50 NÁMSKEIÐ Á 4 ÁRUM

Ég fagna ákveðnum tímamótum þessa dagana, því ég er búin að halda fimmtíu HREINT MATARÆÐI námskeið á tæpum fjórum árum. Fyrsta námskeiðið var haldið um miðjan mars árið 2015, en þegar að þeim tímapunkti kemur á þessu ári verð ég búin að halda fimmtíu og tvö námskeið, því þegar eru komnar margar bókanir á námskeið síðar í þessum mánuði.

Upphaflega voru námskeiðin bara hugsuð til stuðnings og fræðslu fyrir þá sem vildu fylgja HREINT MATARÆÐI hreinsikúrnum úr samnefndri bók eftir úrúgvæska hjartasérfræðinginn Alejandro Junger, en ég er annar þýðandi hennar. Þótt það hafi haldið áfram að vera grunnur í því sem gert er á námskeiðunum, hefur fræðslan á fundunum fjórum sem ég held með þátttakendum, einnig tekið mið af þeirri þekkingu sem ég hef aflað mér í gegnum árin um ýmsar náttúrulegar leiðir til að heila líkamann.

ÁRANGURINN ÓTRÚLEGA GÓÐUR

Árangur hvers einstaklings ræðst af mörgu, meðal annars heilsufarsástandi hans þegar hreinsikúrinn hefst, hversu duglegur hann er að fylgja leiðbeiningum og standa með sjálfum sér í leið að bættri og betri heilsu. Ég hef fengið margar frábærar reynslusögur í lok hvers námskeiðs, þegar fólk deilir árangri sínum. Árangurinn af breyttum lífsstíl hjá Bergþóru Þórhallsdóttur, sem var á 47. námskeiðinu er þó einstaklega eftirtektarverður:

„Þegar ég byrjaði á HREINT MATARÆÐI námskeiðinu var ég að glíma við Hemoglobin sjúkdóminn eða of mikið járn í blóði. Ég var búin að bíða lengi eftir að komast að hjá blóðsérfræðingi. Lækningin við þessum sjúkdómi er aftöppun blóðs á 2ja til 3ja vikna fresti og að forðast járnríka fæðu, en einnig c-vítamínríka fæðu sem hægir á frásogi járns. Ég fékk loksins tíma um það leyti sem ég byrjaði á HREINU MATARÆÐI. Þegar ég fór svo í fjórðu aftöppunina, fékk ég niðurstöður úr blóðprufu sem var sú fyrsta eftir að ég fór á HREINT MATARÆÐI. Það er skemmst frá því að segja að ég hafði lækkað vel niður fyrir viðmiðunarmörkin og kílóum hafði fækkað um sjö, sem var bónus við jákvæða niðurstöðu. Þegar ég hugsa til baka sé ég að mér hefur ekki liðið svona vel í kroppnum í mörg ár. Nú hef ég bætt hreyfingu við nýja lífið mitt. Morgunhristingurinn er hluti af dagsskipulaginu og ég nýt þess að velja vel það sem ég borða.“

HVERJU ER HREINSIKÚRINN AÐ BREYTA

Lögð er rík áhersla á nokkra þætti í hreinsikúrnum. Í fyrsta lagi að taka út allar þær fæðutegundir sem geta verið bólguvaldar í líkamanum, m.a. að hætta að drekka kaffi, borða sykur og sykraðan mat og allar fæðutegundir sem innihalda glúten. Einnig að sleppa öllum gosdrykkjum og áfengum drykkjum.

Þegar það er gert deyja ákveðnar örverur í þörmunum, sem hafa verið að valda gerjun þar og lifa góðu lífi á ofangreindum fæðutegundum. Til að hreinsa þær úr líkamanum þarf að auka losun, meðal annars hægðalosun og drekka nægilega mikið vatn til að skola eiturefnunum út með þvagi. Sú losun gengur yfirleitt yfir fyrsti vikuna, en þá tekur við uppbygging á örveruflóru þarmanna og enn frekari viðgerðir í líkamanum sjálfum.

Hreinsunin byggist ekki á föstu, heldur er einungis borðað yfir 12 tíma á sólarhringnum og fastað hina tólf tímana, svo líkaminn hafi 8 tíma til að vinna úr fæðunni sem við borðum yfir daginn og svo fjóra tíma til að hreinsa sig af eiturefnum.

BÓLGUR ERU FALDAR UNDIR MÖRGUM EINKENNUM

Þegar við hugsum um bólgur dettur okkur oftast fyrst í hug bólginn rauður fingur, bakverkur eða eymsli í hné eða mjöðm. Þetta eru greinilegar bólgur sem við skynjum utanfrá, en líkaminn gefur frá sér ótal önnur merki um að í honum séu innvortis bólgur. Á þau merki þurfum við að læra að hlusta, því ekkert okkar er „með rennilás“ að framan til að geta kíkt inni. Merki um bólgur eru meðal annars falin undir eftirtöldum einkennum:

 

GERUM VIÐ ÞAKIÐ MEÐAN SÓLIN SKÍN

Þetta með þakið og viðgerð á því er tilvitnun í fræga setningu John F. Kennedy‘s heitins, þegar hann var forseti Bandaríkjanna. Þá sagði hann: „The time to fix the roof is when the sun is shining.“

Ef við yfirfærum það á heilsu okkar, þá er best að vinna að því að gefa líkamanum tækifæri til að gera við sig, áður en allt fer að „leka“ eða áður en heilsufarið er orðið það slæmt að ekki er hægt að snúa því við.

Krónískar bólgur geta leitt til sjúkdóma eins og heilablóðfalla, krónískra öndunarfæravandamála, hjartavandamála, offituvandamála og sykursýki. Ekki má svo gleyma því að krónískar bólgur leiða til hrörnunar í taugakerfinu og heilabilunar.

Ef þú hefur áhuga á að leggja grunn að góðri heilsu með hreinsun líkamans, þá er næsta HREINT MATARÆÐI námskeið í Reykjavík 19. febrúar – og á Egilsstöðum 20. febrúar.

Mynd: Árni Sæberg ljósmyndari

Heimildir: www.drperlmutter.com