TILFINNINGALEG ÁFÖLL OG HEILSAN

Það eru ekki svo mörg ár síðan farið var það fjalla um það í ræðu og riti, hvaða áhrif tilfinningaleg áföll geta haft á heilsu okkar. Tilfinningaleg áföll hafa áhrif á orkulíkama okkar og birtast mjög oft sem veikindi eða alvarleg heilsufarsáföll í efnislíkamanum. Þeir sem verða fyrir skyndilegum áföllum, missa til dæmis oft málið, tímabundið eða til lengri tíma. Slík áföll geta meðal annars leitt til vandamála í skjaldkirtli eða erfiðleika með tjáningu síðar á ævinni, en um þetta og margt annað fjalla ég og Matthildur Þorláksdóttir náttúrulæknir á námskeiði sem við köllum HEILSA OG TILFINNINGAR og haldið er í byrjun mars.

VINNA ÞARF ÚR ÁFÖLLUNUM
Við notum oft mat, áfengi, eiturlyf eða reykingar til að breiða yfir tilfinningalegu áföllin okkar. Þegar við síðan tökum okkur á og breytum mataræðinu, hættum að drekka, dópa eða reykja, hafa þessar sömu tilfinningar tilhneigingu til að koma upp á yfirborðið. Verði líðanin yfirþyrmandi, sækjum við oft í sama farið á ný, hvort sem það er matur, sætindi eða einhver efni til að deyfa okkur og flýja tilfinningarnar.

Svo skiljum við ekki af hverju við getum ekki staðið okkur betur, hvaða sjálfseyðingarhvöt liggi að baki því að við höfum ekki staðfestu til að hætta til dæmis að borða sælgæti. Oft er það vegna þess að við höfum ekki unnið úr áfallinu sem við á sínum tíma breiddum yfir með einhverju “sætu”, því það var svo “súrt” að við gátum ekki afborið það.

Úr svona tilfinningum þarf að vinna svo líkaminn verði heill á ný og við metum hann nægilega mikils til að við viljum honum aðeins það besta. Þegar unnið er úr tilfinningaáföllunum líður fólki oft eins og það hafi losnað undan þungu fargi, jafnvel fargi sem það var ekki meðvitað um að það væri að burðast með.

Ef þú hefur áhuga á að læra út frá sjónarmiði náttúrulækninga á hvaða hátt tilfinningaleg áföll geta haft áhrif á líkamlega heilsu  er námskeiðið HEILSA OG TILFINNINGAR fyrir þig.

Mynd með grein: CanStockPhoto

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum.

Með því að skrá þig á póstlistann færðu greinarnar mínar sendar reglulega, auk þess sem í fréttabréfinu eru upplýsingar um námskeið, tilboð og fleira.