UMHVERFISÁHRIFIN Á LÍKAMANN

UMHVERFISÁHRIFIN Á LÍKAMANN

Við erum öll berskjölduð gagnvart ýmis konar eiturefnum, gerviefnum eða manngerðum kemískum efnum alla daga. Talið er að það séu allt að 100.000 efni sem við getum komist í snertingu við alla daga.

Þessi efni eru meðal annars í plasti, í snyrtivörum og í fæðunni okkar, meðal annars í skyndibitamat og unninni fæðu.

Þau eru líka í hreinsiefnum heimilisins, í alls konar plágueyði eins og skordýra- og illgresiseyði. Eldtefjandi efni hafa einnig mengandi áhrif á líkamann, en þau er meðal annars að finna í flugvélum.

Nýjar rannsóknir sýna að þessi efni geta hafa mjög skaðleg áhrif á heilsu okkar. Öll virðasta þau hafa truflandi áhrif á örveruflóru þarmanna sem er grunnur ónæmiskerfisins.

HÆTTULEG EITUREFNI

Í fyrsta sæti yfir hættulegustu eiturefni er botulinum eitur. Jafnvel þótt sumt af því sé notað í fegurðariðnaðinum, eins og bótox, er að finna í botulinum ættinni taugaeitur, sem er eitraðasta efni sem þekkist.

Í fimmta sæti yfir efni sem talin eru skaðlegust líkamanum er kvikasilfur (mercury). Kvikasilfur „drepur allt“ eins og vísindamaðurinn Warren P. Phyllips segir og hefur því verið notað í bóluefni (ekki lengur, en var notað þegar við sem eldri erum voru bólusett), skordýraeitur, tannfyllingar og ýmislegt annað í gegnum tíðina.

Blý er talið hafa fellt Rómarveldi, því þeir notuðu blý í diska og drykkjarmál, matarföt og ýmislegt annað tengt fæðuneyslu og blý í vatnleiðslur svo eitthvað sé nefnt. Því hnignaði andlegri og líkamlegri heilsu manna mjög, uns veldið sjálft féll.

EINKENNI UM KVIKASILFUREITRUN

Helstu einkenni um kvikasilfureitrun eru þessi:

Þunglyndi                                             Viðkvæmni gegn hávaða
Mild þreytueinkenni                          Erfiðleikar við einbeitingu (heilaþoka)
Kvíði                                                      Óeðlilegar blæðingar
Gleymska                                              Lágt líkamshitastig
Kippir í andliti eða vöðvum              Kaldar hendur og fætur
Meltingarvandamál                            Viðkvæmar tennur
Hægðatregða eða niðurgangur         Sónn í eyra (tinnitus)
Tíð andremma                                     Andvökur, svefnleysi
Sterk líkamslykt                                   Málmbragð í munni
Svimatilfinning                                    Naglasveppir
Pirringur                                                Óvænt reiði
Sjálfsónæmis viðbrögð

Ef þú planar að láta taka kvikasilfursfyllingar út tönnunum á þér, þarftu að gera það eina tönn í einu og með einhverju millibili, því þegar (kvika)silfrið er borað út leiðir það til aukinnar mengunar í líkamanum.

SAMSVÖRUN MILLI EINKENNA

Öll eiturefni hafa mikil áhrif á taugakerfið og valda breytingum á örveruflóru þarma. Þegar einkennalisti yfir kvikasilfursmengun er borinn saman við einkennalista yfir mjólkuróþol, glútenóþol eða candida sveppasýkingu kemur í ljós að það er mikil samsvörun þar á milli.

Yfirleitt hafa mengandi áhrif frá aukaefnum sem eru í umhverfinu, í matnum sem við borðum eða í snyrtivörum sem við notum dreift sér um líkamann. Viðkvæmastur er heilinn, en bein tenging er á milli hans og örveruflóru í þörmum sem stýrir ónæmiskerfi líkamans.

Eiturefnin geta líka safnast upp í  frumum líkamans og skaðað orkuhluta þeirra eða mitókondruna.

Til að vernda heilsuna og sporna gegn líkum á heilabilun á efri árum, er mikilvægt að afeitra líkamann reglulega. Í framhaldi af því þarf að byggja upp öfluga örveruflóru í þörmum og styrkja þarmaveggina.

HREINT MATARÆÐI hreinsikúrinn snýst einmitt um það. Næsta námskeið hefst 20. janúar. Síðasti skráningardagur er 14. janúar. SMELLTU HÉR ef þú hefur áhuga á að taka þátt.

Mynd: CanStockPhoto

Heimildir: NHS informwww.tcdchallenge.com  – theconversation.com

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram