UMHVERFIÐ OG HEILSAN

Mér var boðið að halda fyrirlestur síðastliðinn laugardag á Norrænni ráðstefnu Soroptimista á Akureyri. Umfjöllunarefnið var Áhrif umhverfisins á heilsu okkar og þar er af ýmsu að taka.

Þar sem við höfum verið mjög upptekin af hlýnun jarðar og bráðnun jökla, sem eðlilegt er, höfum við gleymt svolítið að skoða hvaða áhrif umhvefið er að hafa á heilsu okkar, meðal annars í gegnum fæðuna sem við neytum. Hið merkilega er þó að gera sér grein fyrir að ýmis verstu áhrifin eru mannanna verk og hversu duglegur maðurinn hefur verið að eitra og menga heiminn frá lokum síðari heimstyrjaldar.

HEILSAN OG UMHVERFIÐ

Ég lít svo á að áhrifin hefjist í jarðveginum, því þar er ræktað bæði fóður fyrir dýr og ýmis matvara sem mennirnir leggja sér svo til munns. Árið 1976 var efni sem heitir glýfósat (glyphosate á ensku) sett á markað í illgresiseyði, sem margir þekkja sem Roundup, þótt það sé ekki eini illgresiseyðirinn með glýfósati.

Í ljós kom að þegar það var fyrst notað, drap það ekki bara illgresið, heldur líka plönturnar. Þá tók Monsanto, sem hefur verið risinn á þessum markaði sig til og fór að erfðabreyta plöntunum svo þær þyldu eitrið. Í framhaldi sóttu þeir svo um einkaleyfi á plöntunum og fræjunum, sem þeir erfðabreyttu. Eitrið drepur vissulega illgresið, en það eyðileggur líka ensímferla í jarðveginum, sem eiga að sjá um að framleiða kolefnisform eins og tryptophan, sem er afar mikilvægt allri hormónum.

Skortur á þessum kolefnisformum upp fæðukeðjuna hefur verið tengdur við hækkun á tíðni krabbameina um allan heim, enda er Roundup mest notaði illgresiseyðir í heiminum í dag. Glýfósatið læðir sér hins vegar upp fæðukeðjuna og hefur áhrif á meltingarfæri okkar, því nýjustu rannsóknir sýna að það efni ýtir undir einn stærsta meltingavanda samtímans, þ.e.leka þarma. Sjá nánar um leka þarma í ÞESSARI GREIN. 

Nýjustu fréttir herma svo að þýski efnaframleiðslurisinn Bayer hafi keypt Monsanto. Þeir hyggjast breyta heitum á ýmsum framleiðsluvörum fyrirtækisins, m.a. Roundup (re-brand) en ekki innhaldsefnunum, svo eitrið á væntanlega eftir að halda áfram að fara í jarðveginn, bara undir nýju nafni, nema neytendur geri á einhvern hátt uppreisn.

STEINEFNIN SKORTIR

Í heimildarmyndinni FOOD MATTERS segir Charlotte Gerson, stofnandi The Gerson Institute, að þrjú meginefnin í öllum helstu áburðartegundum sem dreift er á jarðveginn séu nítur (nitrogen), fosfat (phosphate) og kalíum (potassioum). Jarðvegurinn þurfi hins vegar á um það bil 52 steinefnum að halda, til að geta skilað frá sér öflugu gróðri og plöntum, sem síðan ganga upp fæðukeðjuna, því mannslíkaminn framleiðir engin steinefni.

Skortur á öllum þeim steinefnum sem upp á vantar í áburði og fóðri leiðir svo til þess að varnarkerfi plantna veikist. Þá eiga skordýr auðvelt með að ráðast á þær – og þá er kallað eftir meira eitri.

Hið sama á við um mannslíkamann. Hans varnarkerfi veikist við að borða steinefnasnauðan mat. því mannslíkaminn er ekki fær um að framleiða eitt einasta steinefni.

Fæða sem kemur úr steinefnarýrum jarðvegi getur ekki veitt líkamanum þau steinefni sem hann þarf á að halda. Þess vegna verður við að treysta á það sem kallast almennt “fæðubótarefni” til að viðhalda líkamlegum styrk okkar og góðri heilsu.

FLEIRI ÞÆTTIR

Ég fjallaði líka um fæðuna, hvar hún er ræktuð, hvaða sjúkdóma hún getur verið að bera með sér, um loftið og mengun þess og svo um vatnið. Loftmengun hefur verið kölluð hið “hljóðláta banamein”, meðal annars vegna þess að við greinum ekki loftagnirnar sem eru að valda okkur skaða.

Myndir: Can Stock Photo
Heimildir: Food Matters, Charlotte Gerson, Dr. Zach Bush og úr bókinni HREINN LÍFSSTÍLL

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 592 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram