VIÐARKOL ÞAÐ NÝJASTA Í HÚÐVÖRUM

Virkjuð viðarkol (charcoal) eru ekki ný í heilsu- og snyrtivöruheiminum. Vitað er að Egyptar til forna notuðu þau allt frá 1500 fyrir Krist og talið er að Kleóparta hafi notað viðarkol til að lita línur kringum augun. Konur um allan heim hafa notað þau til að hvítta tennurnar (í dag fást tannkrem með virkjaðri viðarkolaösku), til húðumhirðu og sem náttúrulegt hreinsiefni.

Í nútíma læknisfræði eru virkjuð viðarkol (aska) notuðu til að meðhöndla fólk sem tekið hefur of stóra lyfjaskammta eða eiturefni, því askan bindur sig við eiturefnin og hindrar upptöku líkamans á þeim. Í snyrtivörum á það sama við. Virkjuð viðarkol draga í sig og bindast eiturefnum, bakteríum og fitu og koma í veg fyrir að þessi efni valdi skaða.

EKKI Í GRILLINU ÞÍNU

Þegar talað er um „viðarkol“ er ekki verið að vísa til þess efnis sem situr eftir neðst í grillinu þínu eftir síðustu grillveislu. Það má aldrei nota, því það er fullt af skaðlegum eiturefnum. Virkjuð viðarkol eru unnin úr viði eða kókoshýði og síðan meðhöndluð með hita til að auka getu þeirra til að bindast eiturefnum. Útkoman er kolsvart duft eða aska, sem fæst í nokkrum mismunandi myndum, þar á meðal sem duft, í hylkjum, sápum og tannhreinsivörum.

HÚÐVÖRUR MEÐ VIRKJUÐUM VIÐARKOLUM

Nýjustu útgáfuna af viðarkolum í húðvörum er að finna í nýrri vörulínu frá NOW, en í henni eru gel hreinsir, dagkrem og maski. Ég fékk svona sett í jólagjöf um síðustu jól og verð að segja að ég er alveg kolfallin fyrir þessum vörum. Húðin er mun þéttari og stinnari þegar ég nota þær, því viðarkolin hreinsa öll óhreinindi og eiturefni úr svitaholum húðarinnar og koma jafnvægi á fituframleiðslu hennar.

Hér á eftir eru nánari skýringar á hvað húðvörur með virkjuðum viðarkolum geta gert fyrir húðina.

1 – MASKI ÚR VIRKJUÐUM VIÐARKOLUM

Viðarkolamaski hreinsar öll óhreinindi og ryk sem setjast á húðina. Hann losar líka um allar dauðar húðfrumur sem liggja efst á húðinni. Að auki kemur hann jafnvægi á fituframleiðslu húðarinnar, sem er einkar heppilegt ef um feita, bólótta húð er að ræða. Hann þéttir líka og dregur saman mjög opna húð. Þér mun koma á óvart að sjá hversu björt húðin verður eftir að maskinn hefur verið þveginn af.

2 – GEL HREINSIR ÚR VIRKJUÐUM VIÐARKOLUM

Ég nota gel hreinsinn bæði kvölds og morgna, en vegna öskunnar hefur sápugelið getu til að koma jafnvægi á fituframleiðslu húðarinnar og hreinsa daglega upp óhreinindi sem setjast í svitaholurnar. Gel hreinsirinn losar um dauðar húðfrumur og eiturefni sem kunna að hafa sest á húðina yfir daginn. Þess vegna er hann sérlega góður fyrir þá sem eru með bólótta húð. Að auki þéttir gelið og styrkir húðina og gerir hana því sléttari og þéttari á að líta.

Eitt það besta við gel hreinsinn er að hann hentar öllum húðgerðum. Annars vegar dregur hann úr umfram fitumyndun í feitri húð, og hins vegar nærir hann og er rakagefandi fyrir þurra húð. Hann hefur því reynst þeim sem eru með exem og sóríasis vel, þar sem hann er góður við meðhöndlun á þurri og sprunginni húð.

3 – RAKAKREM ÚR VIRKJUÐUM VIÐARKOLUM

Í raun gerir kremið það sama og maskinn og sápugelið. Það þéttir og styrkir húðina, dregur úr áberandi svitaholum og gerir það að verkum að húðin virkar sléttari. Á mindbodygreen.com vefsíðunni segja þeir að viðarkolavörur fyrir húðina séu „óhreina“ leyndarmálið að bestu húðinni, því vörurnar eru auðvitað allar svartar eða dökkgráar vegna viðarkolanna.

Neytendaupplýsingar: Viðarkolahúðvörurnar frá NOW fást í H-verslun, Reykjavíkurapóteki, Apóteki Garðabæjar og í Lyf og Heilsa. Þeir sem ekki komast í verslun, geta pantað í gegnum netið á Hverslun.is. Ef þú velur að versla í gegnum netið geturðu nýtt þér 10% afslátt, sem ég hef leyfi til að bjóða þeim sem þetta lesa.
Afsláttarkóðinni er: GB19.
Hann er notaður á greiðslusíðu. Þegar hann hefur verið sleginn inn, þarf að ýta á uppfæra til að afslátturinn birtist.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum.

Heimildir: The dirty Secrets to your Best Skin Ever – Activated Charcoal for Beauty  – The Benefits of Charcoal Masks

Myndir: CanStockPhoto/marrakeshh – og af vefsíðu NowFoods.com