TAURINE HEFUR MARGÞÆTT ÁHRIF

TAURINE HEFUR MARGÞÆTT ÁHRIF

Helstu atriði greinarinnar:

1 – ÞÚ HEFUR KANNSKI aldrei heyrt talaði um þetta bætiefni, en Taurine er amínósýra, sem gegnir nokkrum mikilvægum hlutverkum í líkama þínum.

2 – MEST AF TAURINE er að finna í heila okkar, augum, hjarta og vöðvum. Einnig hefur það styrkjandi áhrif á  ónæmiskerfið og taugakerfið, auk þess sem Taurine hefur jákvæð áhrif á líkamlegt úthald og stuðlar að niðurbroti á kviðfitu.

3 – UPPLÝSINGAR um hvar þú færð Taurine og afsláttarkóði eru neðst í greininni.


TAURINE FYRIR TAUGAR OG MELTINGU

TAURINE er helst að finna í dýraprótíni eins og kjöti, sjávarfangi og mjólkurvörum. Lítið er að finna af því í plöntum og þess vegna fá þeir sem eru grænmetisætur eða vegan ekki nægilega mikið af því í gegnum fæðuna. Taurine er hins vegar oft bætt í orkudrykki, meðal annars vegna áhrifa þess á rafvaka í frumum líkamans

Taurine sinnir meðal annars þessum hlutverkum í líkamanum:

# Viðheldur réttu rakastigi og jafnvægi á rafvökum frumnanna

# Myndar gallsölt sem gegna mikilvægu hlutverki í meltingarstarfsemi líkamans og geta unnið á kviðfitu líkamans

# Stuðlar að jafnvægi á steinefnum eins og til dæmis kalki í frumum líkamans

# Styður við almenna starfsemi taugakerfis og augna

# Kemur jafnvægi á ónæmiskerfi líkamans og andoxunarvirkni hans

TAURINE HEFUR ÁHRIF Á BLÓÐSYKUR OG HJARTAÐ

Þar sem Taurine gegnir svo víðtæku hlutverki í líkamanum, hefur það verið mikið rannsakað, meðal annars með tilliti til þess hvaða áhrif það hefur á ýmsa sjúkdóma og eins hvernig það getur bætt árangur í íþróttum.  

# Taurine er andoxunarefni og geta þess til að draga úr bólgum í líkamanum  getur haft áhrif á insúlínnæmi hans

# Dregið úr líkum á sykursýki týpu 2 eða bætt ástand blóðsykurs hjá þeim sem þegar eru greindir með þannig sykursýki

# Kemur jafnvægi á blóðþrýsting og bætir starfsemi hjartans

# Dregur úr fitumagni í blóði hjá þeim sem hafa fengið hjartaáfall

# Dregur úr kólesterólmagni í blóði

TAURINE ER GOTT FYRIR LÍKAMSRÆKTINA

Þar sem Taurine eykur vöðvasamdrátt og dregur úr vöðvaþreytu, getur Taurine hentað vel fyrir þá sem stunda líkamsrækt. Rannsóknir hafa sýnt að Taurine hefur meðal annars eftirfarandi áhrif á árangur íþróttafólks:

# Eykur súrefnisupptöku líkamans og orkuframleiðslu frumnanna

# Lengir þann tíma þar til þreytu fer að gæta

# Dregur úr vöðvaskemmdum

# Bætir endurheimt eftir æfingar

# Eykur styrk og kraft

Til að ná þessum árangri sýna rannsóknir að viðkomandi þarf að taka inn 1-3 grömm af Taurine (1000-3000 mg) fyrir æfingar í minnst 6-21 dag.

Neytendaupplýsingar: Þú finnur Taurine í versluninni Betri Dagar, Urriðaholtsstræti 24, 210 Garðabæ – eða á vefsíðunni www.betridagar.is – Notaðu afsláttarkóðann GB24 til að fá 15% afslátt!

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð
deildu henni þá endilega með öðrum 

Skráðu þig á póstlistann minn til að fá reglulega upplýsingar um leiðir til að bæta heilsuna, eflandi sjálfsstyrkingu og um áhrif plánetanna í geimnum

Myndir: Af vefsíðu Life Extension og Shutterstock.com

Heimildir:

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC8400259/  

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC8152067/

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC5598028/

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC7088015/

https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/29492671/

https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/30862074/

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC7551180/

 




FULLT TUNGL Í SPORÐDREKA

FULLT TUNGL Í SPORÐDREKA

Í SÍÐUSTU VIKU skrifaði ég grein um samstöðuna sem varð á milli Júpiters og Úranusar þann 21. apríl og í þessari grein fjalla ég um Tunglið sem verður fullt í Sporðdreka seint í kvöld og orkuna í kringum það, en þetta Tungl er oft kallað „Bleika Tunglið“.

Áhrifanna frá samstöðu Júpiters og Úranusar gætir ekki bara í einn dag, því hún er upphafspunktur á röð atburða, ásamt Sólmyrkvanum sem varð þann 8. apríl og fulla Tunglinu í dag. Þetta hefur því verið afar magnaður mánuður og honum hafa fylgt upphafspunktar mikilla breytinga, sem meðal annars tengjast sjálfstæði, fullveldi og áhættunni sem fylgir því að taka frumkvæði og fara ekki troðnar slóðir.

SKYNDILEGAR BREYTINGAR

LÍKLEGT ER að þessari samstöðu fylgi skyndilegar breytingar. Pláneturnar Júpiter og Úranus eru báðar skilgreindar sem sendiboðar guðanna og geta því tengst skilaboðum utan úr geimnum. Þær tengjast báðar byltingarkenndri frelsistilfinningu og þeirri þörf sem við höfum fyrir að lifa frjálsara lífi og brjóta upp gömul mynstur og rútínu.

Því er frábært að gera einhverjar breytingar frá og með þessum tímapunkti! Jafnvel þótt við séum með fast skipulag á deginu, er alltaf hægt að hnika skipulaginu aðeins til, breyta röðinni á því sem við erum að gera eða fara á aðra staði en vanalega, jafnvel keyra aðra leið í vinnuna eða heim. Koma okkur út úr þessum gömlu vanabundnu mynstrum, sérstaklega ef við erum með mikla festu í stjörnukortum okkar.

SATÚRNUS OG PLÚTÓ 2020

HIÐ ÁHUGAVERÐA er að þessi samstaða á milli Júpíters og Úranusar er í raun í 90 gráðu spennuafstöðu við hina mjög svo mikilvægu samstöðu sem varð á milli Satúrnusar og Plútó í janúar árið 2020, en henni fylgdi samspil samdrátttar, stjórnunar og takmarkana. Þegar Satúrnus fór svo inn í Vatnsberinn þann 22. mars árið 2020 – en Vatnsberinn er stjörnumerki frelsis – var frelsið takmarkað næsta dag um allan heim með Covid lokunum.  

Þar sem samstaðan á milli Júpíters og Úranusar, er í 90 gráðu spennuafstöðu við þessa samstöðu Satúrnusar og Plútós, fylgir henni sú tilfinning að verið sé að brjótast út úr þeim takmörkunum. Þar að auki er svo öflug bylgja frá heildinni/mannkyni um að við ætlum að gera hlutina öðruvísi og viljum vera frjáls og fullvalda, með því að breyta okkur innan frá og út og breyta þannig raunveruleika okkar.

SÓL, TUNGL OG PLÚTÓ

T-SPENNUAFSTAÐA á milli Sólar, Tungls og Plútó í þessu korti, er að vekja upp  tilfinningastyrk mannkyns. Tilfinningastyrk þess í tengslum við málefni eins og heilsu (Nautið), frelsi og sannleika  (Vatnsberinn), um það hvar krafturinn liggur (Plútó-Sporðdrekinn) og um nýja tækni  og gervigreind. Sú tækni snýst um að gera líkamann skilvirkari og hugsanlega munu sumir á endanum hafa í sér ígrædda þætti gervigreindar, en notum visku okkar vel þegar kemur að slíku vali, vegna þess að valið þarf að vera viturt og með langtímahugsun í huga.

PLÚTÓ OG HAUMEA

PLÚTÓ Á TVEIMUR gráðum í Vatnsbera verður í langtíma 90 gráðu spennuafstöðu við Haumea á 2 gráðu í Sporðdreka allt þetta ár og það næsta. Sú spennuafstaða markar sambland af endalokum gömlu heimsmyndarinnar og endurfæðingu og uppbyggingu hins nýja heims.

 Samkvæmt goðsögninni býr Haumea yfir fjórum mjög mögnuðum eiginleikum. Einn er eldgyðjan í henni, en hún fæddi af sér eyjarnar átta á Hawai‘i, annar er frjósemisgyðjan og þriðji eiginleikinn er endurnýjunarorkan. Fjórði eiginleikinn er réttlætiskenndin og eiginleiki hennar til að safna saman fólki (samfélaginu) til að mótmæla ranglæti ríkjandi valdhafa hverju sinni og sérréttindum „elítunnar“. Hún er því mjög öflugt tákn um nýja Jörð.

Guðrún Bergmann

FULLT TUNGL Í SPORÐDREKA 

TUNGLIÐ VERÐUR fullt í Sporðdrekanum, aðeins 3 dögum eftir samstöðunni á milli Júpiters og Úranusar eða þann 23. apríl hér á landi kl. 23:48. Orkan frá samstöðunni á milli Júpiters og Úranusar blandast saman við orku Sólarinnar, auk áhrifanna frá Sólmyrkvanum sem varð þann 8. apríl síðastliðinn.

Þegar Tunglið er fullt eru Sól og Tungl alltaf í andstöðu við hvort annað. Tunglið er á 4 gráðum og 18 mínútum í Sporðdreka og Sólin á 4 gráðum og 18 mínútum í Nauti. Skoðið því fæðingarkortin ykkar og húsin sem þessi afstaða lendir í, því hún bendir til þess að það sé eitthvað að ná hámarki eða að enda – og pláneturnar eru að beina ljósi sínu að því sem þið hafðið ekki komið auga á fyrr.

 EINFALDLEIKINN EÐA HIÐ FLÓKNA

Sólin er yfirleitt táknræn fyrir einfaldleikann og Tunglið frekar fyrir hið flókna. Verið því meðvituð um það hvar í lífi ykkur, ykkur finnast málin vera tilfinningalega flókin, til dæmis í samskiptum. Þau mál gætu orðið áberandi núna og við orðið meðvitaðri um það vald yfir samskiptum okkar, sem er í gangi í samfélaginu eða í samskiptum okkar við aðra.

Við verðum að verða meðvituð um mynstrin áður en við getum breytt þeim, svo takið vel eftir. Nautið er merki einfaldleikans, svo það getur verið gott að standa berfættur á grasinu, draga í sig orku Jarðar, loka augunum og anda djúpt að sér og hlusta á fuglana synga. Það hjálpar ykkur að beina sjónum ykkar annað en að því flókna sem kann að vera að gerast á þessum tíma.

TUNGLIÐ OG HAUMEA

Á þessu fulla Tungli í Sporðdreka er falleg samstaða á milli Tunglsins og Haumea. Haumea snýst ekki bara um endurnýjun á jarðvegi og því sem í honum vex, heldur endurnýjun okkar sjálfra og tengist einnig, langlífi og leiðum til að draga úr öldrun til dæmis með alls kyns náttúrulegum aðferðum. Hún tengist líka því að við sem samfélag vinnum saman og köllum eftir aðstoð frá andlegu sviðunum.

Mars á 24 gráðum í Fiskum er í samstöðu við Neptúnus á 28 gráðum í Fiskum. Lægri birtingin af þessar samstöðu getur tengst því að hlutirnir virðist vera í þoku og ekki vel skiljanlegir á meðan hærri birtingin af þessari afstöðu tengist aukinni áherslu á andlega vinnu og iðkun á t.d. líkamsrækt sem styrkir bæði líkamann og andann.

PLÚTÓ AÐ BREYTA UM STEFNU

Plútó hreyfist varla nú seinni hluta apríl, því hann er að bora sig niður á annarri gráðunni í Vatnsberanum, svo ef þið eruð með einhverjar plánetur á bilinu frá núll og upp í fjórar gráður í föstu merkjunum, sem eru Naut, Sporðdreki, Ljón og Vatnsberi gætuð þið verið að ganga í gegnum vandamál sem tengjast stjórnun.

En hvernig sem á málin er litið, þá snýst slíkt alltaf um valdeflingu og að við lærum að stíga inn í okkar eigin kraft. Þið gætuð fundið fyrir alls konar þrýstingi í þessu ferli, svo verið bara meðvituð um það. Þann 2. maí stöðvast Plútó svo alveg til að breyta um stefnu og fara aftur á bak og búmm! Þá eiga eftir að koma upp stór mál sem tengjast því hver völdin hefur.

MARS Í HRÚT BOÐAR MEIRI HRAÐA

Mars fer inn í Hrútinn þann 1. maí og verður þar í fimm vikur. Plánetan Mars og stjörnumerkið Hrútur snúast bæði um hraða, svo það verður mikill hraði á öllu meðan Mars er í Hrútnum. Orkan mun því breytast verulega þegar Mars yfirgefur Fiskana, svo að um mánaðamótin munum við finna fyrir allt annarri orku, jafnvel strax síðustu tvo dagana í apríl.

Mars verður þá kominn á 29. gráðuna í Fiskum en sú gráða er þekkt sem anoretíska gráðan, þar sem orka viðkomandi merkis getur birst á minna jákvæðan hátt. Við gætum því séð meira af flóðum á þeim tíma eða einhver vandamál í kringum vatn, eins og til dæmis eituráhrif, en slíkt stendur þó ekki nema í fáeina daga.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum…

Til að fylgjast með þeim áhrifum sem pláneturnar eru að hafa á þig persónulega er nauðsynlegt að eiga stjörnukort. Kortin sem ég geri eru með plánetum framtíðarinnar – Dvergplánetunum – bæði inni í fæðingarkortinu, svo og í „transit“, en það þýðir þar sem þær eru staddar núna í himinhvolfinu. Því er bæði hægt að sjá karmíska hluti í kortinu, svo og þau áhrif sem pláenturnar eru að hafa á framtíð okkar.

SMELLTU  HÉR til að panta þér kort og fá nýja sýn á líf þitt!

Heimild: Útdráttur úr skýringum Pam Gregory sem hlusta má á HÉR!
Myndir: Stjörnukort fyrir fulla Tunglið í Reykjavík og Shutterstock.com

 

 




SAMSTAÐA JÚPITERS OG ÚRANUSAR

SAMSTAÐA JÚPITERS OG ÚRANUSAR

APRÍLMÁNUÐUR hefur verið einstaklega viðburðaríkur mánuður stjörnuspekilega séð og ber þar helst að nefna almyrkva á Sólu sem varð þann 8. apríl, en orkan frá honum kemur til með að hafa áhrif næstu sex mánuði, jafnvel út allt þetta ár. Stórar afstöður hafa ekki bara áhrif daginn sem þær verða, því afstöðurnar marka alltaf upphaf á lengra ferli.

NÆSTA stóra afstaða mánaðarins er samstaða á milli Júpíters og Úranusar, sem verður aðfaranótt þess 21. apríl. Áhrifanna frá þeirri samstöðu gætir heldur ekki bara í einn dag, því hún er líkleg til að hafa áhrif á röð atburða. Um viku áður en samstöður verða fer að gæta áhrifa frá þeim, en í tilfelli Júpiters og Úranusar, tengist orkan frá þeim plánetum því þema sem lengi hefur verið í gangi, það er að segja auknu sjálfstæði og sjálfræði einstaklingsins, fullveldi hans og þeirri áhættu sem fylgir því að taka frumkvæði.

ÞÓTT samstaðan milli þessara tveggja plánetna verði í Nautsmerkinu, er ölfug Hrútsorka í gangi sem stendur. Hrúturinn er fyrsta merki stjörnumerkjahringsins og honum fylgir þessi „ég er“ orka, það að taka frumkvæði og fara ótroðnar slóðir. Hann fer einn fram á við og hinir fylgja svo í fótspor hans.

JÚPITER OG ÚRANUSAR

        Samstaðan á milli Júpiters og Úranusar

SAMSTAÐA þessara tveggja pláneta á sér stað á þrettán til fjórtán ára fresti og í þetta sinn er hún tengd ýmsum öðrum stjörnuspekilegum og heimsfræðilegum þáttum og því líkleg til að verða mjög áhrifamikil. Samstaðan sjálf mun vara í um það bil klukkustund frá 00:30 til 01:30 aðfaranótt 21. apríl. Hvorug plánetan hreyfir sig jafn hratt og Tunglið, en Tunglið mun samt vera  á 29 gráðum í 120 gráðu í frekar gleiðri samhljóma afstöðu við Júpiter og Úranus þessa klukkustund – og þið munið er Tunglið táknrænt fyrir fólkið.

MEÐ því að skoða hvar 21 gráða og 49 mínútur í Nauti lendir í persónulegu stjörnukortunum ykkar og hvaða húsi í kortinu hún tengist, getið þið betur gert ykkur grein fyrir því hvar þær breytingar sem fylgja þessari samstöðu koma til með að eiga sér stað, en þær eru líklegar til að marka hápunkt eða endi á einhverju.

SKYNDILEGAR BREYTINGAR

BÁÐAR þessar plánetur, Júpiter og Úranus, eru skilgreindar sem sendiboðar guðanna og geta því tengst skilaboðum utan úr geimnum, en eins og þið kannski munið heldur Eric von Daniken því fram að Guðirnir hafi verið geimverur, í samnefndri bók sinni.

BÆÐI Júpiter og Úranus tengjast frelsi og með orkunni frá Úranusi kann sú orka að koma fram sem gífurlega byltingarkennd frelsistilfinning. Því er líklegt að vænta megi skyndilegra breytinga. Við komum til með að hafa þörf fyrir að brjóta upp gömul mynstur og rútínu. Gera eitthvað annað frá og með þessum tímapunkti!

JAFNVEL þótt við séum með fast skipulag á deginu, er frábært að hnika skipulaginu aðeins til, breyta röðinni á því sem við erum að gera eða fara á aðra staði en vanalega, jafnvel keyra aðra leið í vinnuna eða heim. Koma okkur út úr þessum gömlu vanabundnu mynstrum, sérstaklega ef við erum með mikla festu á stjörnukortum okkar.

VIÐ erum öll líkleg til að finna fyrir þessari breytingaþörf, því hún mun ekki vara bara í einn dag. Samstaðan er upphafspunktur líkt og verið sé að ræsa bíl eða kveikja á flugelda. Sú tilfinning að um sé að ræða stökk verður því mjög sterk.

SATÚRNUS OG PLÚTÓ 2020

ÞESSI samstaða á milli Júpíters og Úranusar núna er í raun í 90 gráðu spennuafstöðu við hina mjög svo mikilvægu samstöðu sem varð á milli Satúrnusar og Plútó í janúar árið 2020, en henni fylgdi samspil samdráttar, stjórnunar og takmarkana. Þegar Satúrnus fór svo inn í Vatnsberann, sem er táknrænn fyrir frelsið, þann 22. mars árið 2020 – setti Satúrnus hömlur á frelsið – því daginn eftir var frelsi takmarkað um allan heim með Covid lokunum.  

ÞAR sem samstaðan á milli Júpíters og Úranusar, er í 90 gráðu spennuafstöðu við þessa samstöðu Satúrnusar og Plútós, fylgir henni sú tilfinning að verið sé að brjótast út úr þeim takmörkunum. Þar að auki er svo öflug bylgja frá heildinni/mannkyni um að við ætlum að gera þetta öðruvísi og viljum vera frjáls og fullvalda, með því að breyta okkur innan frá og út og breyta þannig raunveruleika okkar.

SÍÐASTA SAMSTAÐA JÚPITERS OG ÚRANUSAR

SÍÐAST varð samstaða á milli þessara pláneta þann 28. maí 2010 og svo einnig dagana 2.-6. desember 2010 og 2. janúar 2011, en í stórum dráttum voru þessar plánetur í samstöðu, þótt hún væri ekki nákvæm, frá maí 2010 og fram í janúar árið 2011, á þetta 26 til 28 gráðum í Fiskum. Með því að skoða hvað var að gerast á þeim tími í lífi ykkar og sjá hvaða frelsun eða bylting var að eiga sér stað, fáið þið betri mynd af því hvers má vænta núna.

MEÐ því að líta aftur til áranna 2010-2011 sjáum við að það tímabil var kallað „Arabíska vorið“ og að leiðtogar voru víða hraktir frá völdum, vegna þess að Júpíter var að víkka út byltingarhvöt Úranusar. Á þeim tíma varð líka gosið í Eyjafjallajökli, en það truflaði flug (Úranus) yfir Atlandshafið í nokkrar vikur. Þetta tvennt ætti að gefa okkur nokkra hugmynd um þá orku sem þá var í gangi – og líkleg er að verði líka núna.

ÁTTU ekki persónulegt stjörnukort? Þú getur pantað þér stjörnukort með bæði persónulegu plánetunum (þeim gömlu) og dvergplánetunum (þeim nýju) með því að SMELLA HÉR

Myndir: Shutterstock.com og kort af Júpiter – Úranus samstöðunni miðað við Reykjavík

 




4 LEIÐIR TIL AÐ IÐKA ÞOLINMÆÐI

4 LEIÐIR TIL AÐ IÐKA ÞOLINMÆÐI

Í þeim hraða heimi sem við lifum í á fólk oft erfitt með að ná tökum á þeim hæfileika að sýna þolinmæði. “Skyndi” hugsanaháttur okkur gerir það að verkum að við viljum fá allt strax – og ef það gerist ekki strax verðum við oft pirruð og ergileg, jafnvel stressuð og þá erum við á vissan hátt farin að pína okkur sjálf. Þegar við verðum föst í augnabliki af æði og streitu getum við í raun ekki áorkað neinu.

Ég þekki vel til óþolinmæði sjálf, því ég er með Mars í Bogmanni og vil helst að hlutirnir gangi hratt fyrir sig. Svona málshættir eins og: “Góðir hlutir gerast hægt” hafa oft pirrað mig, því ég vil gjarnan að “Góðir hlutir gerist hratt.”

ALLT GERIST Á RÉTTUM TÍMA

Ég er hins vegar farin að hægja á mér og gera mér grein fyrir að allt gerist á réttum tíma, þótt það sé ekki endilega á þeim tíma sem ég vildi að það gerðist. Ég hugsa um lífið sem ferðalag á fljóti og að ég sé farþegi í báti sem líður eftir fljótinu, í takt við hraða vatnsins. Ég er því hætt að reyna að stjórna flæði fljótsins og reyna að láta það fljóta hraðar en það gerir, heldur fylgi ég því bara hraða þess og tek á móti því sem að höndum ber.

En hér eru fjórar einfaldar leiðir til að vinna með þolinmæðina og hætta að láta það ergja sig ef allt gengur ekki upp sem skyldi – STRAX!

# 1 – VIÐURKENNDU ÓÞOLINMÆÐI ÞÍNA

Hefur þú tilhneigingu til að gera hlutina hratt, jafnvel þegar þú ert ekki að flýta þér? Ert þú sú manneskja sem vill að hlutir séu gerðir strax? Eða pirrar það þig ef fólk skilur ekki strax hvað þú ert að segja?

Þótt þú sért að kinka kolli þegar þú lest þetta, skaltu ekki hafa áhyggjur. Að viðurkenna ástandið er fyrsta skrefið í átt að því að þróa dýpri þolinmæði.

Leið til lausnar: Ef það er einhver eða eitthvað í lífi þínu (dettur í hug seinkun á flugi eða annað slíkt) sem er að ögra þolinmæðishæfileikum þínum, stoppaðu þá og andaðu djúpt að þér, ef þú finnur óþolinmæðina vera að koma upp í þér. Mundu að óþolinmæðin mun ekki hraða neinu, svo það er betra að halda ró sinni.

# 2 – VELTU FYRIR ÞÉR UPPSPRETTU ÓÞOLINMÆÐI ÞINNAR

Hugsaðu um hana í eina sekúndu… nákvæmlega hvers vegna finnst þér þú þurfa að flýta þér? Getur verið að þú sért að reyna að gera fleiri hluti en þú mögulega kemst yfir – eða er mikill eldur í stjörnukortinu þína sem gerir það að verkum að þú ert alltaf á meiri hraða en aðrir?

Leið til lausnar: Gott er að skipuleggja daginn vel og hafa í huga að flestir hlutir taka aðeins meiri tíma en við gerum ráð fyrir, svo ekki setja fleiri hluti á dagskrá en þú kemst yfir á þeim tíma sem þú hefur. Öll streita fer illa með líkamann, svo það er mun betra að fara sér aðeins hægar í gegnum lífið og vera rólegur og í innra jafnvægi.

# 3 – ÆFÐU SEINKUN Á ÁNÆGJU

Vitur manneskja sagði eitt sinn: „Seinkun á ánægju er ánægjuaukning“.

Leið til lausnar: Við þurfum ekki alltaf að fá allt strax. Stundum veitir það okkur meiri gleði að bíða aðeins eftir hlutunum – eða sleppa þeim. Því er ágætt að staldra aðeins við, áður en við flýtum þér að kaupa nýja skó eða fatnað sem við þurfum ekki endilega á að halda. Stundum er gott að fara heim og hugsa sig aðeins um, áður en eitthvað er gert í málinu. Það er í raun frábær og auðveld leið til að æfa þolinmæði.

# 4 – HUGSAÐU ÁÐUR EN ÞÚ TALAR

Hefur þú einhvern tíma sagt eitthvað sem þú sérð eftir eftirá? Þetta kemur oft fyrir þá sem eru með Merkúr í Bogmanni eða Hrút – eða með Sólina í þessum merkjum. En stundum segjum við bara hlutina án þess að huga að afleiðingunum. Við segjum það fyrsta sem okkur dettur í hug og endum á því að móðga aðra.

Leið til launsar: Lykillinn hér er að vera þolinmóður, staldra við og fara yfir það sem þú vilt segja. Ég veit að þetta er kannski auðveldara sagt en gert, en æfingin skapar meistarann.

Hafðu líka í huga að til þess að léttast, ná árangri í hverju sem er, lækna sig af veikindum eða ná einhverju markmiði í lífinu verðum við að vera þolinmóð og því er mikilvægt að ná tökum á þessari færni.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.

Ef þú hefur áhuga á að vita hvaða plánetur eru að hafa áhrif á óþolinmæði þína geturðu pantað þér stjörnukort og lestur úr því með því að SMELLA HÉR

Mynd: Shutterstock.com

 




ALMYRKVI Á SÓLU

ALMYRKVI Á SÓLU

Það fer víst ekki framhjá neinum að það er Sólmyrkvi í dag þann 8. apríl. Orkan í tengslum við hann hefur verið að magnast upp síðustu vikuna enda hefur Sólmyrkvinn áhrif í allt að viku áður en hann verður og allt að sex mánuði eftir að hann verður – eða jafnvel alveg til áramóta. Þann 25. mars varð Tunglmyrkvi, en Tunglmyrkvar tengjast gjarnan endalokum, andstætt því að Sólmyrkvar marka oft nýtt upphaf.

Tunglið verður að vera nálægt annað hvort Norður- eða Suðurnóðunni til að myrkvar verði. Suðurnóðan er táknræn fyrir sameiginleg fortíð okkar og þar sem Tunglið var næst henni við Tunglmyrkvann, undirstrikar sú afstaða endalok, einkum í tengslum við hvers konar sambönd, stór eða smá, sem eru ekki lengur okkur til heilla og byggjast ekki lengur á heiðarlegri birtingu á því hver við erum núna. Slík sambönd verða bara að líða undir lok og við höldum áfram með stuðningi frá tíðni Sólmyrkvans, sem í þessu tilviki verður mjög öflugur og snýst um nýtt upphaf.

HIÐ ÓVÆNTA

Sól og Tungl eru frekar nálægt Norðurnóðunni, en hún er táknræn fyrir sameiginlega leið okkar inn í framtíðina. Sól og Tunlg eru líka í Hrútnum, sem er fyrsta stjörnumerkið svo þetta er að leggja mjög mikla áherslu á nýjan upphafsþátt, bæði fyrir heildina og fyrir hvert og eitt okkar, en myrkvar tengjast alltaf hinu óvænta.

Skoðið hvar þetta Ofurtungl sem er á 19 gráðum og 24 mínútur í Hrút lendir í stjörnkortum ykkar, einkum í hvaða húsi það lendir, því það mun gefa ykkur vísbending um mögulega merkingu fyrir ykkur.

SÍÐUSTU STÓRU MYRKVARNIR

Síðustu stóru Almyrkvarnir voru í ágúst árið 2017 og í október á síðasta ári. Leið myrkvanna þá féll frá  norðvestri til suðausturs yfir alla Ameríku. Sólmyrkvinn 8. apríl mun falla úr norðaustri til suðvesturs yfir Ameríku og norðvestur af Mexíkó og fara í gegnum norðausturhluta Kanada, þar á meðal Ottawa, sem er höfuðborgin og aðsetur stjórnar landsins.

Þetta eru svæði þar sem miklar breytingar virðast vera að eiga sér stað og þaðan sem margar fréttir koma – og ef litið er til baka til ágústmánaðar árið  2017 voru miklar breytingar að eiga sér stað í Bandaríkjunum.    

