VEISTU HVAÐ BREYTIST VIÐ TÍÐAHVÖRF?

Konur hætta ekki bara að hafa blæðingar og missa getuna til að eignast börn við tíðahvörf. Það er svo ótal margt annað sem breytist þegar estrogen-framleiðslan minnkar. Sú minnkun hefur áhrif á aðra starfsemi líkamans, meðal annars á starfsemi heilans.

Vísindamenn víða um heim hafa leitt að því líkum að við tíðahvörf byrji oft breytingar á heila, sem síðar meir geti leitt til Alzheimer’s sjúkdómsins, en í dag eru helmingi fleiri konur sem greinast með hann en karlar.

Um þetta, svo og margt fleira, meðal annars hvað við getum gert til að tryggja lífsgæði okkar sem lengst, fjalla ég á kvöldnámskeiði 3. september n.k.

TILFINNINGSVEIFLUR OG SVITAKÓF

Konur fara á mjög mismunandi hátt í gegnum það ferli í lífi sínu sem tengist tíðahvörfum. Í raun hefst það nokkru áður en blæðingar hætta alveg og svo tekur við tímabilið eftir að þær eru alveg hættar.

Sumar konur svitna mikið og fá hitakóf við erfiðustu kringumstæður. Aðrar eiga erfitt með svefn. Enn aðrar verða þunglyndar og kvíðnar og loka sig jafnvel af og vilja sem minnst samskipti hafa við aðra.

Það er eðlilegt að tilfinningasveiflurnar séu miklar, því þótt mörgum konum leiðist hinn mánaðarlegi blæðingatími, er hann merki um frjósemi og möguleikann til að geta getið af sér afkvæmi. Við tíðahvörf endar það tímabil og á vissan hátt fylgir því ákveðin sorg, sem þarf að vinna úr og viðurkenna.

BÆTIEFNI OG FÆÐA GETA BREYTT MIKLU

Beingisnun er eitt af þeim einkennum sem tengd hafa verið við tíðahvörf hjá konum, svo og ýmis önnur heilsufarsvandamál. Sem betur fer er margt sem hægt er að gera til að takast á við þær breytingar sem verða við þessi tímamót og sporna við því að þau hafi eyðileggjandi áhrif á heilsuna á komandi árum.

Ýmsar fæðutegundir eins og bláber og engifer eru styrkjandi fyrir líkamann og heilaheilsuna. Það eru líka þó nokkuð mörg bætiefni eins og til dæmis Ultra B-12 og C-vítamín með Rosehips frá NOW, svo eitthvað sé nefnt.

Á námskeiðinu 3. september mun ég fara nánar í allar fæðutegundirnar, í hreyfinguna sem skiptir máli og fjalla um þau bætiefni sem styðja við aukin lífsgæði okkar kvenna á efri árum.

SMELLTU HÉR ef þú hefur áhuga á að læra meira.

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 592 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram