SÍTRÓNUR OG HIMALAJASALT

SÍTRÓNUR OG HIMALAJASALT

Margir fá sér ávaxtasafa á morgnana og samkvæmt erlendum könnunum er appelsínusafi yfirleitt vinsælastur meðal þeirra sem það gera, en á hæla honum kemur eplasafi.

Sítrónusafi er hins vegar yfirleitt ekki á listanum, þótt hann sé mjög heilsusamlegur. Þegar sítrónusafa er blandað saman við volgt vatn og himalajasalt verður blandan að heilsusamlegum drykk, sem býr yfir miklum heilandi eiginleikum.

SÍTRÓNUR

Þótt sítrónur séu súrar á bragðið eru þær basískar þegar þær koma í líkamann. Þær eru fullar af C-vítamíni sem styrkir ónæmiskerfið. Rannsóknir sýna að neysla á ávöxtum og grænmeti sem ríkt er af C-vítamíni getur dregið úr bólgum og minnkað líkur á hjartasjúkdómum og heilablóðfalli.

Sítrónuvatn (úr lífrænt ræktuðum sítrónum) með himalajasalti hefur náttúruleg afeitrunaráhrif á líkamann og stuðlar að úthreinsun á ýmsum eiturefnum, sem geta verið líkamanum skaðleg, meðal annars með því að losa um uppsafnaðar hægðir.

HIMALAJASALT

Himalajasaltið býr yfir mörgum næringarefnum – sjá greinina: HIMALAJASALT ER MAGNAÐ – sem þú finnur ekki í venjulegu borðsalti. Borðsalt er svo mikið unnið að í því er bara eitt steinefni – natríum – og svo er joði bætt í sumar tegundir.

Himalajasalt er yfirleitt unnið með handafli úr saltnámum og þess vegna varðveitast steinefni þess svo vel. Saltið inniheldur um 84 stein- og snefilefni, þar á meðal kalíum, magnesíum, kalk, járn og kopar.

5 ÁSTÆÐUR TIL AÐ PRÓFA SÍTRÓNUVATN MEÐ HIMALAJASALTI

Næringin sem fylgir sítrónuvatni með himalajasalti hefur sýnt sig að hafa eftirfarandi heilsubætandi áhrif:

#1 – KEMUR JAFNVÆGI Á pH GILDI LÍKAMANS

Jafnvægið á sýrustigi (pH-gildi) líkamans er mikilvægt fyrir almenna heilsu hans. Sítrónan veitir það basíska ástand sem líkaminn þarfnast og sem rafvaki (electrolyte) stuðlar himalajasaltið að jafnvægi á pH-gildi líkamans.

#2 – BÆTIR STARFSEMI ÓNÆMISKERFISINS

Sítrónur, líkt og aðrir sítrusávextir, eru ríkar af náttúrulegu C-vítamíni. Margar rannsóknir hafa sýnt að C-vítamín styrkir ónæmiskerfið.

#3 – VINNUR Á BÓLGUM

Rannsóknir hafa sýnt að sítrónur losa þvagsýru úr liðamótum, en hún veldur bólgum sem leiða til liðagigtar. Rannsókn sem birt var í Scientia Horticulturae árið 2017, sýndi að þvagsýra í blóði lækkaði þegar fólk drakk sítrónusafa.

#4 – KEMUR Í VEG FYRIR SJÚKDÓMA

Í sítrónum og himalajasalti er svo mikið magn af steinefnum og snerfilefnum (meðal annars andoxunarefnum) að sjúkdómar eiga sér lítinn séns! Vísindamenn hafa fundið efni í sítrónum, sem jafnvel vinna á krabbameinsfrumum.

#5 – STUÐLAR AÐ ÞYNGDARTAPI

Í sítrónum er mikið af pólýfenólum, efnum sem geta stuðlað að þyngdartapi. Í rannsókn sem birt var í  Journal of Clinical Biochemistry and Nutrition sýndi að mýs sem fengu fituríkt fæði sem bætt var með pólýfenólum úr sítrónum, hvorki þyngdust né söfnuðu á sig líkamasfitu, líkt og mýsnar sem ekki fengu pólýfenól.

VILTU PRÓFA GLAS AF HEILSUDRYKK?

Ef þú hefur áhuga á að prófa náttúrulegan heilsudrykk, hrærðu þá ¼ tsk af himalajasalti og safa úr einni lífrænt ræktaðri sítrónu út í 2 ½-3 dl af volgu vatni. Drekktu og njóttu heilandi eiginleika sítrónu- og himalajasaltvatnsdrykksins.

Mynd: CanStockPhoto/ tycoon – carla720

Heimildir: Sane.com