum, sem smakkast vel með
morgunkaffinu, hvort sem 
verið er heima eða í 
sumarbústaðnum.


Kæri lesandi,

Vinkona mín er svo dásamlega myndarleg í matargerð og bakstri. Ef farið er t.d. í sumarbústað með henni bakar hún þessar líka dýrindis beyglur sem allir elska.

Það er svo kósý að fá nýbakaða volga beyglu með smjöri og góðu áleggi með morgunkaffinu. Mig langar að deila uppskrift hennar með ykkur. Hún er fljótleg og einföld og allir geta gert hana.

Ég mæli með því að þið prufið hana um helgina. 

Með dásamlegri matarkveðju
Björg Helen

 

BEYGLUR MEÐ GRÍSKRI JÓGÚRT

 

 

1 bolli hveiti

1 bolli grísk jógúrt (í grænu dósinni)

2 tsk lyftiduft

½-1 tsk salt

1 egg eða eggjahvíta til að pensla beyglurnar

smávegis af sjávarsalti

Sesamgaldur eða önnur fræblanda / fræ

 

AÐFERÐ:

1 – Öllum hráefnunum hrært saman í eina skál.

2 – Deiginu síðan skipt í 4 parta og mótaðar eru beyglur eða rúnstykki úr hverjum hluta.

3 – Þegar búið er að móta beyglurnar eru þær settar á smjörpappír.

4 – Dýfið eða penslið beyglurnar síðan með egginu.

5 – Stráið vel af fræblöndunni yfir og smávegis af sjávarsaltinu.

Bakið þær við 175°C í 25 mínútur.

Gott er að láta þær standa í 5-10 mínútur eftir að þær koma úr ofninum, áður en skorið er í þær.

Björg Helen

Myndir: Björg Helen Andrésdóttir

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
Deila áfram