UMBREYTUM REIÐI Í LJÓS
UMBREYTUM REIÐI Í LJÓS
Sem mannfólk erum við öll að burðast með einhverja reiði innra með okkur, mismunandi þó hversu mikla. Reiðin hefur yfirleitt mjög neikvæð áhrif á líf okkar, getur valdið einangrun, litað samskipti okkar við aðra og leitt til ýmissa heilsufarsvandamála.
Reiðin og beiskjan setjast nefnilega að í lifur og gallblöðru og geta hafa ýmis neikvæð áhrif á þessi líffæri. Ef þessar tilfinningar eru viðvarandi, geta þær haft áhrif á mun fleiri kerfi líkamans. Reiðin lækkar nefnilega tíðni líkamans og þegar tíðnin í honum er lág er hætta á að ónæmiskerfi hans veikist.
GETUR JÖRÐIN HJÁLPAÐ?
Við höfum öll tækifæri til að umbreyta reiði okkar yfir í LJÓS. Ein leið til þess er senda reiðina niður í Jörðina. Við þurfum ekki að vera með sektarkennd gagnvart Jörðinni þótt við gerum það, því ef við sendum jafnframt því óskir um umbreytingu, mun Jörðin hjálpa okkur með því að breyta reiðiorkunni yfir í LJÓS.
Ef við notum þessa æfingu til að losna við reiði, getum við ímyndað okkur að við stöndum á Jörðinni, hvort sem fætur okkar nema við hana eða ekki. Við getum jafnvel verið hátt uppi í margra hæða húsi eða úti á sjó, en samt verið tengd Jörðinni. Hún er nefnilega alltaf fyrir neðan okkur og styður við okkur og nærir, enda er hún Móðir Jörð.
NÁIN TENGING VIÐ JÖRÐINA
Sumum finnst hins vegar best að gera þessa æfingu utandyra og standa úti í ósnortinni náttúru með fæturna fast við Jörðina, því þeim finnst það veita betri tengingu við orkuflæði hennar.
Hvort sem þú velur að vera utan- eða innandyra, sitja eða standa þegar þú gerir þessa æfingu, byrjaðu þá á því að draga andann nokkrum sinnum djúpt að þér og blása kröftuglega frá þér. Slakaðu á allri spennu í líkamanum og skoðaðu svo hvar reiðin situr í huga þínum, tilfinningum eða líkama. Biddu Móður Jörð að taka á móti þessari reiði, því þú vilt ekki burðast með hana lengur.
Ímyndaðu þér að hún flæði niður hryggsúlu þína og út um rófubeinið, djúpt niður í kjarna Jarðar. Biddu Jörðina um að umbreyta þessari orku í LJÓS, sem nýtast mun þeim sem á henni búa og sendu Jörðinni þakklæti fyrir að hafa hjálpað þér við þetta verkefni.
Sterk tenging við Jörðina, hvar sem við staðsetjum okkur til að gera þessa æfingu, getur hjálpað okkur að taka á móti því flæði af jákvæðri, róandi og heilandi orku sem fyllir líkama okkar þegar við höfum losað okkur við reiðina.
Svo er öflugt að tengja sig við hina Andlegu Sól að ofan og biðja hana um að fylla líkamann af LJÓSI. Með því hækkarðu tíðni líkamans, en LJÓS og KÆRLEIKUR eru á sömu tíðni.
ALLT ER ORKA
Þegar unnið er með reiðina á þennan máta, er svo auðvelt að skynja að allt er orka, sem annað hvort má nota á jákvæðan eða neikvæðan máta.
Sé þessi æfing gerð með þakklæti í huga erum við ekki að misnota Jörðina á eigingjarnan hátt, heldur tengja okkur við orku eigin heimalands – og á þann hátt næra hana um leið og hún nærir okkur.
Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni á endilega með öðrum.
Ef þú hefur áhuga á að fylgjast með skrifum mínum skráðu þig þá á PÓSTLISTANN
Myndir: CanStockPhoto/ PsychoShadow – showface
Um höfund
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar02/09/2024NÝTT TUNGL Í MEYJU 03.09.24
- Greinar23/08/2024LÍKAMINN GEYMIR ALLT
- Greinar19/08/2024FULLT TUNGL Í VATNSBERA 19.08.24
- Greinar04/08/2024NÝTT TUNGL Í LJÓNI