Hefurðu ekki oft heyrt hversu gott það sé að hugleiða á morgnana? Aðeins að kyrra hugann og skerpa á einbeitingunni áður en haldið er út í daginn. Hefurðu sleppt því vegna þess að það tekur svo langan tíma? Ef svo er, geturðu hlakkað til að hlusta á þessa ókeypis hugleiðslu, sem tekur tæpar 6 mínútur, en undirbýr þig samt vel fyrir daginn.

SMELLTU HÉR til að hlaða hljóðskjalinu niður

Ég tók þessa hugleiðslu upp í desember og hún er hluti af þeim námsgögnum sem fylgja HREINT MATARÆÐI námskeiðunum mínum. Þátttakendur hafa verið sérlega ánægðir með hana, svo ég tók ákvörðun um að gefa hana til allra sem þiggja vilja út febrúar.

Hugleiðslan hjálpar þér að efla og styrkja orkusvið þitt áður en þú heldur inn í daginn og þess vegna kalla ég hana Morgunhugleiðslu.

SMELLTU HÉR til að hlaða hljóðskjalinu niður

Mér fannst athyglisvert, þegar ég horfið á heimildarmyndina um Yogananda á RÚV að heyra hvað hann var að kenna fólki. Ég hafði lesið ævisögu hans þegar ég var rúmlega tvítug, en mundi ekki hversu mikla áherslu hann lagði á það að fólk tæki hina Guðlegu orku inn í gegnum hryggsúluna.

Einhvers staðar í undirvitund minni hefur það þó setið, því allt frá því ég fór að hugleiða sjálf í kringum 1990 og síðan leiða aðra í gegnum hugleiðslur hef ég alltaf látið fólk taka hina andlegu (eða Guðlegu) orku niður í gegnum hryggsúluna og það geri ég einmitt í þessari Morgunhugleiðslu.

SMELLTU HÉR til að hlaða hljóðskjalinu niður

Hugleiðslan er bara tæplega 6 mínútna löng, svo væntanlega geturðu skipulagt þig aðeins betur og séð af þessum tíma á morgnana til að styrkja þig andlega og stuðla að innra jafnvægi áður en haldið er út í daginn. Ef ekki finnst tími heimafyrir að hugleiða má alltaf mæta 6 mínútum fyrr á vinnustað og sitja í bílnum og hlusta á hugleiðsluna.

Deildu endilega þessari grein með öðrum sem þú heldur að hafi not fyrir MORGUNHUGLEIÐSLU.

 

 

 

image_print
Deila áfram