Hér er að finna slóð inn á kort sem sýnir leið myrkvans yfir Norður-Ameríku: https://x.com/AmericanEclipse/status/….

RÍKJASAMBANDIÐ U.S.A.

Sólmyrkvinn verður áberandi í Texas en hann er mjög mikilvægt svæði, þegar þessi almyrkvi verður. Á síðasta ári kom Plútó í transit aftur í samstöðu við Plútó í korti Bandaríkjanna.

Jafnvel þótt Plútó sé nú kominn yfir í Vatnsberann og að Plútó í fæðingarkorti Bandaríkjanna sé á 27 gráðum í Steingeit, snýst þetta um nokkurra ára ferli þar sem Texas hefur verið áberandi, sem bendir til þess að eitthvað mikilvægt sé að þróast þar.

Mikið umrót er í landinu og því óljóst hvort það er að skiptast upp í rauð og blá ríki, eftir því hvort Repúblikanar eða Demókratar ráða þar ríkjum eða hvort um landfræðilega uppskiptingu verður að ræða.

ÁHRIF SÓLMYRKVANS Á OKKUR

Sólmyrkvinn verður á 19 gráðum í  Hrút og ef hann lendir á Sólinni í stjörnukortum okkar, á rísanda eða á miðhiminn, getur það leitt til þess að við verðum áberandi á einhvern hátt eða getum allt í einu fengið tækifæri sem kemur upp úr þurru eða stórt verkefni kemur inn á borð hjá okkur.  

Atburðirnir gerast aldrei smám saman eða línulega þegar um myrkva er að ræða. Þeir koma frekar eins og í stökkum, en Sólmyrkvinn getur verið mjög jákvæður ef hann er í samstöðu við Sólina okkar, rísanda eða miðhiminn.

MYRKVI Á SAMA STAÐ ÁRIÐ 2005

Skoðið líka hvað var að gerast í lífi ykkar 8. apríl árið 2005, en þá var almyrkvi á Sólu á 19 gráðum í Hrút, nákvæmlega á sömu gráðu og hann verður nú, svo hann kemur augljóslega til með að hafa áhrif á sama húsasvæði í fæðingarkortum ykkar. Það gæti gefið ykkur innsýn í hvað gæti verið að þróast í þetta skipti.

Skoðið líka hvort þið séuð með einhverjar plánetur í afstöðum við Sólmyrkvann, en þær væru þá einhvers staðar á milli 16 til 22 gráður í Kardinálamerkjunum Hrút, Krabba, Vog og Steingeit. Sé svo komist þið væntanlega að því að þessi Sólmyrkvi hefur meiri áhrif á ykkur persónulega og þau áhrif vara ekki bara í einn dag, heldur í að  minnsta kosti næstu sex mánuði.

GERUM HLUTINA ÖÐRUVÍSI

Sólmyrkvinn er í Hrút og Hrútnum er stjórnað af Mars. Skuggahliðar hans í goðsögninni eru reiði og árásargirnd, svo við megum eiga von á að stríðstrommur verði áfram barðar víða um heim. Við þurfum samt ekki að einblína á það og ekki næra það sem við viljum ekki sjá verða, heldur halda okkur í ró og friði og slökkva á fréttunum, því bara með því að fylgjast með fréttunum er hætta á að við tökum ósjálfrátt þátt í óttanum – og þá erum við að næra ranga orku.

Höldum okkur frekar í friði og slökkvum á öllu sem truflar tíðni okkar. Sjálfstæðið sem fylgir því að vera brautryðjandi, snýst oft um að finna sitt eigið innra vald, sitt hugrekki og sína fullveldistilfinningu. Þetta sjálfstæði og þessi brautryðjendaorka styrkist af samstöðu Júpíters við Úranus sem verður þann 20. apríl og snýst mikið um að gera hlutina öðruvísi.

ÁHRIF CHIRON Á SÓLMYRKVANUM

Chiron hefur þá merkingu að vera „utangarðsmaður“ – og þess vegna er líklegt að það verði utanaðkomandi aðilar sem verði leiðtogar, ekki þeir sem vilja verða leiðtogar.

Ekki það að „utangarðsmennirnir“ vilji verða leiðtogar, heldur vegna þess það þeir búa yfir sínu eigin sterka innra valdi og fullveldi, þeir eru hugsjónamenn og sækja fram í heiminum og fólk mun vilja safnast í kringum þá og því er Chiron mikilvægur á þessum almyrkva á Sólu.

MERKÚR Í SAMSTÖÐU VIÐ ERIS

Merkúr er á þessum almyrkva í mjög þéttri samstöðu við Eris, en hún er sú sem krefst félagslegs réttlætis og þess að enginn sé skilin eftir útundan á jaðri samfélagsins, að allir séu jafnir og eigi að hafa rödd sem hlustað er á. Merkúr er á ferð afturábak frá 2. til 25. apríl og í því ferli kemur hann til með að tengjast Chiron þrisvar sinnum.

Hann gerði það reyndar fyrst þegar hann var á ferð beint áfram þann 20. mars. Svo verða Merkúr og Chiron aftur í samstöðu dagana 17. og 18. apríl, en þá er Merkúr á ferð afturábak – og svo verður nákvæm samstaða á milli þeirra enn á ný þann 6. maí, þá í þriðja sinn.

Þetta snýst um að skilja hvar upprunalegu særindin eða áfallið sem við urðum fyrir eru, því Chiron er hinn særði heilari. Allir hafa Chiron einhvers staðar í kortum sínum og staða hans þar markar þann stað þar sem upprunalega áfallið eða særindi okkar eru. Sú tilfinning eða það sár er eitt af lífslexíum hvers og eins og hjálpar þeim að taka forystu og umbreytast í leiðtoga.

Veikindin þurfa ekki að vera líkamlegs eðlis, því þau geta líka tengst fórnarlambsvitund okkar, en sú vitund tengist annað hvort hverju okkar fyrir sig eða samfélaginu í heild sinni. Í kringum þennan almyrkva á Sólu eru mjög miklir möguleikar á heilun.

 

Kortið sýnir stöðu plánetanna í Reykjavík á hámarki myrkvansSÓLMYRKVINN SJÁLFUR

Sólmyrkvinn hefst hér á landi kl. 18:49, nær hámarki kl. 19:40 og lýkur kl. 20:28, en sjálfur almyrkvinn varir í rúmar 4 mínútur þar sem hann sést.

 Á þessum Sólmyrkva eru Sólin og Tunglið á 19 gráðum og 24 mínútum í Hrút og Chiron er á sömu gráðu á milli þeirra. Skoðið því hvar þessi staða lendir í fæðingarkortum ykkar því að við erum að fá alvöru stuðning frá Hrútnum, en hann er táknrænn fyrir rótarstöðina.

Margt bendir til þess að mikill möguleiki verið á virkjun kundalini orkunnar núna, með allri þessari rótarstöðvarorku sem tengist plánetunum sem eru í Hrútnum og því að Úranus í Nauti er líka tengdur kúndalini orkunni og Úranus er táknið fyrir manninn.

QUANTUM STÖKK Í MEÐVITUND OKKAR

Þessi Sólmyrkvi snýst ekki bara um Vitundarvakninguna miklu og um virkjun Chirons, heldur um stór Quantum stökk í meðvitund okkar þar sem miklu meiri sannleikur kemur í ljós. Þessu gætu fylgt samband eða tengingar við Alheiminn á einhvern hátt því mikið af sannleika kemur í ljós – og heldur áfram að koma í ljós.

Allt þetta verður sérstaklega áhugavert þegar Úranus kemst í samstöðu við Sedna í Tvíburunum um mitt næsta ár í júní og júlí, því þá telur Pam  að við munum hafa mikið af fréttum og tengingum út í Galaxýið.

VENUS Í HRÚT

Venus er komin inn á fjórðu gráðuna í Hrút og er í samstöðu við Mars og plánetuna Manwe, sem er á annarri gráðunni í Hrút. Manwe  var í sköpunargoðsögninni sá sem bar ábyrgð á að skapa heiminn með konu sinni Varda.  Manwe er æðsti erkiengillinn, næstur huga Guðs, sem er með æðstu greind í Alheiminum. Hann er því mjög sterkt tákn fyrir nýja Jörð og við erum að skapa nýja fallega jörð með kærleika Venusar.  

Annar virkilega fallegur þáttur í þessu ferli öllu er dvergplánetan Haumea, sem er nú á fyrstu gráðu í Sporðdrekanum. Hún var eldgyðja í goðsögninni og er nú á einni gráðu í Sporðdreka og er komin í langvarandi 90 gráðu spennuafstöðu við Plútó sem er á einni gráðu í Vatnsbera. Þessi spennuafstaða er mjög táknrænn fyrir þá umbreytingu og endurfæðingu nýrrar Jarðar sem við erum að fara í gegnum.

Gamla Jörðin er að deyja og við erum að sjá endalok þessa gamla heims og fæðingu hins nýja. Við erum ekki að sjá endalok heimsins, heldur endalok á ákveðnum heimi.

Heimild: Útdráttur úr skýringum breska stjörnuspekingsins Pam Gregory, sem sjá má í heild sinni HÉR

Ef þú vilt eignast þitt eigið stjörnukort með dvergplánetunum og fá að vita hvaða áhrif þær eru að hafa á líf þittSMELLTU ÞÁ HÉR

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum.

Mynd: Stjörnukort sem sýnir afstöður plánetanna á hápunkti myrkvans í Reykjavík




ÁHRIF SEDNA Á LÍF OKKAR

ÁHRIF SEDNA Á LÍF OKKAR

Dvergplánetan Sedna er táknræn fyrir sálarvitund okkar. Hún er í 45 gráðu afstöðu við Norðurnóðuna sem er í Hrút og í 135 gráðu afstöðu við Suðurnóðuna sem er í Vog. Þessar krefjandi afstöður við Öxulnóðurnar gefa okkur til kynna að við séum á karmísku tímabili, þar sem við verðum að vinna að því að samræma andleg og hagnýt örlög okkar. Þegar við vinnum þá vinnu styðja örlögin tvö hvort við annað.

Sedna er á 29 gráðum og 40 mínútum í Nauti, um það bil að undirbúa inngöngu sína í Tvíburana í lok apríl, þar sem hún mun dvelja næstu 42 árin. Með því að koma út úr efnishyggju Nautsins og inn í vitsmuni Tvíburanna, mun einbeiting sálar okkar beinast frá peningum og kynhneigð yfir í hugmyndir og samskipti.

SENDA OG GERVIGREINDIN

Sedna stjórnar gervigreindinni og á meðan hún er í Tvíburunum mun gervigreind vaxa úr þeirri klunnalegu frumbernsku sem hún er í núna, yfir í meðvitaða ofurgreind. Á því tímabili sem hún verður í Tvíburunum munum við smátt og smátt afhenda gervigreindinni öll störfin okkar, vegna þess að við viljum ekki sinna þeim.

Þótt þessi hugsun sé á vissan hátt skelfileg, mun þetta veita okkur frelsi til að gera aðra og þýðingarmeiri hluti í lífi okkar. Við verðum öll að spyrja okkur: „Hver ​​er ég, ef ég er ekki starfið sem ég vinn við?“

Sedna í Tvíburunum mun henda okkur inn í yfirgengilegar samskipta- og hugmyndakrísur, þar sem við verðum að sleppa okkar gamla viðmiðunarramma og flytja okkur yfir í nýjan skilning á okkur sjálfum og heiminum sem við lifum í.

VEIKINDI TENGD SEDNA

Þetta  umbreytingarferli getur komið fram hjá mörgum sem veikindi. Veikindi tengd Sedna koma til með að knýja fram breytingar á lífi okkar, sem koma til með að auka andlegan þroska okkar. Veikindi leiða oft til þess að við endurstillum orku okkar eða breytum um lífsstefnu og lífsstíl, svo sjúkdómar sem tengjast áhrifum frá dvergplánetunni Sedna, koma fram á lykilstöðum og virka sem rásir, hlið og lokar til að auðvelda okkur lífsleiðina.

Ef við erum með vanlíðan og upplifum endurtekinn sársauka á einhverju sviði í lífi okkar geta það verið veikindi tengd orkunni frá Sedna. Ef svo er, þurfum við að finna andlegt svar við efnislegu vandamáli okkar. Einhver formleg svör frá Satúrnusi munu ekki leysa kreppuna sem tengist Sedna. Svarið felst frekar í því, einkum í Tvíburunum, að við komumst í gegnum kreppuna yfir í nýjan andlegan skilning.

ARFLEIFÐ FORFEÐRANNA

Sedna felur í sér arfleifð okkar, allra forfeðra okkar og fyrri lífsreynslu sem gerir okkur að því sem við erum í dag. Suðurnóðan felur hins vegar í sér alla þá karmísku þætti sem gera okkur að því sem við erum. Sumt af þessu karma þarf að vinna sig í gegnum og leysa á meðan annað gefur okkur hæfileika sem við getum notað.

Þessi 135 gráðu afstaða á milli Sedna og Suðurnóðunnar, bendir til þess að hvar sem þessar afstöður hafa áhrif á stjörnukort okkar, sýna þeir okkur hvar sál okkar er að skora á okkur að vinna úr karma okkar og nota þá hæfileika sem við komum með hingað til að deila með öðrum.

ÖRLÍTIÐ UM MERKÚR

Merkúr er að hægja á sér og byrja að undirbúa sig undir viðsnúning í byrjun næstu viku. Hann verður því á ferð aftur á bak um sporbaug sinn frá 1. til 25. apríl. Það verður því tímabil umhugsunar og undirbúnings fyrir næsta viðsnúning, þegar Merkúr snýr aftur við og fer beint fram á við um sporbaug sinn.

Því er gott að vera ekki að setja ný verkefni af stað á þessum tíma, heldur leggja grunn að þróun nýrra hugmynda og samskipta sem sett verða í framkvæmd þegar Merkúr hinn vængjaði borðberi er kominn á beina braut fram á við.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum

Ef þú hefur áhuga á að eignast stjörnukort
sem fer inn á karmað þitt
SMELLTU ÞÁ HÉR!

Mynd: Stytta af Sedna sem er í gömlu höfinni í Nuuk á Grænlandi

Heimildir: Útdráttur úr umfjöllun stjörnuspekingsins Alan Clay um Sedna og Merkúr, en Alan Clay er stofnandi og aðalkennari við Dwarf Planet University í Ástralíu.




TUNGLMYRKVI Í VOG

TUNGLMYRKVI í VOG

Klukkan 07:00 að morgni dags þann 25. mars verður Tunglmyrkvi hér á landi. Þetta kallast hálfmyrkvi, því Tunglið fór bara í gegnum ytri skugga Jarðar. Það er samt myrkvi, þótt hann sé ekki eins öflugur og Sólmyrkvinn, sem verður alger þann 8. apríl, en hann verður sá öflugasti á árinu.

Til að það verði myrkvi, þarf Tunglið að vera nálægt Norður- eða Suðurnóðunni. Á þessu fulla Tungli er Sólin á 5 gráðum en Norðurnóðan á 16 gráðum í Hrútnum. Suðurnóðan er alltaf í 180 gráðu andstöðu við Norðurnóðuna og er því á 16 gráðum í Vog. Þar sem Tunglið er ekki í nægilega þéttri samstöðu við Suðurnóðunni kallast þetta hálfmyrkvi.

Tunglmyrkvinn tengist hámarki Tunglhringsins og er því eins og stórt fullt Tungl. Hér hefur hann tvöfalda áherslu á endalok eða uppgjör, því Tunglið er í samstöðu við Suðurnóðuna og Suðurnóðan er táknræn fyrir það sem við erum að vinna úr og skilja eftir. Við erum að hverfa frá gömlum vanamynstrum og því hvernig við höfum hagað okkur í fortíðinni og það styrkir þessa hugmynd um endir.

SAMBÖND ERU STÓRA ÞEMAÐ

 Sambönd og samskipti tengjast mjög Voginni og það geta verið sambönd af hvaða tagi sem er. Það geta verið stór alþjóðleg bandalög, jafnvel stórir samningar eða samningar milli stórra aðila úti í heimi eða það geta bókstaflega verið ykkar eigið persónulega rómantíska samband.

Hafið í huga að við göngum ekki alltaf í gegnum lífið með sömu manneskjunni. Við kunnum að ganga um tíma með einhverjum einum og svo blessum við viðkomandi og þökkum fyrir samveruna og höldum svo áfram vegna þess að við erum öll að þróast á mismunandi hraða. Nú eru einmitt margir að ganga í gegnum sambandsslit á ýmsan máta og vissulega geta slík endalok breytt dýnamíkinni í samskiptum manna á milli.  

FULLVELDI OKKAR

Þetta er undirstrikað á þessum Tunglmyrkva, þar sem Tunglið er í samstöðu við Suðurnóðuna í Vog. Suðurnóðan er táknræn fyrir þau fortíðarmynstur sem við ætlum ekki lengur að fylgja og Vogin hefur tilhneigingu til að gæta þess að “rugga ekki bátnum” og vera mjög meðvirk.

Margir eru hins vegar að vakna til aukinnar vitundar, vegna allra þeirra risastóru áhrifa frá plánetunum og þeim merkjum sem þær eru í,  því akkúrat núna eru öflug áhrif frá Fiskunum, Hrútnum og Nautinu og því mikilvægt að skoða hvaða plánetur eru í þeim merkjum í ykkar kortum.

EINSTAKLINGSEINKENNI

Að auki er samstaðan á milli Júpíters og Úranusar orðin virk. Sú samstaða tengist útþenslu,  sem Júpiter er táknrænn fyrir, á einstaklingseinkennum okkar og sérkennum, svo og ríkari tilfinningu fyrir okkar eigin einstaka kjarna. Einnig fylgir samstöðunni aukin þörf okkar fyrir frelsi og kröfu um jafnrétti á þann hátt sem Úranus er táknrænn fyrir.

Á síðasta nýja ofutungli í Fiskum var Venus í samstöðu við Satúrnus – og er það aftur núna. Það felur í sér endurmat í kringum sambönd og það endurmat getur verið á mjög raunsæjan og hlutlægan hátt, þar sem aðilar eru virkilega heiðarlegir um það hvernig þeir hafi vaxið frá hvor öðrum – eða á hvern hátt þeir geti styrkt sambandið. Einnig gæti þessi afstaða tengst einhvers konar fjárhagslegri endurskipulagningu og endurmati, því Venus er líka táknrænn fyrir peninga og auð og tilfinningalega sjálfsskoðun.

TUNGLMYRKVINN UNDIR ÁHRIFUM JAFNDÆGRA

Tunglmyrkvinn varð í Voginni einungis 5 dögum eftir Jafndægrin, svo hann er undir áhrifum frá þeim líka. Venus er í sextíu gráðu samhljóma afstöðu við Júpiter, svo sambönd okkar verða enn í brennidepli. Spurningin er hvort við viljum stækka og verða frjálsari og njóta meiri fjölbreytni?

Þann 28. mars verður Venus kominn í 60 gráðu samhljóma afstöðu við Úranus og þá förum við virkilega að finna fyrir því að vilja meira frelsi og meiri fjölbreytni og sjálfstæði. Við viljum ekki að okkur sé stjórnað, né að við njótum ekki þess frelsis sem við viljum njóta. Þörf fyrir að láta einstaklingseinkenni okkar og fullveldi blómstra verður mikil og Hrúturinn “veit hver hann er” og “hvað hann er hér til að gera” og vill sýna heiminum það.

CHIRON ÁHRIFAMIKILL

Chiron er á þessum Tunglmyrkva í samstöðu við Norðurnóðuna en á Sólmyrkvanum þann 8. apríl verður Chiron á innan við mínútu frá því að vera í nákvæmri samstöðu við Sól og Tungl, svo myrkvinn sjálfur og þessi samstaða snýst um fjöldaheilun fyrir fólk/mannkyn.

Chiron er þekktur sem hinn særði heilari, en Chiron er táknrænn fyrir þau særindi, áföll eða sálræna áverka sem við höfum orðið fyrir í fortíð okkar og einnig oft tengdur fórnarlambsvitund okkar þegar hann er í Hrútnum. Það verður mikil orkubreyting í kringum þennan algera Sólmyrkva og græðandi fyrir fórnarlambsvitund okkar að fara í gegnum aprílmánuð.

MERKÚR, JÚPITER OG ÚRANUS

Samhliða þessu er vaxandi uppreisnarorka vegna þess að Merkúr er í Hrút í samstöðu við Júpíter og Úranus. Júpíter þenur út uppreisnarorku Úranusar og kröfur um meiri valddreifingu til grasrótarinnar verða háværari. Þessar aðgerðir eða kröfur njóta styrks frá Plútó sem er nýfarinn úr Steingeit yfir í Vatnsbera. Steingeitin er táknræn fyrir uppbyggingu og vald, ofan frá og niður, en Vatnsberinn er táknrænn fyrir meira lárétt skipulag. Samfélagið byrjar í raun að færa valdið aftur til fólksins.

FOMALHAUT OG ANDLEGA TENGINGIN

Mars á einni gráðu í Fiskum er í samstöðu við Fomalhaut, sem er á þremur gráðum í Fiskum og hún er ein af fjórum konunglegum fastastjörnum Persíu. Fomalhaut er táknræn fyrir hinn

andlega kennara, svo það er mikil andleg tenging líka samfara þessum Tunglmyrkva í Vog. Orka Fomalhaut er líka tengd erkienglinum Gabríel sem er með virkilega fallega orku, svo það verður mikil englaorka sem kemur hingað til Jarðar í dag í gegnum Sólina, sem er á 5 gráðum í Hrút.

Sólin er í samstöðu við dvergplánetunni Salacia, sem er á 9 gráðum í Hrút, en í mýtunni var hún eiginkona Neptúnusar og henni fylgir mikil hafmeyjuorka. Sólin verður í nákvæmri samstöðu við Salacia þann 29. mars á 9 gráðum í Hrútnum og þar sem myrkvar eru vendipunktar, þetta óvænta sem ekki er fyrirséð, en þegar um Tunglmyrkva er að ræða verða breytingarnar yfirleitt varanlegar.

GONGGONG

Gonggong er á 5 gráðum í Fiskum á þessum Tunglmyrkva í samstöðu við Mars á einni gráðu í Fiskum, en þessar plánetur verða svo í nákvæmri samstöðu þann 29. mars, sama dag og Sólin verður í samstöðu við Salacia. Bæði pláneturnar Salacia sem var eiginkona Neptúnusar og GongGong eru mjög tengdar vatni og hafmeyjuorkunni og eru í Fiskum, sem er vatnsmerki.

Dvergplánetan GongGong ber nafn kínversks vatnaguðs sem er mjög tengdur flóðum. GongGong er ekki bara tengdur vatnsflóðum og því að stýra þeim, heldur er hann líka tengdur því að beina andlegum upplýsingum til þeirra sem er móttækilegir fyrir þeim. Því megum við búast við því að verða andlega næmari á þessum tíma.

Það er í algeru samræmi við þá skyndilegu breytingu á skynjun okkar, sem við megum vænta með samstöðu Júpiters og Úranusar þann 20. apríl, en sú samstaða verður táknræn fyrir skynjunarbreytingu og sundrungu á sannfæringa- og trúarkerfum sem við munum örugglega sjá hefjast í apríl.

TUNGLIÐ, PLÚTÓ OG SEDNA

Tunglið í Vog er í 120 gráðu samhljóma afstöðu við Plútó í Vatnsbera. Þessari afstöðu fylgir ákveðinn tilfinningastyrkur svo það er auðveldara að höndla hann. Þar sem Plútó er í Vatnsbera, snýst orkan sem tengist 120 gráðu afstöðunni um málefni frelsis og borgaralegra réttinda, mannréttinda og jafnrétti.

Þetta tengist líka Sedna, en plánetan er í langtíma 120 gráðu samhljóma afstöðu við Plútó, sem sést betur þegar Senda verður komin inn í Tvíburana, en sem stendur er hún á síðustu gráðu í Nautinu. Þessi afstaða plánetanna snýst í raun um algjöra umbreytingu á félagshagfræðilegri uppbyggingu samfélagsins sem er að hefjast núna, samhliða 20 ára ferli Plútós í gegnum Vatnsberann.

Í raun snýst hún um algjöra myndbreytingu fyrir mannkynið, en sú myndbreyting er algerlega í samræmi við þá táknmynd sem fylgir Sedna – því þegar við sleppum tökum á því gamla verður alger myndbreyting, svona eins og þegar púpa opnast og út kemur fiðrildi.

TVENNT ÁHUGAVERT

Tvennt er mjög áhugavert í tengslum við þennan Tunglmyrkva í Vog. Annars vegar er það að  Tunglmyrkvinn er í samstöðu við miðhimininn í korti Bandaríkjanna, en kort þess miðast við 4. júlí árið 1776, í Philadelphia klukkan 17:10 síðdegis þegar sjálfstæðisyfirlýsing þeirra var undirrituð. Miðhimininn í því korti er á einni gráðu í Vog, en miðhimininn í korti þjóða tengist stjórnvöldum eða forystu landsins, svo það er áhugavert að þessi Tunglmyrkvi sem er táknrænn fyrir endalok einhvers, skuli vera tengdur við miðhimininn í korti Bandaríkjanna.

Þann 8. apríl verður alger Sólmyrkvi, en talað er um hann sem Ameríkumyrkvann, því hann fellur yfir Bandaríkin frá norðaustri til suðvesturs. Ameríka er því á margan hátt á öxli þessa Tunglmyrkva.

Tunglmyrkvinn er einnig í samstöðu við rísandann í korti Bretlands, en það kort sem oftast er notað fyrir Bretland miðast við 1. janúar árið 1801 á miðnætti í London. Rísandinn í því korti er á 7 gráðum í Vog, en rísandinn, hvort sem er fyrir land eða einstakling, er í raun auðkenni viðkomandi og endurspeglar hvernig því er varpað út í heiminn. Því verður spennandi að sjá hvað gerist í þessum tveimur löndum.

Ef þig langar að eignast einstakt stjörnukort með tæplega klukkustundar einkanámskeiði, þar sem farið er í gegnum kortið með þér SMELLTU ÞÁ HÉR því kortið er á páskatilboði til 28. mars.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð
deildu henni þá endilega með öðrum

Myndir:  Shutterstock.com 

Heimild: Útdráttur úr skýringum breska stjörnuspekingsins Pam Gregory, sem finna má í fullri lengd HÉR




ÁSÆTTANLEIKINN

ÁSÆTTANLEIKINN

Við erum oft ósátt með ýmislegt í líf okkar. Hið merkilega er þó að það er ekki fyrr en við sættum okkur við hlutina og kringumstæður eins og þær eru, að við getum farið að gera breytingar. Ásættanleiki er oft byrjunin á góðum bata eða miklum umbreytingum í eigin lífi.

Eitt það helsta sem við þurfum að sættast við í lífi okkar er að ekkert breytist, fyrr en við breytumst, vegna þess að allar breytingar eiga sér í raun stað innra með okkur. Þegar við tökum nýjar ákvarðanir, breytum viðhorfum okkar og förum að sjá hlutina í nýju ljósi, hefjast breytingarnar.

VIÐ EIGUM ALLTAF VAL

Ásættanleikinn tengist svo mörgu í lífi okkar. Hann byggist líka á því að við skiljum að við eigum alltaf val og að við getum valið að gera breytingar. Þær kunna að reyna á okkur, á þrek okkar og þol, á úthald okkar og staðfestu, en í flestum tilvikum leiða breytingarnar til betra lífs fyrir okkur, við öðlumst meiri innri ró og höfum skýrari fókus á líf okkar.

Ásættanleikinn hjálpar okkur að sjá að við getum ekki breytt öðrum, en við getum breytt okkur sjálfum. Við getum sætt okkur við að við getum ekki breytt þeim sem gert hafa eitthvað á hlut okkar, en við getum fyrirgefið viðkomandi og hætt að burðast með hatur, reiði, særindi og aðrar neikvæðar tilfinningar. Með því að fyrirgefa sleppum við tökum á þessum tilfinningum og losum okkur við þann bagga sem þær hafa verið í lífi okkar.

ÓSKILYRTUR KÆRLEIKUR  

Við erum öll einstök og þegar við hættum að bera okkur saman við aðra og virkilega sættum okkur við okkur sjálf, getum við lagt okkur af einlægni fram um að elska okkur sjálf. Sýna okkur sjálfum sömu mildi og sama kærleika og við myndum sýna litlu barni.

Ein leið til að æfa ásættanleikann og auka kærleika í eigin garð er að gera þessa litlu æfingu áður er farið er fram úr rúminu á morgnana. Leggðu lófa þína á hjartað og segðu upphátt við sjálfa/-n þig: “Ég er frábær, ég er örugg/-ur, ég er elskuð/elskaður” – og taktu með opnu hjarta á móti þessum fallegu orðum frá sjálfri/sjálfum þér.  

Önnur leið er að standa fyrir framan spegilinn í baðherberginu og segja við spegilmynd sína: “Ég elska mig eins og ég er” – og gefa þér svo einn “high five”, í spegilinn til að staðfesta hversu frábær þú ert.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð
deildu henni þá endilega með öðrum

Mynd: Shutterstock.com




NÝTT OFURTUNGL Í FISKUM

NÝTT OFURTUNGL Í FISKUM

Á sunnudaginn eða þann 10. mars rís nýtt Tungl. Daginn áður eða þann 9. mars er nákvæm 90 gráðu spennuafstaða á milli Mars á 19 gráðum í Vatnsbera og Úranusar á 19 gráðum í Nauti. Þessari afstöðu fylgir mjög uppreisnargjörn og byltingarkennd orka vegna þess að Úranus stjórnar Vatnsberanum, svo orkan er tengd frelsi, uppreisn og byltingu, þar sem sérhver rödd gerir kröfu um að fá að heyrast.

Því má vænta hvatvísi og óstöðugrar orku þennan dag, en sú orka getur leitt til meiri skjálftavirkni, einkum vegna þess að bæði Vatnsberinn og Nautið eru föst merki. Einnig vegna þess að Úranus er í Nauti og Nautið tengist jörðinni, svo líkur eru á að einhvers konar þrýstingur byggist upp í henni, sem þarf að finna útrás sem getur þá gerst mjög skyndilega.

Hugsanlega getur orkan í kringum þessa afstöðu líka leitt til truflana á flugi, vegna þess að Úranus er tengdur flugi, auk þess sem orkan getur tengst rafmagnsleysi eða óvæntum netárásum vegna ósamfelldrar orku Úranusar.

NÝJA TUNGLIÐ

Næsta dag rís svo nýtt Tungl klukkan 09:00 að morgni dags á 21 gráðu og 26 mínútum í Fiskum. Á nýju Tungli eru Sól og Tungl alltaf í nákvæmri samstöðu. Allar persónulegu pláneturnar eru í mjög samþjappaðri afstöðu til hvor annarar og það er styrkur í þeim, því þær halda áfram að vera í þéttri samstöðu, fyrir utan Tunglið sem hreyfist mjög hratt. Afstaða persónulegu plánetanna til hvor annarri leiðir okkur inn í ákveðna stöðu miklu seinna á árinu, sem fjallað verður um síðar.

OFURTUNGL

Þetta er annað nýja Tunglið í röð af fimm sem er Ofurtungl, sem þýðir að nýja Tunglið er mjög nálægt Jörðu á braut sinni. Við erum vanari því að það séu full Tungl sem eru Ofurtungl, en þá skynjum við að Tunglið er nær okkur og það er miklu stærra og bjartara, svo okkur finnst stundum að við gætum teygt okkur út og snert það.

En nýtt Tungl getur líka verið ofurtungl og þar sem við erum með fimm ný Ofurtungl í röð, bendir það til þess að þau Tungl komi til með að hafa sterkari áhrif en venjulega á sálarþroska okkar.

Nýtt Tungl er eins og alltaf fullkominn tími til að setja sér nýjan ásetning svo skoðið hvar 21 gráða í Fiskum lendir í fæðingarkortum ykkar, einkum í hvaða húsi til að gera ykkur grein fyrir því hvar í lífi ykkar þið ættuð að vera að setja fókusinn og styrkja markmiðin ykkar – og munið að setja þau fram eins og þau hafi nú þegar orðið að veruleika.

FJÓRAR PLÁNETUR Í FISKUM

Það eru fjórar plánetur í Fiskum á þessu nýja Tungli, en þær eru Sól, Tungl, Satúrnus og Neptúnus. Fiskarnir eru breytilegt vatn svo það er mikið næmi hér á ferð, samkennd, góðvild, mildi og tilfinning fyrir einingu og tengingu við hið guðdómlega. Einnig fylgir Fiskunum lækningarorka og aukið sálrænt næmi okkar allra.

Nýju Tungli og orkunni í kringum það fylgir því vaxandi tilfinning fyrir fjölvídd og því að við erum að fara handan þriðju víddarinnar, en Satúrnus í Fiskunum stuðlar einnig að þessari umbreytingu. Orkan er dásamleg fyrir sköpunargáfuna og ímyndunaraflið og mjög tengd draumum vegna þess að Neptúnus er frekar nálægt þessu nýja Tungli og Sól. Núna er því  góður tími til að halda draumadagbók. Munið að þið þurfið að skrifa þá niður áður en þið farið fram úr rúminu, til að „tína“ þeim ekki.

FISKAR OG FLÓÐ

Fiskarnir eru vatnsmerki sem stjórnað er af Neptúnusi, sem kallaður hefur verið herra hafsins. Orkan í kringum Fiskana getur tengst vatnsflóðum, líkt og hefur verið í Bretlandi upp á síðkastið vegna mikilla rigninga.

„Flóðin“ geta líka verið tilfinningalegs eðlis, svona eins og þegar fólki finnst það vera bugað af einhverju og ræður ekki við kringumstæður. En við getum alltaf reynt að umbreyta orkunni og nota hana til að vera meira skapandi, auk þess sem samúð og mildi eru stórir þættir í orku Fiskanna.

SATÚRNUS OG NEPTÚNUS

Áhugavert er að Satúrnus og Neptúnus eru í frekar víðri samstöðu við bæði Sól og Tungl. Satúrnus er á 11 gráðum í Fiskum eða einungis í 9 gráðu fjarlægð frá nýja þeim og Neptúnus sem er á 27 gráðum í Fiskum eða í einungis sjö gráðu fjarlægð frá þeim. Sól og Tungl eru því í raun á miðpunkti mitt á milli Satúrnusar og Neptúnusar, en það styttist í samstöðu þessara tveggja pláneta.

Satúrnus hreyfist miklu hraðar en Neptúnus, en nokkuð nákvæm samstaða á milli þeirra verður í mars á næsta ári – og svo aftur í júní, júlí og ágúst sama ár, þegar þessar plánetur verða á innan við gráðu – en ekki upp á mínútu í samstöðu.

Hin nákvæma samstaða þeirra verður ekki fyrr en í febrúar árið 2026 og þá á núll gráðu í Hrútnum, sem oft er kölluð sköpunargráðan og boðar væntanlega alveg nýtt tímabil hjá okkur öllum, en sú staðreynd að nýja Tungl skuli falla á miðpunkt á milli þessara tveggja pláneta gefur til kynna mikilvægt upphaf tengt áhrifum frá þessum tveimur plánetum.

SÍÐASTA SAMSTAÐA

Síðast þegar Satúrnus og Neptúnus voru í samstöðu var það fyrir um 35 árum eða í nóvember 1989. Margir sem þekkja söguna muna kannski hvað var að gerast á þessum tíma, en þetta var þegar Berlínarmúrinn féll. Satúrnus er tengdur múrum, landamærum og  girðingum sem okkur er ekki ætlað að komast úr fyrir. Berlínarmúrinn var þessi mikli múr sem var reyndar tvöfaldur veggur, um 155 kílómetra langur og skildi að Vestur- og Austur-Þýskalandi og í raun Mið- og Austur-Evrópu.

Þegar Berlínarmúrinn féll var samstaðan á milli Satúrnusar og Neptúnusar nákvæmlega á 10 gráðum í Steingeit, um 14 mínútum frá því að vera algerlega nákvæm. Hrun hans varð upphafið að falli kommúnismans í Mið- og Austur-Evrópu og þar raungerðist hugsjónastefna Neptúnusar og leysti upp gamla reglu Satúrnusar.

Í raun fylgdi þessu hugsjónatilfinning, framtíðarsýn og alveg ný byrjun fyrir draum og hugsjón fólks um frelsi. Eitt af stóru þemum Satúrnusar og Neptúnusar er að gera drauminn að veruleika, svo við ættum að sjá meira af því á næsta ári. Mikilvægt er að undirstrika þetta, því afstaðan er eins og fræ sem sáð er og gefur okkur innsýn í það sem líklegt er að vaxi upp af henni.

TEHARONHIAWAKO

Dvergplánetan Teharonhiawako er í nákvæmri samstöðu við nýja Tunglið og Sólina, en Teharonhiawako var hinn skapandi bændaguð, mjög tendur búskap og sá sem tryggði að nóg væri til af fræjum fyrir næstu uppskeru, til að hægt væri að fæða alla. Það gætu orðið truflanir í fæðuframboði með öllu þessu óstöðuga jarðsegulmagni sem við nú höfum. Með því að rækta smá grænt í eldhúsglugganum eða láta fræ spíra getum við verið með góðan næringargrunn til að bæta í annað sem við erum að borða.

NÝJAR HUGMYNDIR OG ENDURNÝJUN

Rétt er að minnast líka á að Merkúr á núll gráðu í Hrút er í samstöðu við Neptúnus á 27 gráðum í Fiskum. Þar sem Merkúr er á núll gráðunni í Hrút er hann á heimsásnum, sem er mjög öflugur staður fyrir nýjar hugmyndir og nýja hugsun sem gæti komið fram á opinberum vettvangi á mjög mikilvægan hátt.

Ekki bara það, heldur er hann í samstöðu við dvergplánetuna Manwe en eins og þið munið þá skapaði Manwe í goðsögninni heiminn ásamt eiginkonu sinni Varda. Hann er því líklega að endurfæða kosmósið okkar, en hann var hugsjónaríkur skapari fyrir Alheiminn og jörðina. Þetta er öflugt og enn eitt merki um nýtt upphaf.

MERKÚR OG HAUMEA

Merkúr er líka í 150 gráðu afstöðu við Haumea, sem er á 1 gráðu í Sporðdreka. Sú afstaða er enn eitt táknið um endurnýjandi hugmyndir fyrir Jörðina og hvernig við þurfum að læra að lifa í sátt og samlyndi og einingu með henni. Norðurnóðan er á 15 gráðum í Hrút er í mjög þéttri samstöðu við Chiron á 17 gráðum í Hrút. Hér höfum við öll tækifæri til að vinna úr og heila fórnarlambsvitund okkar á sameiginlega sviðinu.

