TÚRMERIK STYRKIR ÓNÆMISKERFIÐ

Þegar ég fékk þessa uppskrift frá Guðbjörgu Finnsdóttur sem rekur Gfit líkamsræktarstöðina í Garðabæ, hafði hún ekki hugmynd um hvaðan hún var upprunalega komin. Einn þátttakandi á HREINT MATARÆÐI námskeið hjá mér sendi mér hins vegar upplýsingar um það. Hann sagði hana komna frá Haraldi Magnússyni í Hafnarfirði, sem oft hefur verið kallaður Halli frjálsi eða Halli múr, en hann er múrari og smiður, auk þess sem hann hefur skrifað barnabækur.

Drykkurinn varð til þegar hann fékk krabbamein, en hann segir að þessi blanda hafi læknað hann af því. Niðurstöður úr nýjustu rannsóknum í Bandaríkjunum sýna einmitt að túrmerik eða virka efnið í því, curcumin ræðst á svokallaðar stofnfrumur krabbameina og grandar þeim og ræður þannig niðurlögum krabbameinsins.

Hvort sem þú ert að vinna bug á krabbameini eða vilt styrkja ónæmiskerfið er túrmerikdrykkurinn öflugur og hann er mjög hreinsandi fyrir lifur og gallblöðru, sem eru afar mikilvæg líffæri.

INNIHALDSEFNI:

2 l eplasafi (ég nota reyndar 1 lítra lífrænan eplasafa og 1 lítra kalt vatn)
4 tsk karrýduft
4 tsk túrmerikduft
2 tsk Ceylon kanill frá Himneskri hollustu
1 tsk nýmalaður svartur pipar

AÐFERÐ:

1 – Öll innihaldsefnin sett í pott og hrært í öðru hvoru þar til suðan kemur upp.
2 – Slökkt á hellunni og drykkurinn látinn kólna í pottinum með lokið á.
3 – Hrærið upp í drykknum, áður en þið setjið hann í glerflöskur. Geymist í ísskáp.

Gott er að drekka 2 glös af þessum drykk á dag.
Best er að láta glasið standa aðeins í stofuhita, áður en drukkið er,
því mjög kaldir drykkir hafa hamlandi áhrif á starfsemi gallblöðru og lifur.

Athugið: Túrmerik getur farið illa í maga á sumum, svo prófið ykkur áfram.

Myndir: Can Stock Photo/Jcomp og Guðrún Bergmann

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í tæp 29 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 233 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í tæp 29 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar