ÞURRBURSTUN HÚÐAR

Húðin er stærsta líffæri líkamans, þekur allt ytra borð hans og á að sjá um að losa hann við einn fjórða hluta af daglegum úrgangi. Húðin er því ekki bara stærsta líffæri líkamans, heldur einnig stærsta hreinsilíffæri hans. Því er starfsemi hennar afar mikilvæg.

Ein leið til að örva hana er að stunda gufuböð, önnur er þurrburstun. Þurrburstun hefur m.a. áhrif á eitlabrautir líkamans en þær eru nokkurs konar skolplagnir hans. Með burstun eiga óhreinindi auðveldara með að tæmast inn í stærri eitlana og skiljast út úr líkamanum eftir eðlilegum leiðum.

BURSTAR MEÐ LÖNGU SKAFTI

Gott er að velja sér bursta með löngu skafti til að eiga auðveldar með að bursta bakhlið líkamans. Góðir burstar fást yfirleitt í snyrtivöruverslunum, heilsuvörubúðum eða apótekum. Góðir burstar þurfa að vera með náttúrulegum hárum, sem eru ekki of stíf. Þurrburstun er frábær fyrir almennt heilsufar líkamans og getur haft eftirfarandi áhrif:

  • Þéttir og styrkir húðina.
  • Örvar meltinguna.
  • Losar um appelsínuhúð.
  • Örvar blóðrásina.
  • Eykur frumuendurnýjun.
  • Hreinsar sogæðakerfið.
  • Losar um dauðar húðfrumur.
  • Styrkir ónæmiskerfið.
  • Bætir samskipti milli frumnanna.
  • Örvar starfsemi innkirtlanna og styrkir um leið allan líkamann.

SVONA BURSTARÐU HÚÐINA

  1. Byrjaðu á að bursta iljarnar með hringlaga hreyfingum því taugaendarnir þar senda boð um allan líkamann.
  2. Burstaðu síðan kálfa, læri og rasskinnar.
  3. Burstaðu næst kviðinn með réttsælis hringlaga hreyfingum.
  4. Burstaðu svo hendur, handleggi og efri hluta líkamans niður að nafla.
  5. Sérstaklega fyrir konur: Burstaðu brjóstin með léttari hreyfingum en aðra hluta líkamans og gættu þess að bursta EKKI geirvörturnar.
  6. Burstaðu húðina alltaf ÁÐUR EN þú ferð í sturtu eða bað, að minnsta kosti einu sinni á dag ef þú hefur aðstöðu til. Ef þú bleytir húðina fyrst hefur burstunin ekki rétt áhrif.
  7. Berðu olíu á húðina eftir burstun, leyfðu henni að liggja á húðinni í svona 5 mínútur og þurrkaðu hana svo af með snörpum frottéklút. Ef klúturinn er hvítur, sjást óhreinindin sem sogæðakerfið skilar frá sér í því að hann verður grár á litinn.

Ef þú burstar húðin á kvöldin er gott að fara í góð náttföt eftur að olían hefur verið þurrkuð af húðinni og leyfa líkamanum að njóta olíunnar sem eftir situr yfir nóttina. Ef burstað er að morgni er farið í heita sturtu eftir burstun, olíuburð og þurrkun og húðin svo skoluð örstutta stund með köldi vatni, til að örva blóðflæðið og ná hita fram í yfirborð húðarinnar.

Gott er að þvo burstann sinn á nokkurra vikna fresti úr volgu vatni og þurrka hann vel fyrir næstu notkun.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.

Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN minn til að fá reglulega sendar greinar um sjálfsrækt, andleg málefni, stjörnuspeki og náttúrulegar leiðir til að styrkja heilsuna.

 

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 589 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram