VIÐ GRÖFUM UNDAN HEILSUNNI

MEGINEFNI GREINARINNAR:

  • Skaðsemi sykurs er vel þekkt, en samt höldum við áfram að raða honum í okkur daglega.
  • Áunnin sykursýki er ein af afleiðingum mikillar sykurneyslu. Í Mexíkó er hún orðin helsta dánarorsök fólks.
  • Framundan er ein helsta sykurhátíð ársins. 

Greinarhöfundur: Guðrún Bergmann
Fylgstu með daglegum póstum á FACEBOOK eða skráðu þig í HEILSUKLÚBBINN


VIÐ GRÖFUM UNDAN HEILSUNNI

Það er mörgum erfitt að sætta sig við þá staðreynd að með mataræði okkar og lifnaðarháttum erum við daglega annað hvort að grafa undan eigin heilsu eða byggja hana upp. Hugsanlega gröfum við mest undan heilsunni með sykurneyslu, enda erum við hér á landi með “heimsmet” í henni, líkt og svo mörgu öðru.

MESTA SYKURHÁTÍÐ ÁRSINS

Framundan er ein mesta sykurhátíð ársins. Þegar ég var barn fengum við að smakka smákökur daginn sem þær voru bakaðar og svo ekki fyrr en á Þorláksmessu. Nú er þegar byrjað að selja jólasmákökur í stórum stil og þær liggja frammi jafnt á heilbrigðisstofnunum, í fyrirtækjum, sem og í heimahúsum.

Sælgætisneysla er samfelld allt árið hér á landi sem og víða annars staðar, en eykst frekar en hitt þegar nær dregur jólum. MacIntosh – eða Quality Street sælgætið sem í minni barnæsku var skammtað yfir jólahátíðina, var komið í verslanir í byrjun nóvember og það verða örugglega nokkrir dunkar borðaðir á sumum heimilum áður en árið er liðið.

Jólahlaðborðin hefjast á veitingastöðum um miðjan nóvember og eftir alla ofneysluna fyrir jól hefur fólk varla lyst á jólamatnum, en borðar hann samt, ásamt eftirréttum, tertum og öðru sætmeti.

SÉR GREFUR GRÖF ÞÓTT GRAFI

Í sykri eru engin næringarefni. Hvítur sykur er 99,9% hreint kolvetni og púðursykur er hvítur sykur úðaður með molassa (aukaefni sem verður til við sykurvinnsluna) annað hvort mikið (dökkur) eða lítið (ljós). Hrásykur er sykur sem hefur bara verið hreinsaður 84%, svo hann er með eitthvað af næringarefnum í sér ennþá.

Ég beini sjónum mínum fyrst og fremst að sykri í þessari grein, en gæti auðvitað fjallað um margt annað, því við mannverurnar virðumst haldin einhverri sjálfseyðingarhvöt – því þrátt fyrir allt sem við vitum, höldum við áfram að borða það sem skaðar okkur. Við gröfum á vissan hátt okkar eigin gröf.

SYKUR SKAÐAR HEILSUNA

Sykur skaðar heilsuna á ótal marga vegu og ég hef stundum sagt að hann sé eins og “sandur” í líkamskerfinu okkar. Skemmir og skaðar hvar sem hann fer meðal annars á eftirfarandi hátt.

  • Hann getur leitt til næringarskorts hjá fólki, auk þess em hann skemmir tennurnar í okkur.
  • Áður en sykur fer út í blóðið okkar brotnar hann niður í tvær einfaldar sykrur, glúkósa og frúktósa. Allar frumur þurfa á glúkósa að halda, en einungis lifrin getur brotið niður frúktósann. Ef hún er ofhlaðin frúktósa (frá sykri – lítið magn úr ávöxtum hefur ekki sömu áhrif) ræður hún ekki við verkið og breytir frúktósanum í fitu.
  • Of mikill frúktósi í lifrinni getur leitt til fitulifrar, ótengdri áfengisneyslu, sem er mjög tengd meltingarvandamálum. Rannsóknir sýna að þeir sem eru með fitulifur borða 2-3 sinnum meira af frúktósa (sykri) en meðalmaðurinn.
  • Sykur getur valdið insúínþoli, sem getur aftur leitt til alls konar meltingarvandamála og sykursýki.
  • Insúlínþolið getur orðið að sykursýki týpu II.
  • Krabbamein er eitt helsta banamein manna um allan heim, en einkenni þess er óstjórnandi vöxtur og margfjöldun frumna. Insúlín er eitt lykilhormónið í að stýra þess háttar vexti og margir vísindamenn telja að sé fólk stöðugt með of hátt insúlínmagn (afleiðing sykurneyslu) geti það leitt til krabbameina.
  • Kaloríur eru ekki allar skapaðar eins – og frúktósi veitir ekki sömu saðningstilfinningu og glúkósi. Vegna hins mikla frúktósa í sykri skynjar líkaminn síður að hann sé saddur eftir neyslu á sætum mat.
  • Sykur er mjög ávanabindandi. Ég heyrði í fréttunum í gær að í einhverjum skóla óskuðu nemendur eftir ókeypis nammi í skólanum. Sykur veldur losun á dópamíni í umbunarhluta heilans. Vandinn er að sykur og mikið af “ruslfæði” veldur of mikilli dópamín losun, mun meiri en ýmsis fæða úr náttúrunni – og þar af leiðandi meiri fíkn.

Ef þú vilt losna við sykurpúkann úr lífi þínu eða gefa einhverju öðrum í lífi þínu tækifæri til þess er hægt að skrá sig á HREINT MATARÆÐI námskeið í janúar – eða kaupa gjafabréf til að gefa einhverjum öðrum. Fram til 27. nóv. fylgir bókin HREINN LÍFSSTÍLL með sem kaupauki.

Heimildir: Healthline.com

Mynd: Can Stock Photo / Stocksnapper

Guðrún Bergmann hefur haldið fyrirlestra og verið leiðbeinandi á ýmsum sjálfsræktarnámskeiðum í 27 ár. Hún er höfundur 17 bóka um sjálfsrækt og náttúrulegar leiðir til betri heilsu. Nýjustu bækur hennar eru HREINT Í MATINN og HREINN LÍFSSTÍLL. Guðrún hefur leiðbeint um 900 manns í gegnum HREINT MATARÆÐI hreinsikúrinn á tæplega tveimur og hálfu ári. Fyrsta námskeið eftir áramót hefst 9. janúar.

 

 

 

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 610 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram