Eftirspurn eftir þátttöku í stuðningsnámskeiði við HREINT MATARÆÐI er sérlega mikil fyrir janúar næstkomandi, enda fara margir í heilsuátak í upphafi hvers árs. Fullbókað er á fyrsta námskeið ársins sem verður þann 7. janúar – og þar sem ekkert lát er á eftirspurn hef ég sett upp annað námskeið 8. janúar.
HVAÐ ER HREINT MATARÆÐI?
HREINT MATARÆÐI hreinsikúrinn er þróaður af úrúgvæska hjartasérfræðinginum Alejandro Junger. Hann komst að raun um það á eigin líkama, eftir hjartaáfall, að hreinsun líkamans og ákveðið mataræði, sem ekki væri bólguvaldandi, væri besta lækningin fyrir líkamann. Hann gaf í framhaldinu út bók undir samnefndu heiti, sem ég er annar þýðandi að, en hún kom fyrst út hér á landi árið 2015.
Þar sem mér fannst hreinsikúrinn svo frábær – og það er gott að hafa í huga að það má borða sig saddan alla daga í hreinsuninni, bara af ákveðnum fæðutegundum – hef ég haldið stuðningsnámskeið fyrir þá sem vilja fara í gegnum hann frá því í mars árið 2015. Þátttakendur á námskeiðunum nálgast nú 1.400 manns og sem stendur er ég að skrá á 49. námskeiðið.
UMSAGNIR TVEGGJA ÞÁTTTAKENDA
Það er dásamlegt í lok hvers námskeiðs að hlusta á frásagnir fólks af árangri. Ég deili hér tveimur frásögnum af ótal mörgum sem ég hef fengið:
„Að fara á þetta námskeið er mögulega ein besta ákvörðun sem ég hef tekið 🙂. Nú er liðinn mánuður frá því ég drakk kaffi síðast og löngunin í það hefur ekkert látið á sér kræla. Mjólkurvörur, sykur, hveiti og ger hafa ekki komið inn fyrir mína varir ennþá og ég sakna þess ekkert. Ég hef farið mjög rólega í að bæta við matvöru og hef haldið mig mikið við “forðist” listann . Líðanin í maganum er allt önnur – ekki útþaninn lengur og engir krampaverkir. Líðanin almennt er bara öll önnur og svefninn betri. Takk Guðrún Bergmann fyrir frábært námskeið og utanumhald. Þetta verður gott veganesti fyrir komandi tíma þar sem allskonar gúmmulaði getur freistað.“ – Rakel Ben – 46 HREINT MATARÆÐI.
Það var líka sérlega ánægjulegt að fá eftirfarandi tölvupóst, því þar sem Björk var á NETnámskeiði s.l. sumar hafði ég ekki hitt hana persónulega. Hún sendi póstinn því hún var að skrá sig í endurkomu, en þeir sem hafa komið einu sinni geta alltaf komið aftur fyrir um helming af fullu námskeiðsgjaldi.
„Björk heiti ég og var hjá þér á námskeiði (NETnámskeiði) síðasta sumar. Það er óhætt að segja að ég hafi öðlast nýtt líf eftir námskeiðið. Uppgötvaði að ég hef haft glúten-óþol allt mitt líf, verkir og óþægindi frá meltingarvegi farin, kláði í húðinni sem ég tengdi alltaf við sundferðirnar mínar líka farinn. Auk þess hef ég misst 20 kg 🙂 – Mér finnst mikilvægt að fara í gegnum hreinsikúrinn 1x á ári (a.m.k.) og ætla því að skrá mig á fyrsta námskeiðið í janúar.“ – Björk Þorgeirsdóttir – 42 HREINT MATARÆÐI
HREINSUN LÍKAMANS
Í HREINT MATARÆÐI hreinsikúrnum er lögð áhersla á að taka út ákveðnar bólguvaldandi fæðutegundir og fæðu sem getur verið óþolsvaldur, bæta meltinguna og byggja upp góða örveruflóru í þörmunum. Morgunverður og kvöldverður eru í fljótandi formi, þ.e. matarmikið búst á morgnana og góð súpa á kvöldin. Hádegismatur (eða kvöldmatur ef það hentar betur) er í föstu formi, þ.e. fisk-, kjöt- eða grænmetisréttir, með góðu meðlæti. Inn á milli má fá sér snakk, svo framarlega sem það er innan marka þeirra fæðutegunda sem ráðlagðar eru meðan á þessu ferli stendur. Það á því enginn að vera svangur á meðan á þessu 24 daga ferli stendur.
Ef þú hefur áhuga á stuðningsnámskeiðinu er hægt að skrá sig HÉR!
Mynd: Can Stock Photo / Paviem
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar7. desember, 2024MARS Á FERÐ AFTUR Á BAK
- Greinar28. nóvember, 2024LÉTT YFIR NÝJU TUNGLI Í BOGMANNI
- Greinar31. október, 2024MAGNAÐAR PLÁNETUAFSTÖÐUR Í NÓVEMBER
- Greinar21. október, 2024SÓLIN Í SPORÐDREKA