VIÐ ERUM AÐ FALLA Á TÍMA

Þar sem það er aprílmánuður og DAGUR JARÐAR þann 22. apríl, finnst mér við hæfi að fjalla aðeins um umhverfismál í þessum mánuði. Hvatinn að því er einstaklega athyglisverð grein og tilvísun í TED Talk á vefsíðu Dr. Mercola, en hans greinar hafa oft veitt mér innblástur. Í greininni er fjallað um starf Allan Savory, sem er vistfræðingur og alþjóðlegur ráðgjafi og heimildarmynd sem The Savory Institute hefur látið gera og kallast „Running Out of Time“. Við erum að falla á tíma ef við ætlum ekki að láta jörðina verða að eyðimörk þar sem ekki er hægt að rækta fæðu fyrir þá sem þar búa.

HEILDRÆN STJÓRNUN Á LANDNÝTINGU

Savory er fæddur og uppalinn í Zimbabwe og stofnaði árið 1992 Africa Centre for Holistic Management eða ACHM, til að hvetja til heildarænnar stjórnunar á landi í sunnanverðri Afríku. Eitt meginmarkmið samtakanna er að draga úr og snúa við landeyðingu, sem ógnar tilvist mannkynsins. Við getum nefnilega ekki ræktað fæðu, nema að hafa heilbrigðan og frjóan jarðveg. Samtökin kenna eftirfarandi þætti:

  • Hvernig koma má á vatnssöfnun og viðhalda vatni í ám
  • Hvernig auka má fóðuröflun og framleiðslu búfénaðar og villtra dýra
  • Hvernig auka má uppskeru, með samþjöppunaráhrifum dýra
  • Hvernig endurnýja má skemmt og illa farið land
  • Hvernig draga má úr álagi við meðhöndlun dýra

LAUSNIN FELST Í BEITINGU BÚFÉNAÐAR

Nútíma landbúnaður stuðlar að jarðvegseyðingu, leiðir til eyðimerkurmyndunar og loftslagsbreytinga.  Eyðimerkur myndast þegar til verður of mikið gróðurlaust land. Á svæðum þar sem raki helst í jarðveginum, myndast ekki eyðimerkur. Grunnvatnið dregur til sín meira vatn og kemur í veg fyrir að vatnið gufi upp, en Savory segir að á um tveimur þriðju hlutar lands á Jörðinni séu nú þegar að myndast eyðimerkur.

Að mati Savory, er einungis hægt að breyta þessum aðstæðum með því að auka földa grasbíta á svæðunum. Reyndin er sú að það er ekki fjöldi búfénaðar sem veldur vandanum, heldur að við erum með of lítið af honum og við stjórnum beitingu hans ekki á réttan hátt.

Til að bæta ástand jarðvegsins, verðum við að bæta getu hans til að viðhalda vatni, því þegar landið verður að skorpinni eyðimörk, mun allt vatn annað hvort gufa upp eða renna í burtu.

TVÍÞÆTT LAUSN

Annars vegar þarf jarðvegurinn að vera þakinn gróðri og hins vegar þurfa dýrin þurfa að fá að reika yfir landið. Halda þarf dýrunum í hópum og halda hópunum á hreyfingu, til að koma í veg fyrir ofbeit. Á þann hátt er hægt að herma eftir hreyfingum stórra villtra dýrahjarða. Dýrin þjóna nokkrum mikilvægum hlutverkum fyrir jarðveginn:

  • Þau éta gróður og auka um leið aðgang sólar að honum, sem leiðir til aukins vaxtar.
  • Troða á jarðveginum, svo yfirborð hans opnast, sem aftur stuðlar að loftun í honum.
  • Pressa fræ inn í jarðveginn með hófum sínum, og auka þannig möguleikann á spírun og fjölbreytni plantna.
  • Pressa niður deyjandi og fölnuð grös, svo örverurnar í jarðveginum geti stuðlað að sundrun jurtaefnanna.
  • Bera áburð á jarðveginn með úrgangi sínum.

KERFI SAVORYS VIRKAR – SJÁ TED TALK – ef myndbandið hefur dottið þú, þá er þetta slóðin inn á það: https://youtu.be/vpTHi7O66pI 

Heimildarmynd The Savory Institute, svo og fyrirlestur hans á TED Talk, sýnir hvernig kerfi Savoys virkar, bæði á hans eigin búgarði og víða annars staðar og hvernig villt dýr í Afríku samlagast búfénaðinum. Samfélög í Zimbabwe, sem tekið hafa upp heildræna stefnu ACHM samtakanna hafa stórlega bætt lífskjör sín.