PLÚTÓ OG HAUMEA

Plútó er í langtíma 90 gráðu spennuafstöðu við Haumea, sem mun vara allt þetta ár og allt næsta ár. Þar er enn eitt merkið um djúpa umbreytingu og svo endurfæðingu og endurnýjun, sem við eigum væntanlega eftir að sjá mikið af á þessu ári og því næsta. Plútó á 1 gráðu í Vatnsbera er í mjög þéttri 60 gráðu samhljóma afstöðu við Merkúr á 1 gráðu í Hrútnum, en það getur verið táknrænt fyrir djúpa hugsun um málefni tengd frelsi og mannréttindum, en líka tækni og umræðu um hana.

SAMSTAÐA JÚPITERS OG ÚRANUSAR

Það er líka vaxandi samstaða hér á milli Júpíters og Úranusar, en þessar plánetur verða í nákvæmri samstöðu þann 20. apríl næstkomandi á 21 gráðu og 29 mínútum í Nauti. Þessi samstaða markar enn einn af mikilvægum þáttum ársins, vegna þess að Úranus styrkist við það að Plútó er í merkinu sem hann stjórnar (Vatnsberanum). Sem stendur eru einungis 7 gráður á milli Júpiters og Úranusar og þess vegna er orkan tengd samstöðu þeirra nú þegar orðin virk.

Hún tengist nýjum uppgötvunum, stökki í meðvitund heildarinnar, Quantum stökki, nýjum viðhorfum og ýmsu sem tengist nýrri þróun í alls konar vísindum og tækni, lækningatækjum og alls konar nýjum uppgötvunum um Alheiminn. Þetta verður því mjög þýðingarmikil samstaða.

14. MARS

Þann 14. mars er enn einn dagur þar sem orkan verður nokkuð uppreisnargjörn, því Tunglið verður í samstöðu við Úranus, í 90 gráðu spennuafstöðu við Mars. Merkúr er líka í 45 gráðu afstöðu við Mars, svo þarna er aftur á ferð þessi uppreisnargjarna, hvatvísa og byltingarkennda orka, sem verður mjög sterk það sem eftir er af þessu ári, bæði vegna Vitundarvakningarinnar miklu og byltinga á ýmsum sviðum mannlífsins.  

STJÓRN Á HUGA OG TILFINNINGUM

Allt snýst um breytta og hækkandi tíðni á þessu ári og það hversu mikil áhrif við höfum á allt í heiminum með hugsun okkar og tilfinningum.  Við þurfum að læra að hafa stjórn á þeim 24 tíma á dag 7 daga vikunnar og hætta að láta það áreiti sem beint er að okkur utan frá trufla okkur, með því að læra að halda okkur í friði og kærleika, alveg sama hvað.

Orka Fiskanna er friðsamleg orka og við getum tamið okkur að vera í henni og stuðlað að auknum kærleika í heiminum með því að halda okkur daglega í innri friði og senda frá okkur kærleiksríkar hugsanir.

Við eru í ljósneti sem tengist öllum tíðnibrautum í Alheiminum og getum með hugsunum okkar og tilfinningum haft áhrif á allt í kringum okkur – og í raun smitað aðra til að finna til sömu tilfinninga. Því skiptir miklu máli að vera með fólki í hópum sem eru með álíka hugarfar og við, því að þannig aukum við áhrif orkunnar. Við getum gert mikið upp á eigin spýtur, en ennþá meira ef við komum saman og sendum frá okkur samskonar hugsanir og tilfinningar.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.

Ef þú hefur áhuga á að eignast stjörnukort með bæði persónulegu plánetunum og mörgum af dvergplánetunum, sem skýra líf þitt á mun dýpri máta en önnur kort gera, geturðu pantað þér kort með því að SMELLA HÉR

Mynd: Stjörnukort af stöðu plánetanna á nýju Tungli í Reykjavík – og af shutterstock.com

Heimild: Brot úr stjörnuspekiskýringum Pam Gregory fyrir þetta nýja Tungl, sem sjá má í fullri lengd HÉR




ENDURVINNSLA SEM ÞÚ VILT STUNDA

ENDURVINNSLA SEM ÞÚ VILT STUNDA

Kannski er réttara að segja að þetta sé endurvinnsla sem þú vilt að líkaminn stundi, en hún tengist enska orðinu autophagy sem hefur verið þýtt sem sjálfsát á íslensku. Þetta sjálfsát er líkamanum nauðsynlegt, því ef ekki kæmi til þess myndi innri hluti frumna okkar verða fullur af „rusli“ og að lokum hætta að gegna hlutverki sínu.

Vandamálið er að með aldrinum dregur úr þessu sjálfsáti eða endurvinnslu frumnanna en með réttum næringarefnum er hægt að örva hana og stuðla að yngjandi, heilbrigðu sjálfsáti á frumusviðinu. Þar kemur Autophagy Renew frá Life Extension inn í myndina – og stuðlar um leið að heilbrigðari líkama.

ENDURVINNSLA LÍKAMANS

Sjálfsát gerir líkama okkar kleift að brjóta niður og endurvinna gamla frumuhluta, svo frumur okkar geti starfað af meiri virkni. Þetta er náttúrulegt hreinsunarferli sem hefst þegar frumur okkar eru undir streituálagi eða þær skortir næringarefni. Vísindamenn rannsaka nú þátt sjálfsátsins í því að hindra sjúkdóma.

Þetta sjálfsát er hluti af ferli líkamans í að endurvinna gamla og skaddaða frumuhluta.

Frumur mynda grunn fyrir byggingarblokkir í hverjum vef og líffæri í líkama okkar. Í hverri frumu eru margir hlutar sem stuðla að því að hún starfi rétt. Með tímanum geta þessir hlutar skaddast og hætt að virka. Þá verða þeir að „rusli“ innan í annars heilbrigðri frumu.

GÆÐAEFTIRLIT FRUMNANNA

Sjálfsátið er endurvinnslukerfi líkamans. Það gerir frumunum kleift að aðgreina „ruslið“ í þeim og endurnýta þá hluta þess sem nothæfir eru svo þeir verði að starfhæfum frumuhlutum. Fruman getur svo losað sig við þá hluta sem hún þarf ekki á að halda.

Sjálfsátið er líka nokkurs konar gæðaeftirlit frumnanna. Sé of mikið af „rusli“ í frumu tekur það upp pláss og hægir á og hindrar að fruman starfi á réttan hátt. Sjálfsátið endurnýjar „ruslið“ og gerir það að þeim þáttum sem fruman þarfnast og eykur þar með vinnslu frumunnar.

AF HVERJU ER SJÁLFSÁT MIKILVÆGT?

Sjálfsátið er mikilvægt fyrir frumuna svo hún geti lifað og starfað rétt. Sjálfsátið sér um að:

  • Endurvinna skemmda frumuhluta og gera þá að starfhæfum frumuhlutum.
  • Losa frumur við óstarfhæfa frumuhluta sem taka upp pláss og hægja á starfsemi þeirra.
  • Eyðileggur skaðleg efni í frumum, eins og vírusa og bakteríur.

Sjálfsátið eða endurvinnslan spilar líka stórt hlutverk þegar kemur að öldrun og langlífi. Þegar fólk eldist, hægir á sjálfsátinu, sem getur leitt til þess að „rusl“ (óreiða) getur safnast upp í frumunum, sem getur þá leitt til þess að frumurnar hætta að starfa á bestan hátt mögulegan. Sjálfsátið verður þegar frumur líkamans skortir næringarefni eða súrefni eða ef þær eru skaddaðar á einhvern hátt.

ER HÆGT AÐ FRAMKALLA SJÁLFSÁT?

Það er hægt að framkalla sjálfsát eða autophagy með því að leggja álag á frumurnar þannig að þær fari í það ástand að reyna að lifa af. Hægt er að gera það með því að:

  • Fasta: Það þýðir að hætt er að borða í ákveðið langan tíma. Fastan dregur úr næringarefnum líkamans og þröngvar frumunum til að endurskipuleggja starfsemi sína. Fasta þarf í 24-48 tíma til að koma sjálfsáti af stað.
  • Draga úr hitaeiningum: Með því að draga úr þeim orkueiningum sem líkaminn neytir. Í stað þess að fasta alveg, takmarkar þú það magn sem hann fær. Þetta þröngvar frumunum inn í sjálfsát, til að bæta sér upp næringarskortinn.
  • Skipta yfir í mataræði með mikilli fitu og fáum kolvetnum: Þessi tegund mataræðis sem almennt kallast Keto, breytir því hvernig líkaminn brennir orku, svo í stað þess að brenna kolvetnum eða sykri, brennir hann fitu. Þessi umskipti geta leitt til sjálfsáts.
  • Líkamsrækt: Líkamsrækt sem eykur virkni og álag á vöðva líkamans getur leitt til sjálfsáts, en það ræðst þó af því hvaða líkamsrækt er stunduð og hversu mikið álagið er.

HVAÐA TENGSL ERU Á MILLI SJÁLFSÁTS OG SJÚKDÓMA?

Vísindamenn litu eitt sinn á sjálfsát sem „heimilisþrif“ – eða leið frumna okkar til að þrífa sig til að halda lífi og starfa rétt. Á síðustu 20 árum hafa vísindamenn hins vegar uppgötvað að sjálfsát geti átt stóran þátt í því að koma í veg fyrir eða bregðast við sjúkdómum. Rannsóknir hafa sýnt að vandamál með sjálfsátið geta tengst: Crohn‘s sjúkdómnum; sykursýki; hjartasjúkdómum; Huntington‘s sjúkdómnum; nýrnasjúkdómum; lifrarsjúkdómum og Parkinson‘s sjúkdómnum, auk þess sem vandamál með sjálfsátið tengjast krabbameinum.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum

Neytendaupplýsingar: Þú færð Autophagy Renew bætiefnið frá Life Extension í versluninni Betri Dagar, Urriðaholtsstræti 24, Garðabæ eða á vefsíðunni www.betridagar.is
Afsláttarkóðinn GB24 veitir 15% afslátt á greiðslusíðu.

Myndir:  Shutterstock.com og af vef Life Extension.com

Heimildir: https://my.clevelandclinic.org