Guðrún Bergmann, sem hefur í meira en 33 ár ötullega hvatt fólk til að velja leiðir sem bæta lífsgæði þeirra á einn eða annan máta. Hún er ein af þeim fyrstu hér á landi til að halda sjálfsræktanámskeið, svo og önnur námskeið sem hvetja til betra lífs eftir náttúrulegum leiðum. Guðrún hefur skrifað 20 bækur, ótal pistla og greinar, haldið fyrirlestra hér heima og erlendis, svo og námskeið fyrir meira en tíu þúsund manns. Hún heldur áfram að hvetja fólk til að auka eigin lífsgæði, bæði í ræðu og riti.