Í einu þorpi, þar sem fólkinu hafði einungis tekist að framleiða mat til að endast í þrjá mánuði af ári, hefur þeim nú tekist að framleiða nægilega fæðu allan ársins hring. ACHM samtökin þjálfa bændur um allan heim, ekki bara þá sem búa í Zimbabwe, og eru að koma á fót um 100 alþjóðlegum þjálfunarstöðvum. Að auki er boðið upp á þjálfun á netinu.

NÁTTÚRULEGT NIÐURBROT ÞARF AÐ EIGA SÉR STAÐ

Samkvæmt skýringum Savorys þarf að eiga sér stað náttúrulegt niðurbrot á grösum, áður en næsta vaxtatímabil hefst. Slíkt niðurbrot á sér stað, þegar grasið er troðið niður. Brotni það ekki niður á náttúrulegan hátt, leiðir það til oxunar – sem leiðir af sér hægfara ferli sem endar með gróðurlausum jarðvegi, sem losar um kolefni, frekar en draga það í sig og geyma.

Til að koma í veg fyrir slíkt, hefur mannkynið notað elda (sinubruna), en með eldunum verður landið líka gróðursnautt og gefur frá sér kolefni. Þar að auki verður meiri mengun af sinubruna á 1 hektara (2,5 ekrur), en frá 6.000 bílum. Í Afríku einni saman eru brenndar sinur á meira en 1 billjón hektara (2.4 billjón ekrum) gróðurlands á ári hverju.

Þegar horft er á þessar tölur velti ég fyrir mér hversu mikilli mengun sinubrunar hér á landi valda árlega.

NÚVERANDI RÆKTURAÐFERÐIR ERU ÓSJÁLFBÆRAR

Bandaríska landbúnaðarráðuneytið (U.S. Department of Agriculture) viðurkennir að núverandi landbúnaðarkerfi, þar sem meginhluti ræktunar er maís og sojabaunir, sé ósjálfbært þegar til lengri tíma sé litið. Hækki lofthiti eins og spáð er, dregur verulega úr uppskeru í Bandaríkjunum um miðja þessa öld.

Margir bændur og frumkvöðlar í lífrænni ræktun í Bandaríkjunum eru sammála um að aðgreining búfénaðar og ræktunar á bóndabýlum, hafi verið upphafið að vandanum. Það átti að verða til þess að auka hagkvæmni og draga úr kostnaði, en hinn duldi kostnaður við þessa aðgreiningu er risastór.

ÚRGANGURINN VERÐUR MENGANDI

Í stuttmynd Peter Byck „One Hundred Thousand Beating Hearts,“ er fjallað um samhagsmunaleg tengsl búfénaðar, þar sem ein tegund heldur sníkjudýrum frá annarri. Aðgreining á ræktun nytjaplantna og búfénaðar í tvær mjög mismunandi búgreinar, hefur leitt til þess að dýraúrgangur hefur orðið mikill mengunarvaldur, í stað þess að vera mikilvægur þáttur í vistfræðilegri hringrás.

Í dag eru dýr til manneldis ræktuð í búrum og þröngum girðingum og fóður þeirra byggist á kornvöru, aðallega maís og sojabaunum, í stað þess að þau bíti gras. Til að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdóma vegna streitu, þrengsla og skorts á D-vítamíni, fá dýrin reglulega sýklalyf eða önnur lyf.

Þessi lyf eru bein ógn við umhverfið þegar þau renna út í stöðuvötn, árfarvegi, vatnsæðar og drykkjarvatn, og stuðla að fjölda sjúkdóma sem eru ónæmir fyrir sýklalyfjum.

VIÐ ERUM ÞAÐ SEM VIÐ BORÐUM BORÐAR

Það er ágætt að hafa ofangreindar upplýsingar í huga, nú þegar veita á leyfi til innflutnings á ófrosnu kjöti frá löndum Evrópusambandsins. Breska blaðið The Guardian gerði til dæmis rannsókn á MRSA ofurbakteríunni (superbug) í svínakjöti í verslunum þar í landi og niðurstaðan var ekki hagkvæm fyrir neytendur.

Sjá frekari upplýsingar í grein á vef Dr. Mercola

Mynd: CanStockPhoto / grakikeray