VILTU BÆTA HEILSUNA?

Ég spyr fólk gjarnan þessarar spurningar, þegar það er að kvarta yfir einhverju heilsufarsvandamálum. Hún ætti kannski frekar að hljóma svona. “Hvaða lífsgæða viltu njóta í framtíðinni?” – því það eru lífsgæðin sem batna þegar við tökum sjálf ábyrgð á eigin heilsu og vinnum að því að bæta hana. Ég veit af eigin raun að hægt er að endurheimta góða heilsu, jafnvel þegar hún er komin á það stig að vera að nálgast núllpunktinn.

Fyrir rétt um átta árum síðan var ég orðin alvarlega veik. Ég hafði smátt og smátt hætt að hugsa um heilsuna, þau sex ár sem ég var ein með rekstur Hótels Hellna, því ég var svo upptekin af því að leysa af hendi starf tveggja. Líkami minn var orðinn svo súr að tennurnar í mér voru meðal annars farnar að rýrna. Í janúar árið 2010 mat Hallgrím heitinn Magnússon læknir, ástand mitt á þann veg að ef mér tækist ekki að snúa ferlinu við, væri næsta stig krabbamein, en það þrífst meðal annars í súru umhverfi. Um svipað leyti fór ég einnig til Matthildar Þorláksdóttur náttúrulæknis í blóðgreiningu. Við greininguna fundum við eitt hvítt blóðkorn (þau eru hluti af varnarkerfi líkamans og eiga að sjást mun fleiri í heilbrigðu blóði) en það eyddist upp fyrir augunum á okkur. Ónæmisvarnir mínar voru á núlli.

ÉG GAT ÞAÐ!

Ég vissi að batinn var undir mér kominn og að náttúrulega leiðin væri í raun sú eina sem væri í boði, þ.e. að nota fæðu, hreyfingu, svefn og bætiefni, með magnesíum í fararbroddi, til að efla heilsuna. Ég leitaði líka til náttúrulækna bæði hér heima og erlendis. Bataferlið tók sinn tíma en skilað árangri og varð til þess að ég skildi loks merkingu þess að vera með 5 plánetur í 6. húsi í stjörnukortinu, en það er heilsuhúsið. Ég þurfti að ganga í gegnum ákveðið veikindaferli til að vakna virkilega til vitundar um það sem ég vil kalla köllun mína, sem er að hvetja fólk til að taka ábyrgð á eigin heilsu og bæta hana eftir náttúrulegum leiðum.

Ég hef reyndar fjallað um náttúrulegar leiðir til að bæta heilsuna allt frá því um 1990, en á síðustu 10-15 árum hefur komið fram svo mikil ný þekking, meðal annars um mikilvægi meltingafæranna á almenna heilsu likamans og þau áhrif sem ójafnvægi í þeim – meira en Candida sveppasýking en við Hallgrímurheitinn Magnússon skrifuðum fyrstu útgáfu af þeirri bók árið 1993 – að menn velkjast ekki lengur í vafa um að rekja megi nánast alla sjúkdóma í líkamanum til ójafnvægis þar.

HREINT MATARÆÐI LAGÐI GRUNNINN

En með því að halda áfram að læra og lesa, safnast stöðugt ný þekking í sarpinn og í ágúst 2014 kynnti tengdadóttir mín Jóhanna, mig fyrir bókinni HREINT MATARÆÐI eftir hjartasérfræðinginn Alejandro Junger. Til að gera langa sögu stutta fór ég í gegnum 3ja vikna hreinsikúrinn sem kenndur er í bókinni og hann lagði grunn að enn betri heilsu hjá mér. Í framhaldinu tók ég að mér ásamt Nönnu Guðmundsdóttur að þýða bókina og hef síðustu þrjú ár tileiknað mér ákveðin grunngildi úr fræðum Alejandro í mínu daglega lífi. HREINT MATARÆÐI, ásamt annarri þekkingu sem ég hef aflað mér síðan, meðal annars um glútenóþol og skaðsemi þess á líkamann, hefur hjálpað mér að styrkja og efla heilsu mína svo, að hún er í raun betri í dag, en hún var þegar ég var um fertugt.

ÞÚ GETUR ÞAÐ LÍKA!

Með allar þessar plánetur í 6. húsi varð ég auðvitað að deila þessari þekkingu, svo ég fór að halda námskeið og leiðbeina öðrum í gegnum hreinsikúrinn í HREINT MATARÆÐI. Nú tæpum þremum árum síðar hef ég leiðbeint um 900 manns, aðallega konum, í gegnum þetta ferli. Það er stórkostlegt að fylgjst með breytingunni sem verður á útliti þeirra og heyra þær deila því undir lok námskeiðs að bólgur, liðverkir, kinnholusýkingar, mígreni, vöðvabólgur, þvagfæra- og svefnvandamál hafi horfið, bakflæði lagast og melting og hægðir komist í gott lag – auk þess sem nokkur kíló hafa fokið í leiðinni.

Það besta við hreinsikúrinn er að líkaminn hreinsar sig og byggir upp með breyttu mataræði og bætiefnum og enginn þarf að vera svangur í ferlinu.

Ef þú ert að takast á við eitthvað af framangreindum heilsufarsvandamálum er ég nánast viss um að þau munu lagast ef þú ákveður að koma á HREINT MATARÆÐI námskeið. NÚNA er nefnilega besti tíminn til að huga að heilsunni, því meðan hún ekki batnar hefur hún tilhneigingu til að versna.

Næsta HREINT MATARÆÐI námskeið hefst 9. janúar og er á tilboðsverði til 7. des. Þar næsta námskeið verður 22. janúar, en skráning á það hefst í næstu viku.
Nú er líka hægt að skrá sig á NETnámskeið sem verður tilbúið 9. janúar.

 

Mynd: Can Stock Photo / kbuntu

Guðrún Bergmann er sjálfmenntuð og hefur haldið fyrirlestra og verið leiðbeinandi á ýmsum sjálfsræktarnámskeiðum í 27 ár. Guðrún er höfundur 17 bóka, flestra um sjálfsrækt og náttúrulegar leiðir til betri heilsu. Nýjustu bækur hennar eru HREINT Í MATINN (uppseld) og HREINN LÍFSSTÍLL. Guðrún hefur leiðbeint um 900 manns í gegnum HREINT MATARÆÐI hreinsikúrinn á tæpum þremur árum.

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 503 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?